FIFA hafði íhugað að bjóða upp á tólf þriggja þjóða riðla á HM 2026 en nú hefur verið ákveðið að það verði fjórar þjóðir í hverjum riðli. Og riðlarnir verða áfram tólf talsins. Það þýðir að alls verða 48 þjóðir á mótinu.
Þýðir þetta að það bætast 40 leikir við þá 64 sem voru á HM í Katar undir lok síðasta árs. Lið sem komast alla leið í úrslit munu því spila átta leiki frekar en sjö eins og Argentína og Frakkland gerðu í Katar. Það vekur athygli mótið mun áfram fara fram innan sama tímaramma og það hefur gert síðan 2010.
FIFA approves World Cup format for 2026:
— B/R Football (@brfootball) March 14, 2023
104 games
48 teams
12 groups of 4, 3 games played
8 maximum games (up from 7)
Top 2 teams in each group plus 8 best 3rd-placed sides advance pic.twitter.com/2uHLLOC7Eo
Með þessum breytingum vonast FIFA til að ná inn meira en níu milljörðum punda í tekjur. Samsvarar það rúmum 1500 milljörðum íslenskra króna.