Rykið dustað af gömlum frösum Natan Kolbeinsson skrifar 14. mars 2023 09:01 Þann 13. mars skrifaði 6. þingmaður Reykavíkurkjördæmis norður pistil þar sem hún þakkaði mér fyrir að dusta rykið af gömlum ESB greinum frá henni. Staðreyndin er samt sú að þrátt fyrir að andstæðingar aðildar hér á Íslandi halda ennþá fast í gamla orðræðu og gömul rök þá hefur Evrópusambandið gengið í gegnum miklar breytingar frá því aðildarviðræður fóru síðast fram. Í grein sinni fer þingmaðurinn um víðan völl og skrifar meðal annars um að engin þörf sé á að ræða þjóðaratkvæði um aðildarviðræður þar sem við kusum til Alþingis fyrir minna en tveimur árum. Lýðræðið innan ESB Evrópusambandið er langt um lýðræðislegasta alþjóðasamstarf mannkynssögunnar enda er þar þing kosið í almennum kosningum, framkvæmdastjórn sem starfar í umboði þingsins og ráðherraráð myndað af lýðræðislega kjörnum fulltrúum allra aðildarríkja. Það er rétt sem þingmaðurinn segir að innan ráðherraráðsins þurfa margir málaflokkar ekki einróma samþykki og þar ræður íbúafjöldi vissulega hvernig kosningar fara. Í sjávarútvegs og orkumálum, sem hún nefnir sérstaklega, þarf aukinn meirihluta fyrir samþykki. Sá meirihluti þarf að koma frá 55% aðildarríkja með 65% íbúa á bak við sig. Ótti hennar við það að lítil hópur stórra ríkja ráði þarna öllu er því algjörlega óþarfur. Evrópuþingið sem kosið er í almennum kosningum myndi tryggja okkur 6 þingmenn á þinginu. Það gerir 1 þingmann fyrir hverja 42.431 kjósenda á Íslandi en til samanburðar er Þýskaland með einn þingmann fyrir hverja 637.303 kjósendur svo við Íslendingar verðum með þingmannafjölda lang umfram íbúafjölda. Þar að auki mun Ísland fá eitt sæti í framkvæmdastjórn ESB sem er sami fjöldi og öll önnur aðildarríki fá. Ísland mun því hafa fulltrúa á öllum stigum og gott betur en það. Lítil ríki hafa líka fengið stór og valdamikil embætti innan sambandsins. Þar má til að mynda nefna forseta Evrópuþingsins, Roberta Metsola, sem kemur frá Möltu sem er í dag minnsta aðildarríki ESB. Varðandi losunarheimildir sem ég nefndi í fyrri grein minni sagði þingmaðurinn að hagsmunagæsla Íslands sé mikilvæg innan EES. Það er alveg rétt en þá hlýtur þingmaðurinn að vera sammála mér varðandi það að íslenska ríkið hefur brugðist í hagsmungæslu sinni með því að ná ekki að tryggja undanþágu Íslands frá losunarheimildum. Möltu tókst árið 2022 að fá undanþágur frá sumum þessara losunarheimilda svo þar sjáum við skýrt dæmi um það hvernig aðild er besta verkfærið í hagsmunagæslu ríkja. Við ákvörðunarborðið mun Ísland eiga sæti og vera með vægi langt umfram stærð. Við myndum ekki lengur standa frammi á gangi á meðan ákvarðanir um okkar hagsmuni eru teknar. Það þarf því enginn að óttast samstarfssamning ríkisstjórnar Þýskalands, líkt og þingmaðurinn minntist á. Þótt Þýskaland sé stórt þá ræður það ekki eitt síns liðs hvert sambandið stefnir. Þing og þjóð Fyrir einu og hálfu ári gegnum við til kosninga. Kosningar sem snerust um covid-aðgerðir, skuldasöfnun ríkissjóðs í landi tækifæranna, að það skiptir máli hverjir stjórna og nokkra fleiri hluti. Málefni sem var lítið sem ekkert rætt var möguleg aðild Íslands að Evrópusambandinu. Ég er sammála háttvirtum þingmanni að Evrópumálin eru mikilvæg en þau eru ekki það eina sem ræður atkvæðum kjósenda. Að nota þingkosningar sem mælikvarða fyrir því hvort Ísland vilji í ESB eða ekki er ofureinföldun á myndinni. Evrópusinnar óttast ekki umræðuna sagði ég í grein minni í síðustu viku og Evrópusinnar óttast ekki heldur að þjóðin fái að kjósa. Eina leiðin til að komast að því hvort hagsmunum okkar sé best borgið utan sambandsins eða innan er að þjóðin fái kjósa um aðildarviðræður. Ef þjóðin vill leyfa okkur að klára viðræðurnar þá getum við komist að því hvað okkur stendur nákvæmlega til boða. Höfundur er formaður Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Natan Kolbeinsson