Viðskipti innlent

Anna nýr fram­kvæmda­stjóri Marel í Norður-Ameríku

Bjarki Sigurðsson skrifar
Anna Kristín Pálsdóttir er nýr framkvæmdastjóri Marel í Norður-Ameríku.
Anna Kristín Pálsdóttir er nýr framkvæmdastjóri Marel í Norður-Ameríku. Marel

Anna Kristín Pálsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Marels í Norður-Ameríku. Hún er einnig framkvæmdastjóri nýsköpunar og þróunar hjá fyrirtækinu og mun gegna báðum störfum samhliða. 

Frá því að Anna hóf störf hjá Marel árið 2015 hefur hún gegnt ýmsum stjórnunarstörfum. Hún er með B.Sc.-gráðu í verkfræðistjórnun frá Háskólanum í Reykjavík og M.Sc.-gráðu í Global Production Engineering frá Tækniháskólanum í Berlín.

„Norður-Ameríkumarkaðurinn er mjög kraftmikill og opinn fyrir breytingum ásamt því að vera heimamarkaður nokkurra af okkar stærstu viðskiptavinum. Til þess að nýta þessi tækifæri til fullnustu og ná metnaðarfullum vaxtaráætlunum okkar þurfum við að halda áfram að þróast og efla jákvæða upplifun viðskiptavina enn frekar – eitthvað sem ég hlakka mikið til að gera ásamt frábæru teymi sem starfar í Norður-Ameríku,“ er haft eftir Önnu Kristínu í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×