Kosningum til formanns VR lýkur í dag Bjarki Sigurðsson skrifar 15. mars 2023 09:07 Ragnar Þór Ingólfsson og Elva Hrönn Hjartardóttir sækjast eftir því að verða formenn VR næstu tvö árin. vísir/vilhelm Kosningum til formanns stéttarfélagsins VR lýkur í dag á hádegi. Tvö eru í framboði, Ragnar Þór Ingólfsson, núverandi formaður, og Elva Hrönn Hjartardóttir, starfsmaður VR. Úrslitin verða tilkynnt upp úr klukkan eitt í dag. Ragnar hefur verið formaður félagsins síðan árið 2017. Hann fékk einnig mótframboð árið 2021 þegar Helga Guðrún Jónasdóttir bauð sig fram á móti honum. Hlaut Ragnar þá 63 prósent atkvæða en Helga Guðrún 34,4 prósent. Ragnar Þór var sjálfkjörinn án mótframboðs árið 2019. Elva Hrönn hefur starfað hjá VR síðan árið 2019 eftir að hafa starfað hjá auglýsingastofunni Sahara. Þá hefur hún gegnt embætti trúnaðarmanns innan félagsins. Ragnar og Elva mættust í Pallborðinu hér á Vísi í síðustu viku, daginn áður en kosningin hófst. Þau greindi á um samstarf við önnur verkalýðsfélög og stöðu félagsins innan Alþýðusambandsins. Kallaði Elva eftir því að formaður VR hefði áhuga á fleiri málefnum. „Því það sem hann brennur fyrir fær vissulega eitthvað brautargengi. Að sama skapi ef hann minnist ekki á önnur málefni er voðalega lítið rætt um þau nema í einhvern ákveðinn tíma,“ sagði Elva Hrönn meðal annars. Til að mynda ætti það við um málefni ungs fólks, útlendinga og jafnréttismál. Klippa: Samstaða og sundrung Ragnar sagðist hafa unnið að fjölda verkefna sem ekki fengju athygli í fjölmiðlum, til að mynda við húsnæðismál ungs fólks með tilurð hlutdeildarlána. „Við höfum svo sannarlega verið að beita okkur fyrir þessa hópa sem eru hvað viðkvæmastir. Eru að lenda í því að fá tugþúsunda hækkanir á leigu. Við hótuðum því til dæmis að taka alla sjóði VR út úr Kviku banka, sem var þá nýbúinn að taka yfir Gamma sem þá átti Almenna leigufélagið. Sem varð til þess að allar hækkanir voru dregnar til baka og fólki varð boðinn langtíma samningur og meiri stöðugleiki,“ sagði Ragnar Þór. Einnig er kosið í stjórn félagsins en alls eru sextán manns í framboði. Sjö manns fá sæti í stjórninni og þrír verða varamenn. Í framboði eru: Árni Konráð Árnason Gabríel Benjamin Halla Gunnarsdóttir Helga Ingólfsdóttir Jennifer Schröder Jóhanna Gunnarsdóttir Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir Nökkvi Harðarson Ólafur Reimar Gunnarsson Sigríður Hallgrímsdóttir Sigurður Sigfússon Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir Vala Ólöf Kristinsdóttir Þorsteinn Þórólfsson Þórir Hilmarsson Ævar Þór Magnússon Kosningunni lýkur klukkan 12 í dag og rúmum klukkutíma síðar verða frambjóðendur boðaðir á fund með kjörstjórn þar sem úrslitin verða tilkynnt. Stéttarfélög Tengdar fréttir Leggur áherslu á mál sem formaður VR hafi sýnt lítinn áhuga Elva Hrönn Hjartardóttir sem býður sig fram til formennsku í VR gegn Ragari Þór Ingólfssyni sitjandi formanni segir félagið verða að taka á málum sem formaðurinn hafi sýnt lítinn áhuga. Formanns- og stjórnarkjör hefst í VR, fjölmennasta verkalýðsfélagi landsins, í fyrramálið og liggja niðurstöður fyrir á hádegi á miðvikudag eftir viku. 7. mars 2023 20:01 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Sjá meira