Evrópusambandið Reykjavík Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 13. mars skrifaði 6. þingmaður Reykavíkurkjördæmis norður pistil þar sem hún þakkaði mér fyrir að dusta rykið af gömlum ESB greinum frá henni. Staðreyndin er samt sú að þrátt fyrir að andstæðingar aðildar hér á Íslandi halda ennþá fast í gamla orðræðu og gömul rök þá hefur Evrópusambandið gengið í gegnum miklar breytingar frá því aðildarviðræður fóru síðast fram. Í grein sinni fer þingmaðurinn um víðan völl og skrifar meðal annars um að engin þörf sé á að ræða þjóðaratkvæði um aðildarviðræður þar sem við kusum til Alþingis fyrir minna en tveimur árum. Lýðræðið innan ESB Evrópusambandið er langt um lýðræðislegasta alþjóðasamstarf mannkynssögunnar enda er þar þing kosið í almennum kosningum, framkvæmdastjórn sem starfar í umboði þingsins og ráðherraráð myndað af lýðræðislega kjörnum fulltrúum allra aðildarríkja. Það er rétt sem þingmaðurinn segir að innan ráðherraráðsins þurfa margir málaflokkar ekki einróma samþykki og þar ræður íbúafjöldi vissulega hvernig kosningar fara. Í sjávarútvegs og orkumálum, sem hún nefnir sérstaklega, þarf aukinn meirihluta fyrir samþykki. Sá meirihluti þarf að koma frá 55% aðildarríkja með 65% íbúa á bak við sig. Ótti hennar við það að lítil hópur stórra ríkja ráði þarna öllu er því algjörlega óþarfur. Evrópuþingið sem kosið er í almennum kosningum myndi tryggja okkur 6 þingmenn á þinginu. Það gerir 1 þingmann fyrir hverja 42.431 kjósenda á Íslandi en til samanburðar er Þýskaland með einn þingmann fyrir hverja 637.303 kjósendur svo við Íslendingar verðum með þingmannafjölda lang umfram íbúafjölda. Þar að auki mun Ísland fá eitt sæti í framkvæmdastjórn ESB sem er sami fjöldi og öll önnur aðildarríki fá. Ísland mun því hafa fulltrúa á öllum stigum og gott betur en það. Lítil ríki hafa líka fengið stór og valdamikil embætti innan sambandsins. Þar má til að mynda nefna forseta Evrópuþingsins, Roberta Metsola, sem kemur frá Möltu sem er í dag minnsta aðildarríki ESB. Varðandi losunarheimildir sem ég nefndi í fyrri grein minni sagði þingmaðurinn að hagsmunagæsla Íslands sé mikilvæg innan EES. Það er alveg rétt en þá hlýtur þingmaðurinn að vera sammála mér varðandi það að íslenska ríkið hefur brugðist í hagsmungæslu sinni með því að ná ekki að tryggja undanþágu Íslands frá losunarheimildum. Möltu tókst árið 2022 að fá undanþágur frá sumum þessara losunarheimilda svo þar sjáum við skýrt dæmi um það hvernig aðild er besta verkfærið í hagsmunagæslu ríkja. Við ákvörðunarborðið mun Ísland eiga sæti og vera með vægi langt umfram stærð. Við myndum ekki lengur standa frammi á gangi á meðan ákvarðanir um okkar hagsmuni eru teknar. Það þarf því enginn að óttast samstarfssamning ríkisstjórnar Þýskalands, líkt og þingmaðurinn minntist á. Þótt Þýskaland sé stórt þá ræður það ekki eitt síns liðs hvert sambandið stefnir. Þing og þjóð Fyrir einu og hálfu ári gegnum við til kosninga. Kosningar sem snerust um covid-aðgerðir, skuldasöfnun ríkissjóðs í landi tækifæranna, að það skiptir máli hverjir stjórna og nokkra fleiri hluti. Málefni sem var lítið sem ekkert rætt var möguleg aðild Íslands að Evrópusambandinu. Ég er sammála háttvirtum þingmanni að Evrópumálin eru mikilvæg en þau eru ekki það eina sem ræður atkvæðum kjósenda. Að nota þingkosningar sem mælikvarða fyrir því hvort Ísland vilji í ESB eða ekki er ofureinföldun á myndinni. Evrópusinnar óttast ekki umræðuna sagði ég í grein minni í síðustu viku og Evrópusinnar óttast ekki heldur að þjóðin fái að kjósa. Eina leiðin til að komast að því hvort hagsmunum okkar sé best borgið utan sambandsins eða innan er að þjóðin fái kjósa um aðildarviðræður. Ef þjóðin vill leyfa okkur að klára viðræðurnar þá getum við komist að því hvað okkur stendur nákvæmlega til boða. Höfundur er formaður Viðreisnar í Reykjavík.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun