Ellert: Núna þurfa allir í KR að fara í naflaskoðun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2023 13:01 Ellert Arnarson, formaður Körfuknattleiksdeildar KR, ræddi við Stöð 2 um stöðuna á körfuknattleiksdeildinni í Vesturbænum. S2 Sport KR er fallið úr Subway-deildinni þrátt fyrir að enn sé eftir þrjár umferðir af deildinni. Í fyrsta sinn í 62 ár mun KR ekki vera í efstu deild körfuboltans og það aðeins fjórum árum eftir að KR varð Íslandsmeistari sjötta árið í röð. Formaður Körfuknattleiksdeildar KR segir að deildin sé nú í stefnumótun til framtíðar og þar sem ekki bara verið að hugsa til næstu tveggja ára. KR ætli að koma strax upp aftur og endurheimta sæti sitt meðal bestu körfuboltaliða landsins. „Þetta var búið að liggja aðeins í loftinu og orðin svolítið mikil brekka. Þegar maður er farinn að treysta á önnur lið þá veit maður aldrei enda ekki með þetta lengur í hendi sér. Vissulega var þetta síðasti naglinn í þessa efstu deildar líkkistu,“ sagði Ellert Arnarson, formaður Körfuknattleiksdeildar KR í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Brottfallið mjög mikið og mjög hratt „Þetta er mikil áfall í sjálfu sér en það er enginn leikmaður eftir úr 2019 liðinu enn þá með okkur. Þetta er búið að vera ótrúlegt tímabil og ég var sjálfur í 2007 og 2009 liðunum. Ótrúlegt þá voru ansi margir leikmenn enn spilandi árið 2019 sem voru í þeim liðum. Svo verður brottfallið mjög mikið og mjög hratt,“ sagði Ellert. „Ég vissi það fyrir þetta tímabil að við værum að fara í uppbyggingarvinnu en mér óraði að vísu ekki fyrir því að við færum niður. Við látum þetta ekki skilgreina okkur og þetta endurspeglar bara hvernig liðið er akkúrat í dag. Núna þurfa allir að fara í naflaskoðun, allt frá mér og stjórninni niður í þjálfara og leikmenn. Teikna upp plan fyrir næstu ár sem felur í sér snertilendingu í fyrstu deild og svo aftur upp. Við ætlum að koma félaginu aftur í efstu röð sem fyrst,“ sagði Ellert. Klippa: Viðtal við Ellert formann hjá KR Hræðist ekki að festast í 1. deildinni Hversu mikilvægt er að fara beint upp og hræðist Ellert að festast í fyrstu deildinni? „Í fyrsta lagi er maður ekki náð að melta þetta mjög lengi en í öðru lagi er það ekki hugsun sem hefur skotið upp í kollinum hjá okkur. Við ætlum okkur bara beint upp aftur og ég get ekki sagt að við hræðumst það endilega. Þessi vinna sem ég nefni, er svo sem farin af stað og þessi stefnumótun til framtíðar hjá okkur. Hún er ekki bara fyrir næsta ár og þar næsta. Þetta er stærra en tveggja ára plan og við þurfum að hugsa þetta í stærra samhengi,“ sagði Ellert. „Allt frá því hvernig við höldum utan um afreksstarfið, yfir í yngri flokkana og aðstöðuna. Það eru ýmsir hlutir að taka breytingum á KR-svæðinu á næstu árum. Allt sem miðar að því að koma okkur aftur í fremstu röð sem allra fyrst,“ sagði Ellert. Af hverju missti KR alla þessa leikmenn? En af hverju er félagið að missa alla þessa leikmenn? Af hverju hefur verið svona erfitt að halda í leikmenn KR síðustu ár? „Í fyrsta lagi eru þeir orðnir fjandi gamlir. Þessi 1982 árgangur tórði nú ansi lengi. Ég skal ekki segja. Ég held að það sé aðallega af því að menn hafi verið að hætta í körfubolta. Svo gerist það líka að við erum með ákveðna aðila sem við viljum fá til liðs við okkur en svo fara þeir erlendis. Púslin raðast ekki upp fyrir þetta tímabil og við förum inn í það með mjög ungan kjarna,“ sagði Ellert. „Mjög efnilega og flotta leikmenn en við hefðum mátt vera heppnari að fá með þeim reynslumeiri og sterkari erlenda leikmenn með til að ná að búa einhverja alvöru heildarmynd á liðið. Við reyndum að gera þó nokkrar breytingar á miðju tímabili en náðum aldrei að láta þessa passa alveg saman,“ sagði Ellert. Við sem stjórn berum ábyrgð í því En hver ber ábyrgð á því að það gekk svona illa að fá öfluga erlenda leikmenn til KR-liðsins. „Við sem stjórn berum ábyrgð í því. Þetta er bara stjórn, þjálfari og leikmenn. Það þurfa allir að líta í eigin barm og spyrna í til þess að koma þessari endurkomu af stað. Þetta var að einhverju leiti óheppni og að einhverju leiti reynsluleysi. Ég veit ekki nákvæmlega hvað það er en það voru margir samverkandi þættir sem skila okkur þessari niðurstöðu í ár,“ sagði Ellert. Það má horfa á allt viðtalið við hann hér fyrir ofan. Subway-deild karla KR Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira
Formaður Körfuknattleiksdeildar KR segir að deildin sé nú í stefnumótun til framtíðar og þar sem ekki bara verið að hugsa til næstu tveggja ára. KR ætli að koma strax upp aftur og endurheimta sæti sitt meðal bestu körfuboltaliða landsins. „Þetta var búið að liggja aðeins í loftinu og orðin svolítið mikil brekka. Þegar maður er farinn að treysta á önnur lið þá veit maður aldrei enda ekki með þetta lengur í hendi sér. Vissulega var þetta síðasti naglinn í þessa efstu deildar líkkistu,“ sagði Ellert Arnarson, formaður Körfuknattleiksdeildar KR í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Brottfallið mjög mikið og mjög hratt „Þetta er mikil áfall í sjálfu sér en það er enginn leikmaður eftir úr 2019 liðinu enn þá með okkur. Þetta er búið að vera ótrúlegt tímabil og ég var sjálfur í 2007 og 2009 liðunum. Ótrúlegt þá voru ansi margir leikmenn enn spilandi árið 2019 sem voru í þeim liðum. Svo verður brottfallið mjög mikið og mjög hratt,“ sagði Ellert. „Ég vissi það fyrir þetta tímabil að við værum að fara í uppbyggingarvinnu en mér óraði að vísu ekki fyrir því að við færum niður. Við látum þetta ekki skilgreina okkur og þetta endurspeglar bara hvernig liðið er akkúrat í dag. Núna þurfa allir að fara í naflaskoðun, allt frá mér og stjórninni niður í þjálfara og leikmenn. Teikna upp plan fyrir næstu ár sem felur í sér snertilendingu í fyrstu deild og svo aftur upp. Við ætlum að koma félaginu aftur í efstu röð sem fyrst,“ sagði Ellert. Klippa: Viðtal við Ellert formann hjá KR Hræðist ekki að festast í 1. deildinni Hversu mikilvægt er að fara beint upp og hræðist Ellert að festast í fyrstu deildinni? „Í fyrsta lagi er maður ekki náð að melta þetta mjög lengi en í öðru lagi er það ekki hugsun sem hefur skotið upp í kollinum hjá okkur. Við ætlum okkur bara beint upp aftur og ég get ekki sagt að við hræðumst það endilega. Þessi vinna sem ég nefni, er svo sem farin af stað og þessi stefnumótun til framtíðar hjá okkur. Hún er ekki bara fyrir næsta ár og þar næsta. Þetta er stærra en tveggja ára plan og við þurfum að hugsa þetta í stærra samhengi,“ sagði Ellert. „Allt frá því hvernig við höldum utan um afreksstarfið, yfir í yngri flokkana og aðstöðuna. Það eru ýmsir hlutir að taka breytingum á KR-svæðinu á næstu árum. Allt sem miðar að því að koma okkur aftur í fremstu röð sem allra fyrst,“ sagði Ellert. Af hverju missti KR alla þessa leikmenn? En af hverju er félagið að missa alla þessa leikmenn? Af hverju hefur verið svona erfitt að halda í leikmenn KR síðustu ár? „Í fyrsta lagi eru þeir orðnir fjandi gamlir. Þessi 1982 árgangur tórði nú ansi lengi. Ég skal ekki segja. Ég held að það sé aðallega af því að menn hafi verið að hætta í körfubolta. Svo gerist það líka að við erum með ákveðna aðila sem við viljum fá til liðs við okkur en svo fara þeir erlendis. Púslin raðast ekki upp fyrir þetta tímabil og við förum inn í það með mjög ungan kjarna,“ sagði Ellert. „Mjög efnilega og flotta leikmenn en við hefðum mátt vera heppnari að fá með þeim reynslumeiri og sterkari erlenda leikmenn með til að ná að búa einhverja alvöru heildarmynd á liðið. Við reyndum að gera þó nokkrar breytingar á miðju tímabili en náðum aldrei að láta þessa passa alveg saman,“ sagði Ellert. Við sem stjórn berum ábyrgð í því En hver ber ábyrgð á því að það gekk svona illa að fá öfluga erlenda leikmenn til KR-liðsins. „Við sem stjórn berum ábyrgð í því. Þetta er bara stjórn, þjálfari og leikmenn. Það þurfa allir að líta í eigin barm og spyrna í til þess að koma þessari endurkomu af stað. Þetta var að einhverju leiti óheppni og að einhverju leiti reynsluleysi. Ég veit ekki nákvæmlega hvað það er en það voru margir samverkandi þættir sem skila okkur þessari niðurstöðu í ár,“ sagði Ellert. Það má horfa á allt viðtalið við hann hér fyrir ofan.
Subway-deild karla KR Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira