Spá 75 punkta stýrivaxtahækkun Seðlabankans Atli Ísleifsson skrifar 15. mars 2023 08:45 Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 75 punkta í næstu viku þannig að þeir fari úr 6,5 prósentum í 7,25 prósent. Peningastefnunefnd Seðlabankans mun greina frá ákvörðun sinni miðvikudaginn 22. mars. Ákveði nefndin að hækka stýrivexti er um að ræða tólftu hækkunina í röð. Síðasta vaxtaákvörðun, sem tilkynnt var 8. febrúar, fól í sér 50 punkta hækkun, úr 6 prósentum í 6,5. Á vef Íslandsbanka segir að þó að spáð sé 0,75 prósenta hækkun stýrivaxta þá séu einnig nokkrar líkur á vaxtahækkun um hálfa eða eina prósentu. „Þrálát verðbólga og verri verðbólguhorfur en Seðlabankinn vænti í febrúarbyrjun verða efst á blaði peningastefnunefndarinnar við ákvörðunina að þessu sinni en styrking krónu og stöðugra íbúðaverð gætu heldur dregið úr vaxtahækkunarviljanum. Stýrivextir munu líklega ná hámarki í að minnsta kosti 7,5% um mitt ár og líkur hafa minnkað á að lækkun vaxta komi til á yfirstandandi ári,“ segir á vef bankans. Gangi spá bankans eftir myndu stýrivextir ekki hafa verið hærri síðan á miðju ári 2010. Frekari hækkanir á öðrum ársfjórðungi Greining Íslandsbanka segir að vaxtaferlar á markaði hafi undanfarið endurspeglað væntingar um talsverða frekari hækkun stýrivaxta. „Líklega er frekari hækkun vaxta framundan á öðrum fjórðungi ársins en aðeins ein vaxtaákvörðun er á dagatali Seðlabankans á því tímabili. Trúlega verða stýrivextir í það minnsta 7,5% um mitt ár og gæti því skrefið í maí orðið stærra ef vaxtahækkunin í mars verður í hóflegri kanti og öfugt. Það ræðst svo af framhaldinu í verðbólgu- og efnahagsþróun hvort vextir verða hækkaðir frekar á seinni hluta ársins. Miðað við nýjustu spár okkar um hagþróun og verðbólgu gæti Seðlabankinn látið staðar numið við 7,5% vexti og haldið stýrivöxtum á því stigi út þetta ár. Í kjölfarið kæmi svo hægfara lækkun vaxta eftir því sem verðbólga hjaðnar og dregur úr spennu í efnahagslífinu. Óvissan í þeirri spá er þó fremur upp á við en hitt ef ekki verður óvænt breyting til batnaðar í verðbólguþróun, eða þá til hins verra í efnahagslífinu,“ segir á vef Íslandsbanka. Seðlabankinn Íslenska krónan Íslandsbanki Efnahagsmál Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans mun greina frá ákvörðun sinni miðvikudaginn 22. mars. Ákveði nefndin að hækka stýrivexti er um að ræða tólftu hækkunina í röð. Síðasta vaxtaákvörðun, sem tilkynnt var 8. febrúar, fól í sér 50 punkta hækkun, úr 6 prósentum í 6,5. Á vef Íslandsbanka segir að þó að spáð sé 0,75 prósenta hækkun stýrivaxta þá séu einnig nokkrar líkur á vaxtahækkun um hálfa eða eina prósentu. „Þrálát verðbólga og verri verðbólguhorfur en Seðlabankinn vænti í febrúarbyrjun verða efst á blaði peningastefnunefndarinnar við ákvörðunina að þessu sinni en styrking krónu og stöðugra íbúðaverð gætu heldur dregið úr vaxtahækkunarviljanum. Stýrivextir munu líklega ná hámarki í að minnsta kosti 7,5% um mitt ár og líkur hafa minnkað á að lækkun vaxta komi til á yfirstandandi ári,“ segir á vef bankans. Gangi spá bankans eftir myndu stýrivextir ekki hafa verið hærri síðan á miðju ári 2010. Frekari hækkanir á öðrum ársfjórðungi Greining Íslandsbanka segir að vaxtaferlar á markaði hafi undanfarið endurspeglað væntingar um talsverða frekari hækkun stýrivaxta. „Líklega er frekari hækkun vaxta framundan á öðrum fjórðungi ársins en aðeins ein vaxtaákvörðun er á dagatali Seðlabankans á því tímabili. Trúlega verða stýrivextir í það minnsta 7,5% um mitt ár og gæti því skrefið í maí orðið stærra ef vaxtahækkunin í mars verður í hóflegri kanti og öfugt. Það ræðst svo af framhaldinu í verðbólgu- og efnahagsþróun hvort vextir verða hækkaðir frekar á seinni hluta ársins. Miðað við nýjustu spár okkar um hagþróun og verðbólgu gæti Seðlabankinn látið staðar numið við 7,5% vexti og haldið stýrivöxtum á því stigi út þetta ár. Í kjölfarið kæmi svo hægfara lækkun vaxta eftir því sem verðbólga hjaðnar og dregur úr spennu í efnahagslífinu. Óvissan í þeirri spá er þó fremur upp á við en hitt ef ekki verður óvænt breyting til batnaðar í verðbólguþróun, eða þá til hins verra í efnahagslífinu,“ segir á vef Íslandsbanka.
Seðlabankinn Íslenska krónan Íslandsbanki Efnahagsmál Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira