Tveir látnir í Kanada eftir að ekið var á gangandi vegfarendur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. mars 2023 07:22 Rannsókn lögreglu snýr meðal annars að því hvort maðurinn ók viljandi á fólkið. AP/CTV News Tveir menn eru látnir og níu særðir eftir að pallbíl var ekið á gangandi vegfarendur í bænum Amqui, norður af borginni Quebec, í Kanada. Lögregla hefur handtekið 38 ára ökumann bifreiðarinnar og verið er að rannsaka hvort hann ók viljandi á fólkið. „Allt bendir til þess að þetta sé einangrað tilvik,“ sagði Helene St Pierre, talsmaður lögreglunnar í Quebec, í samtali við fjölmiðla. „Það er engin hætta á ferð og aðeins einn grunaður.“ Guardian hefur eftir lögreglu að manninum sé haldið á lögreglustöð í bænum og að hann sé að ræða við lögregluþjóna. Látnu voru karlmenn á sjötugs- og áttræðisaldri. Ástand tveggja hinna slösuðu er alvarlegt en á meðal þeirra voru þrjú börn. Til stendur að flytja særðu til Quebec. Atvikið átti sér stað eftir klukkan 15 í gær, að staðartíma. Að sögn vitna var bifreiðinni ekið á nokkra gangandi vegfarendur og hélt síðan áfram 400 til 500 metra og á nokkra til viðbótar. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, tísti um málið í gær og sagði hug sinn hjá þeim sem ættu um sárt að binda. Þá þakkaði hann viðbragðsaðilum. My heart is with the people of Amqui, Quebec today. As we learn more about the tragic events that have taken place, I m keeping everyone affected in my thoughts. And to the first responders: Thank you for acting quickly, courageously, and professionally.— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) March 13, 2023 Kanada Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Sjá meira
„Allt bendir til þess að þetta sé einangrað tilvik,“ sagði Helene St Pierre, talsmaður lögreglunnar í Quebec, í samtali við fjölmiðla. „Það er engin hætta á ferð og aðeins einn grunaður.“ Guardian hefur eftir lögreglu að manninum sé haldið á lögreglustöð í bænum og að hann sé að ræða við lögregluþjóna. Látnu voru karlmenn á sjötugs- og áttræðisaldri. Ástand tveggja hinna slösuðu er alvarlegt en á meðal þeirra voru þrjú börn. Til stendur að flytja særðu til Quebec. Atvikið átti sér stað eftir klukkan 15 í gær, að staðartíma. Að sögn vitna var bifreiðinni ekið á nokkra gangandi vegfarendur og hélt síðan áfram 400 til 500 metra og á nokkra til viðbótar. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, tísti um málið í gær og sagði hug sinn hjá þeim sem ættu um sárt að binda. Þá þakkaði hann viðbragðsaðilum. My heart is with the people of Amqui, Quebec today. As we learn more about the tragic events that have taken place, I m keeping everyone affected in my thoughts. And to the first responders: Thank you for acting quickly, courageously, and professionally.— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) March 13, 2023
Kanada Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Sjá meira