Fönguðu dauðateygjur verðandi sprengistjörnu Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2023 21:55 Myndin James Webb af WR 124 var ein af þeim fyrstu sem sjónaukinn náði eftir að hann var tekinn í notkun í júní 2022. NASA, ESA, CSA, STScI, Webb ERO Production Team Innrautt auga James Webb-geimsjónaukans náði mynd af sjaldséðri og skammlífri tegund risavaxinnar stjörnu í dauðateygjunum. Athuganir sjónaukans veita stjörnufræðingum í fyrsta skipti tækifæri til að fræðast meira um geimryk sem leikur lykilhlutverk í þróun alheimsins. Stjarnan sem James Webb myndaði er svonefnd Wolf-Rayet-stjarna. Það eru einar björtustu, massamestu og skammlífustu stjörnur alheimsins. Wolf Rayet eru stjörnur sem eru margfalt massameiri en sólin okkar og eru í miðjum klíðum við að kasta af sé ystu lögum sínum sem er alla jafna undanfari þess að þær verði að sprengistjörnum. Utan um kjarna stjörnunnar Wolf-Rayet 124 (WR 124) er víðáttumikill baugur gass og ryks sem líkist fjólubláu blómi á mynd sjónaukans. Stjarnan er í stjörnumerkinu Bogmanninum í um 15.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni, að því er segir í tilkynningu á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. WR 124 er þrjátíu sinnum massameiri en sólin okkar en hún hefur nú þegar varpað af sér efni sem dygði í tíu stjörnur á stærð við sólina. Þegar gasið úr ytri lögum hennar fjarlægist stjörnuna kólnar það og myndar geimryk sem gefur frá sér innrautt ljós sem James Webb nemur. Myndirnar þykja einstakar þar sem aðeins sumar risastjörnur ganga í gegnum Wolf-Rayet-tímabil áður en þær enda daga sína sem sprengistjörnur. Tímabilið gengur einnig hratt yfir í stjarnfræðilegu samhengi. Hugsanlegt er talið að massamestu Wolf-Rayet-stjörnurnar hrynji saman og myndi svarthol, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum um fyrirbærið. „Við höfum aldrei séð þetta á þennan hátt áður,“ segir Macarena García Marín, vísindamaður við evrópsku geimstofnunina (ESA), við AP-fréttastofuna. Mynd Hubble-geimsjónaukans í sýnilegu ljósi af WR 124 sem var birt árið 2015. Stjarnan sést þar í miðju glóandi gassins sem þeytist út í geim á meira en 150.000 kílómetra hraða á klukkustund.ESA/Hubble og NASA Komnir með tól til að mæla byggingarefni alheimsins Geimrykið sem Wolf-Rayet-stjörnur gefa frá sér vekja sérstakan áhuga stjörnufræðinga og tilkoma James Webb, sem var skotið á loft undir lok árs 2021, opnar þeim nýja heima í rannsóknum á því. Slíkt ryk leikur lykilhlutverk í alheiminum, meðal annars við myndun stjarna, sólkerfa og sameinda. Best er að rannsaka það í innrauðu ljósi. Stjörnufræðingum leikur meðal annars forvitni á að vita hversu mikið af geimryki sem Wolf-Rayet-stjörnur gefa frá sér lifa af sprengistjörnuna. Áður en James Webb kom til sögunnar skorti þá tækin til þess að gera þær mælingar sem þarf til. Vopnaðir sjónaukanum vonast þeir til þess að geta útskýrt hvers vegna meira sé af geimryki í alheiminum en núverandi tilgátur þeirra um tilurð ryksins gefa tilefni til að ætla. WR 124 getur einnig hjálpað vísindamönnum að skilja hvað gekk á snemma í sögu alheimsins þegar svipaðar stjörnur sprungu og slepptu í fyrsta skipti þyngri frumefnum sem urðu til í kjarna þeirra lausum. Þyngri frumefnin urðu efniviðurinn í fyrstu reikistjörnurnar og á endanum að lífi á jörðinni. Geimurinn James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Stjarnan sem James Webb myndaði er svonefnd Wolf-Rayet-stjarna. Það eru einar björtustu, massamestu og skammlífustu stjörnur alheimsins. Wolf Rayet eru stjörnur sem eru margfalt massameiri en sólin okkar og eru í miðjum klíðum við að kasta af sé ystu lögum sínum sem er alla jafna undanfari þess að þær verði að sprengistjörnum. Utan um kjarna stjörnunnar Wolf-Rayet 124 (WR 124) er víðáttumikill baugur gass og ryks sem líkist fjólubláu blómi á mynd sjónaukans. Stjarnan er í stjörnumerkinu Bogmanninum í um 15.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni, að því er segir í tilkynningu á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. WR 124 er þrjátíu sinnum massameiri en sólin okkar en hún hefur nú þegar varpað af sér efni sem dygði í tíu stjörnur á stærð við sólina. Þegar gasið úr ytri lögum hennar fjarlægist stjörnuna kólnar það og myndar geimryk sem gefur frá sér innrautt ljós sem James Webb nemur. Myndirnar þykja einstakar þar sem aðeins sumar risastjörnur ganga í gegnum Wolf-Rayet-tímabil áður en þær enda daga sína sem sprengistjörnur. Tímabilið gengur einnig hratt yfir í stjarnfræðilegu samhengi. Hugsanlegt er talið að massamestu Wolf-Rayet-stjörnurnar hrynji saman og myndi svarthol, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum um fyrirbærið. „Við höfum aldrei séð þetta á þennan hátt áður,“ segir Macarena García Marín, vísindamaður við evrópsku geimstofnunina (ESA), við AP-fréttastofuna. Mynd Hubble-geimsjónaukans í sýnilegu ljósi af WR 124 sem var birt árið 2015. Stjarnan sést þar í miðju glóandi gassins sem þeytist út í geim á meira en 150.000 kílómetra hraða á klukkustund.ESA/Hubble og NASA Komnir með tól til að mæla byggingarefni alheimsins Geimrykið sem Wolf-Rayet-stjörnur gefa frá sér vekja sérstakan áhuga stjörnufræðinga og tilkoma James Webb, sem var skotið á loft undir lok árs 2021, opnar þeim nýja heima í rannsóknum á því. Slíkt ryk leikur lykilhlutverk í alheiminum, meðal annars við myndun stjarna, sólkerfa og sameinda. Best er að rannsaka það í innrauðu ljósi. Stjörnufræðingum leikur meðal annars forvitni á að vita hversu mikið af geimryki sem Wolf-Rayet-stjörnur gefa frá sér lifa af sprengistjörnuna. Áður en James Webb kom til sögunnar skorti þá tækin til þess að gera þær mælingar sem þarf til. Vopnaðir sjónaukanum vonast þeir til þess að geta útskýrt hvers vegna meira sé af geimryki í alheiminum en núverandi tilgátur þeirra um tilurð ryksins gefa tilefni til að ætla. WR 124 getur einnig hjálpað vísindamönnum að skilja hvað gekk á snemma í sögu alheimsins þegar svipaðar stjörnur sprungu og slepptu í fyrsta skipti þyngri frumefnum sem urðu til í kjarna þeirra lausum. Þyngri frumefnin urðu efniviðurinn í fyrstu reikistjörnurnar og á endanum að lífi á jörðinni.
Geimurinn James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira