Segir að tími sinn sem stjóri City verði dæmdur út frá Meistaradeildinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. mars 2023 17:30 Pep Guardiola hefur enn ekki náð að vinna Meistaradeild Evrópu með Manchester City. Adam Davy/PA Images via Getty Images Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, segir að tími sinn sem þjálfari liðsins verði dæmdur út frá því hvort liðinu takist að vinna Meistaradeild Evrópu undir hans stjórn. Í stjóratíð Guardiola hefur City unnið ellefu titla síðan hann tók við liðinu árið 2016. Þar af hefur liðið orðið Englandsmeistari fimm sinnum og einu sinni hefur liðinu tekist að vinna ensku bikarkeppnina, FA-bikarinn. Þrátt fyrir að hafa verið eitt af allra bestu liðum Englands undanfarin ár hefur Manchester City ekki enn unnið Meistaradeild Evrópu. Liðið komst ansi nálægt því tímabilið 2020-2021 þegar City fór alla leið í úrslitaleikinn sjálfan, en þurfti að sætta sig við tap gegn Chelsea. „Þetta þýðir ekki að ég sé sammála því, en ég verð klárlega dæmdur út frá því,“ sagði Pep í dag, aðspurður að því hvort að hann yrði dæmdur út frá velgengni í Meistaradeildinni. „Fyrir minn fyrsta leik í Meistaradeildinni með liðið sagði fólk að ég væri mættur hingað til að vinna þessa keppni. Ég var pínu hissa, en ég tek því. Það er sama hvað ég geri mikið hérna því það er ekki að fara að breytast.“ "They asked me when I first arrived 'Are you here to win the Champions League?'"Pep Guardiola accepts that the demand is for Man City to win the #UCLpic.twitter.com/9rpX2NvTP4— The Sun - Man City (@SunManCity) March 13, 2023 Guardiola er nú á sínu sjöunda ári sem knattspyrnustjóri Manchester City og liðið er komið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Liðið tekur á móti RB Leipzig í seinni leik liðanna annað kvöld, en fyrri leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og hefst upphitun fyrir leikinn á slaginu klukkan 19:35. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Sjá meira
Í stjóratíð Guardiola hefur City unnið ellefu titla síðan hann tók við liðinu árið 2016. Þar af hefur liðið orðið Englandsmeistari fimm sinnum og einu sinni hefur liðinu tekist að vinna ensku bikarkeppnina, FA-bikarinn. Þrátt fyrir að hafa verið eitt af allra bestu liðum Englands undanfarin ár hefur Manchester City ekki enn unnið Meistaradeild Evrópu. Liðið komst ansi nálægt því tímabilið 2020-2021 þegar City fór alla leið í úrslitaleikinn sjálfan, en þurfti að sætta sig við tap gegn Chelsea. „Þetta þýðir ekki að ég sé sammála því, en ég verð klárlega dæmdur út frá því,“ sagði Pep í dag, aðspurður að því hvort að hann yrði dæmdur út frá velgengni í Meistaradeildinni. „Fyrir minn fyrsta leik í Meistaradeildinni með liðið sagði fólk að ég væri mættur hingað til að vinna þessa keppni. Ég var pínu hissa, en ég tek því. Það er sama hvað ég geri mikið hérna því það er ekki að fara að breytast.“ "They asked me when I first arrived 'Are you here to win the Champions League?'"Pep Guardiola accepts that the demand is for Man City to win the #UCLpic.twitter.com/9rpX2NvTP4— The Sun - Man City (@SunManCity) March 13, 2023 Guardiola er nú á sínu sjöunda ári sem knattspyrnustjóri Manchester City og liðið er komið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Liðið tekur á móti RB Leipzig í seinni leik liðanna annað kvöld, en fyrri leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og hefst upphitun fyrir leikinn á slaginu klukkan 19:35.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Sjá meira