Við fjöllum ítarlega um þennan sögulega fund ráðherra okkar í Kænugarði í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.
Þá förum við yfir stöðu efnahagsmála en fjármálaráðherra segir eftirlit með bankakerfinu mun meira nú en áður. Stöðugleiki bankanna hefur verið í brennidepli eftir fall tveggja slíkra vestanhafs.
Mildi þykir að ekki fór verr þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum, keyrði á sjö bíla og hafnaði að endingu á rúðu á hárgreiðslustofu í Álfheimum í Reykjavík í dag. Glerbrotum rigndi yfir starfsfólk og viðskiptavini stofunnar sem var verulega brugðið.
Þá greinum við frá fyrirhuguðum áformum um stórfellda fjölgun eftirlitsmyndavéla í borginni. Borgarfulltrúi segir fyrirætlanirnar hættulegt skref og frelsisskerðingu. Loks heyrum við í sérfræðingi hjá skattinum í beinni útsendingu en nú fer hver að verða síðastur að skila skattframtali - kvöldið í kvöld er síðasti séns.