Þau reka lítið ferðamannafyrirtæki sem er í töluverðum vexti á svæðinu. Börn þeirra eru fimm talsins. Það má með sanni segja að fjölskyldan hafi verið á ákveðnu flakki undanfarinn áratug en ævintýraþráin var mikil rétt eftir hrun og byrjaði parið á því að flytja til Kolding í Danmörku.
Þaðan lá leiðin til Kaupmannahafnar þremur árum seinna en árið 2017 flutti fjölskyldan síðan til San Francisco í Bandaríkjunum. Svo þegar veiran skall á þótti þeim Bandaríkin ekki nægilega heillandi en voru orðin vön hitanum. Eftir smá google þá var ákveðin að koma sér fyrir á eyjunni Menorca.
Fjallað var um fjölskylduna í þættinum Hvar er best að búa? sem var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Draumurinn er í raun að búa um borð í báti og sigla um heiminn, öll fjölskyldan saman.
Börnin eru alveg frá sautján ára aldri niður í fimm mánaða dreng en Hildur hefur í raun verið heimavinnandi undanfarin ár. Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins.