Hinn 23 ára gamli Morant er meðal efnilegustu leikmanna NBA-deildarinnar en hegðun hans undanfarnar vikur leiddi til þess að Memphis ákvað að senda leikmanninn í ótímabundið leyfi.
Hann hefði sést veifa skotvopnum á samfélagsmiðlum, hótað öryggisverði í verslunarmiðstöð og sagður hafa kýlt ungmenni. NBA-deildin hóf þegar rannsókn á málinu þar sem fram kom að ef hann hefði verið með skotvopnið inn á yfirráðasvæði félagsins - flugvél, æfingar- eða keppnisaðstöðu - þá yrði hann dæmdur í 50 leikja bann.
Deildin komst fljótlega að því að ekki væri hægt að sanna eða sýna fram á að Morant hefði gerst sekur um að bera skotvopn á yfirráðasvæði félagsins. Hann er því ekki á leiðinni í 50 leikja bann en það hefur verið staðfest að leikmaðurinn hafi skráð sig á meðferðarheimili í Flórída og að hann verði frá keppni um ókominn tíma.
An update on Ja Morant, via @wojespn and @espn_macmahon. pic.twitter.com/eceM7xcF7Z
— ESPN (@espn) March 14, 2023
Memphis er sem stendur í 2. sæti Vesturdeildar og hefur unnið þrjá leiki í röð eftir þrjú töp þar á undan. Það er samt sem áður ljóst að liðið er ekki jafn gott án Morant og mun þátttaka hans hafa stór áhrif á hversu langt liðið kemst í úrslitakeppninni.