Aukið eftirlit í kjölfar morðmáls árið 2017 loks á teikniborðinu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 14. mars 2023 13:01 Ásgeir segir myndavélar gegna afar mikilvægu hlutverki og þær eigi stóran þátt í að upplýsa fjölmörg mál. Hins vegar séu alltof mörg svæði í miðborginni sem eru ekkert vöktuð. Vísir/Vilhelm Í kjölfar morðsins á Birnu Brjánsdóttur árið 2017 var sett af stað vinna við að teikna upp öflugra öryggismyndavélakerfi í miðborg Reykjavíkur. Að sögn aðstoðarlögreglustjóra lognaðist verkefnið út af þegar heimsfaraldur skall á. Nú hefur verkefnið verið sett af stað á ný í kjölfar leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fer hér á landi í maí. Líkt og greint var frá í morgun gera yfirvöld ráð fyrir að áhættumat Ríkislögreglustjóra verði hækkað í hæsta stig í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík dagana 16. til 17. maí næstkomandi. Borgarráð samþykkti í síðustu viku samkomulag um verklag og forgangsröðun við kaup, uppsetningu og rekstur á öryggismyndavélakerfi í miðborg Reykjavíkur. Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að óhætt sé að halda því fram að „fundurinn hafi sparkað lögreglu aðeins af stað með þetta verkefni sem var í dvala.“ Harpa og hafnarsvæðið þar í kring er á meðal svæða sem eru ekkert vöktuð með myndavélum í miðborg Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm „Þetta verkefni hefur verið í gangi núna í ætli það sé ekki á fimmta ár, það var löngu komið í gang fyrir covid. En svo lognaðist sú vinna út af þegar heimsfaraldurinn dundi á okkur. Það var bara svo margt sem þurfti að koma af stað aftur að þetta hefur farist fyrir.“ segir Ásgeir. Fjölmörg svæði óvöktuð Ásgeir segir myndavélar gegna afar mikilvægu hlutverki og þær eigi stóran þátt í að upplýsa fjölmörg mál. Hins vegar séu alltof mörg svæði sem eru ekkert vöktuð. „Til dæmis er Lækjargatan meira og minna ekki vöktuð. Hafnartorgið er náttúrulega nýtt og þar er engin vöktun.“ Ekkert þarna í nýju húsunum við Landsbankann, Edition hótelið og þessi nýju hús út að Hörpunni, það er engin vöktun þar. Verkefnið teiknað upp í kjölfar morðsins á Birnu Brjánsdóttur Eins og Ásgeir tók fram var verkefnið teiknað upp fyrir fjórum árum síðan. Það var gert í kjölfar hvarfsins og morðsins á Birnu Brjánsdóttur árið 2017. „Þá var gagnrýnt að myndavélakerfi lögreglunnar eða myndavélakerfin í miðbænum væri ekki nægilega gott og væri götótt. Það var eftir það sem þessi vinna fór af stað, teiknun á svæðum sem við sáum ekki.“ Ásgeir segir að í því tilfelli hafi sérstaklega skort myndavélar sem lesa bílnúmer. Enn í dag eru engar slíkar myndavélar í miðborg Reykjavíkur heldur aðeins á mörkum Reykjavíkur og sveitarfélaganna í kring. Það stendur nú loks til bóta. Reykjavík Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Líkt og greint var frá í morgun gera yfirvöld ráð fyrir að áhættumat Ríkislögreglustjóra verði hækkað í hæsta stig í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík dagana 16. til 17. maí næstkomandi. Borgarráð samþykkti í síðustu viku samkomulag um verklag og forgangsröðun við kaup, uppsetningu og rekstur á öryggismyndavélakerfi í miðborg Reykjavíkur. Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að óhætt sé að halda því fram að „fundurinn hafi sparkað lögreglu aðeins af stað með þetta verkefni sem var í dvala.“ Harpa og hafnarsvæðið þar í kring er á meðal svæða sem eru ekkert vöktuð með myndavélum í miðborg Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm „Þetta verkefni hefur verið í gangi núna í ætli það sé ekki á fimmta ár, það var löngu komið í gang fyrir covid. En svo lognaðist sú vinna út af þegar heimsfaraldurinn dundi á okkur. Það var bara svo margt sem þurfti að koma af stað aftur að þetta hefur farist fyrir.“ segir Ásgeir. Fjölmörg svæði óvöktuð Ásgeir segir myndavélar gegna afar mikilvægu hlutverki og þær eigi stóran þátt í að upplýsa fjölmörg mál. Hins vegar séu alltof mörg svæði sem eru ekkert vöktuð. „Til dæmis er Lækjargatan meira og minna ekki vöktuð. Hafnartorgið er náttúrulega nýtt og þar er engin vöktun.“ Ekkert þarna í nýju húsunum við Landsbankann, Edition hótelið og þessi nýju hús út að Hörpunni, það er engin vöktun þar. Verkefnið teiknað upp í kjölfar morðsins á Birnu Brjánsdóttur Eins og Ásgeir tók fram var verkefnið teiknað upp fyrir fjórum árum síðan. Það var gert í kjölfar hvarfsins og morðsins á Birnu Brjánsdóttur árið 2017. „Þá var gagnrýnt að myndavélakerfi lögreglunnar eða myndavélakerfin í miðbænum væri ekki nægilega gott og væri götótt. Það var eftir það sem þessi vinna fór af stað, teiknun á svæðum sem við sáum ekki.“ Ásgeir segir að í því tilfelli hafi sérstaklega skort myndavélar sem lesa bílnúmer. Enn í dag eru engar slíkar myndavélar í miðborg Reykjavíkur heldur aðeins á mörkum Reykjavíkur og sveitarfélaganna í kring. Það stendur nú loks til bóta.
Reykjavík Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira