Oklahoma að valda Lakers og Dallas vandræðum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. mars 2023 16:01 Shai Gilgeous-Alexander og félagar í Oklahoma City Thunder ætla sér í úrslitakeppnina. Alex Goodlett/Getty Images Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Milwaukee Bucks lagði Kevin Durant-laust lið Phoenix Suns nokkuð þægilega. Los Angeles Lakers sneri aftur á sigurbraut og þá vann Oklahoma City Thunder góðan endurkomusigur á Brooklyn Nets. Sá sigur lagði stein í götu Dallas Mavericks sem og Lakers. Nets var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var tíu stigum yfir, staðan 62-52. Í þriðja leikhluta fór allt á flug hjá Thunder sem vann á endanum leikinn 121-107. Þeirra sjötti sigur í síðustu sjö leikjum. Eins og svo oft áður var Shai Gilgeous-Alexander þeirra stigahæsti maður en hann skoraði 35 stig í nótt. Josh Giddey bauð hins vegar upp á þrefalda tvennu. Hann skoraði 15 stig, tók 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Another night, another SGA 30 piece 35 PTS7 REB4 ASTW pic.twitter.com/56COcyYgMb— NBA (@NBA) March 15, 2023 Sigur, og sigrar OKC, að undanförnu eru ekki góðar fréttir fyrir Dallas og Lakers. Baráttan um sæti í úrslitakeppni Vesturdeildar er hörð og sem stendur hafa öll þrjú liðin unnið 34 leiki og tapað 35. OKC er hins vegar í 8. sæti á meðan hin tvö reka lestina vegna innbyrðisviðureigna. Dallas og Lakers höfðu gert sér vonir um að sleppa við að fara í umspilið og komast beint í úrslitakeppnina en til að það gangi eftir þarf Lakers að halda áfram að vinna leiki – liðið hefur unnið 7 af síðustu 10 – og Dallas þarf að snúa gengi sínu við hratt – liðið hefur unnið 3 af síðustu 10. Eftir að tapa fyrir New York Knicks í síðustu umferð þá vann Los Angeles Lakers 15 stiga sigur á New Orleans Pelicans í nótt, lokatölur 123-108. Lakers lagði grunninn að frábærum sigri með ótrúlegum fyrri hálfleik en munurinn var 35 stig þegar liðin gengu til búningsherbergja. Sjálfkrafa slakaði liðið ef til vill full mikið á klónni í síðari hálfleik. Anthony Davis var stigahæstur í liði Lakers með 35 stig ásamt því að taka 17 fráköst. Malik Beasley skoraði 24 stig. Í liði Pelicans voru þrír leikmenn með 20 stig eða meira: Trey Murphy III og Herb Jones skoruðu 20 á meðan Brandon Ingram var stigahæstur með 22 stig. Anthony Davis. Dominant. 35 points17 reboundsWFor more, download the NBA app: https://t.co/EfGWQh0QrC pic.twitter.com/mSIi6Jlwg7— NBA (@NBA) March 15, 2023 Giannis Antetokounmpo skoraði 36 stig og tók 11 fráköst þegar Bucks vann tólf stiga sigur á Suns í nótt, lokatölur 116-104. Brook Lopez skoraði 21 stig og tók 10 fráköst í liði Bucks á meðan Devin Booker var stigahæstur hjá Suns með 30 stig. Bucks eru áfram á toppnum í Austrinu og gætu nú tapað öllum þeim leikjum sem eftir eru í deildarkeppninni en samt komist í úrslitakeppnina. Suns virðast hins vegar á hraðri leið niður töfluna í Vestrinu með þessu áframhaldi. Giannis tonight 36 points11 rebounds8 assistsBucks get their 50th win and secure a spot in the #NBAPlayoffs. pic.twitter.com/npK3oKsxZi— NBA (@NBA) March 15, 2023 Fred VanVleet skoraði 36 stig þegar Toronto Raptors skelltu Nikola Jokić og félögum í Denver Nuggets, 125-110. Jokić skoraði 28 stig, tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Önnur úrslit Washington Wizards 117-97 Detroit PistonsPortland Trail Blazers 107-123 New York KnicksSan Antonio Spurs 132-114 Orlando MagicCharlotte Hornets 104-120 Cleveland Cavaliers 50 wins and an #NBAPlayoffs spot for the Bucks.Tuesday night's updated standings are here. https://t.co/02ml5YIBRq pic.twitter.com/Hb1gTJ29yv— NBA (@NBA) March 15, 2023 Körfubolti NBA Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Sjá meira
Nets var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var tíu stigum yfir, staðan 62-52. Í þriðja leikhluta fór allt á flug hjá Thunder sem vann á endanum leikinn 121-107. Þeirra sjötti sigur í síðustu sjö leikjum. Eins og svo oft áður var Shai Gilgeous-Alexander þeirra stigahæsti maður en hann skoraði 35 stig í nótt. Josh Giddey bauð hins vegar upp á þrefalda tvennu. Hann skoraði 15 stig, tók 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Another night, another SGA 30 piece 35 PTS7 REB4 ASTW pic.twitter.com/56COcyYgMb— NBA (@NBA) March 15, 2023 Sigur, og sigrar OKC, að undanförnu eru ekki góðar fréttir fyrir Dallas og Lakers. Baráttan um sæti í úrslitakeppni Vesturdeildar er hörð og sem stendur hafa öll þrjú liðin unnið 34 leiki og tapað 35. OKC er hins vegar í 8. sæti á meðan hin tvö reka lestina vegna innbyrðisviðureigna. Dallas og Lakers höfðu gert sér vonir um að sleppa við að fara í umspilið og komast beint í úrslitakeppnina en til að það gangi eftir þarf Lakers að halda áfram að vinna leiki – liðið hefur unnið 7 af síðustu 10 – og Dallas þarf að snúa gengi sínu við hratt – liðið hefur unnið 3 af síðustu 10. Eftir að tapa fyrir New York Knicks í síðustu umferð þá vann Los Angeles Lakers 15 stiga sigur á New Orleans Pelicans í nótt, lokatölur 123-108. Lakers lagði grunninn að frábærum sigri með ótrúlegum fyrri hálfleik en munurinn var 35 stig þegar liðin gengu til búningsherbergja. Sjálfkrafa slakaði liðið ef til vill full mikið á klónni í síðari hálfleik. Anthony Davis var stigahæstur í liði Lakers með 35 stig ásamt því að taka 17 fráköst. Malik Beasley skoraði 24 stig. Í liði Pelicans voru þrír leikmenn með 20 stig eða meira: Trey Murphy III og Herb Jones skoruðu 20 á meðan Brandon Ingram var stigahæstur með 22 stig. Anthony Davis. Dominant. 35 points17 reboundsWFor more, download the NBA app: https://t.co/EfGWQh0QrC pic.twitter.com/mSIi6Jlwg7— NBA (@NBA) March 15, 2023 Giannis Antetokounmpo skoraði 36 stig og tók 11 fráköst þegar Bucks vann tólf stiga sigur á Suns í nótt, lokatölur 116-104. Brook Lopez skoraði 21 stig og tók 10 fráköst í liði Bucks á meðan Devin Booker var stigahæstur hjá Suns með 30 stig. Bucks eru áfram á toppnum í Austrinu og gætu nú tapað öllum þeim leikjum sem eftir eru í deildarkeppninni en samt komist í úrslitakeppnina. Suns virðast hins vegar á hraðri leið niður töfluna í Vestrinu með þessu áframhaldi. Giannis tonight 36 points11 rebounds8 assistsBucks get their 50th win and secure a spot in the #NBAPlayoffs. pic.twitter.com/npK3oKsxZi— NBA (@NBA) March 15, 2023 Fred VanVleet skoraði 36 stig þegar Toronto Raptors skelltu Nikola Jokić og félögum í Denver Nuggets, 125-110. Jokić skoraði 28 stig, tók 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Önnur úrslit Washington Wizards 117-97 Detroit PistonsPortland Trail Blazers 107-123 New York KnicksSan Antonio Spurs 132-114 Orlando MagicCharlotte Hornets 104-120 Cleveland Cavaliers 50 wins and an #NBAPlayoffs spot for the Bucks.Tuesday night's updated standings are here. https://t.co/02ml5YIBRq pic.twitter.com/Hb1gTJ29yv— NBA (@NBA) March 15, 2023
Körfubolti NBA Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Sjá meira