Viðskipti innlent

Árni Jón og Þorvaldur Jón til Advania

Atli Ísleifsson skrifar
Þorvaldur Jón Henningsson og Árni Jón Eggertsson eru nýir stjórnendur hjá rekstrarlausnum Advania.
Þorvaldur Jón Henningsson og Árni Jón Eggertsson eru nýir stjórnendur hjá rekstrarlausnum Advania. Advania/Jón Snær

Árni Jón Eggertsson hefur verið ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri á rekstrarlausnasviði Advania og Þorvaldur Jón Henningsson deildarstjóri mun leiða einingu innan rekstrarlausna sem fer meðal annars fyrir vöruþróun, sjálfvirknivæðingu, þjónustuvöktun og ferlum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Advania. Þar segir að Árni Jón sé hagfræðingur að mennt með áralanga reynslu úr upplýsingatæknigeiranum. 

„Hann starfaði áður sem aðstoðarframkvæmdastjóri skýja- og rekstrarlausna Opinna kerfa og þar á undan sem framkvæmdastjóri Reykjavík DC gagnaversins. Hann hefur einnig unnið hjá Skyggni, Skýrr og Íbúðalánasjóði,“ segir í tilkynningunni. 

Þá segir að Þorvaldur Jón deildarstjóri leiði nú einingu innan rekstrarlausna sem fari meðal annars fyrir vöruþróun, sjálfvirknivæðingu, þjónustuvöktun og ferlum. 

„Þorvaldur hefur rúmlega 20 ára stjórnunarreynslu úr upplýsingatækni og víðtæka stjórnunarreynslu á alþjóðavettvangi. Hann starfaði síðast sem forstöðumaður netöryggisþjónustu Deloitte í Belgíu. Þorvaldur er með meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands þar sem hann hefur jafnframt verið stundakennari undanfarin ár.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×