Ragnar hefur verið formaður félagsins síðan árið 2017. Hann fékk einnig mótframboð árið 2021 þegar Helga Guðrún Jónasdóttir bauð sig fram á móti honum. Hlaut Ragnar þá 63 prósent atkvæða en Helga Guðrún 34,4 prósent. Ragnar Þór var sjálfkjörinn án mótframboðs árið 2019. Elva Hrönn hefur starfað hjá VR síðan árið 2019 eftir að hafa starfað hjá auglýsingastofunni Sahara. Þá hefur hún gegnt embætti trúnaðarmanns innan félagsins. Ragnar og Elva mættust í Pallborðinu hér á Vísi í síðustu viku, daginn áður en kosningin hófst. Þau greindi á um samstarf við önnur verkalýðsfélög og stöðu félagsins innan Alþýðusambandsins. Kallaði Elva eftir því að formaður VR hefði áhuga á fleiri málefnum. „Því það sem hann brennur fyrir fær vissulega eitthvað brautargengi. Að sama skapi ef hann minnist ekki á önnur málefni er voðalega lítið rætt um þau nema í einhvern ákveðinn tíma,“ sagði Elva Hrönn meðal annars. Til að mynda ætti það við um málefni ungs fólks, útlendinga og jafnréttismál. Klippa: Samstaða og sundrung Ragnar sagðist hafa unnið að fjölda verkefna sem ekki fengju athygli í fjölmiðlum, til að mynda við húsnæðismál ungs fólks með tilurð hlutdeildarlána. „Við höfum svo sannarlega verið að beita okkur fyrir þessa hópa sem eru hvað viðkvæmastir. Eru að lenda í því að fá tugþúsunda hækkanir á leigu. Við hótuðum því til dæmis að taka alla sjóði VR út úr Kviku banka, sem var þá nýbúinn að taka yfir Gamma sem þá átti Almenna leigufélagið. Sem varð til þess að allar hækkanir voru dregnar til baka og fólki varð boðinn langtíma samningur og meiri stöðugleiki,“ sagði Ragnar Þór. Einnig er kosið í stjórn félagsins en alls eru sextán manns í framboði. Sjö manns fá sæti í stjórninni og þrír verða varamenn. Í framboði eru: Árni Konráð Árnason Gabríel Benjamin Halla Gunnarsdóttir Helga Ingólfsdóttir Jennifer Schröder Jóhanna Gunnarsdóttir Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir Nökkvi Harðarson Ólafur Reimar Gunnarsson Sigríður Hallgrímsdóttir Sigurður Sigfússon Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir Vala Ólöf Kristinsdóttir Þorsteinn Þórólfsson Þórir Hilmarsson Ævar Þór Magnússon Kosningunni lýkur klukkan 12 í dag og rúmum klukkutíma síðar verða frambjóðendur boðaðir á fund með kjörstjórn þar sem úrslitin verða tilkynnt.
Árni Konráð Árnason Gabríel Benjamin Halla Gunnarsdóttir Helga Ingólfsdóttir Jennifer Schröder Jóhanna Gunnarsdóttir Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir Nökkvi Harðarson Ólafur Reimar Gunnarsson Sigríður Hallgrímsdóttir Sigurður Sigfússon Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir Vala Ólöf Kristinsdóttir Þorsteinn Þórólfsson Þórir Hilmarsson Ævar Þór Magnússon
Stéttarfélög Tengdar fréttir Leggur áherslu á mál sem formaður VR hafi sýnt lítinn áhuga Elva Hrönn Hjartardóttir sem býður sig fram til formennsku í VR gegn Ragari Þór Ingólfssyni sitjandi formanni segir félagið verða að taka á málum sem formaðurinn hafi sýnt lítinn áhuga. Formanns- og stjórnarkjör hefst í VR, fjölmennasta verkalýðsfélagi landsins, í fyrramálið og liggja niðurstöður fyrir á hádegi á miðvikudag eftir viku. 7. mars 2023 20:01 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Sjá meira
Leggur áherslu á mál sem formaður VR hafi sýnt lítinn áhuga Elva Hrönn Hjartardóttir sem býður sig fram til formennsku í VR gegn Ragari Þór Ingólfssyni sitjandi formanni segir félagið verða að taka á málum sem formaðurinn hafi sýnt lítinn áhuga. Formanns- og stjórnarkjör hefst í VR, fjölmennasta verkalýðsfélagi landsins, í fyrramálið og liggja niðurstöður fyrir á hádegi á miðvikudag eftir viku. 7. mars 2023 20:01