Innlent

Halda leitinni á­fram á morgun

Máni Snær Þorláksson skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Stefáni Arnari Gunnarssyni, 44 ára.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Stefáni Arnari Gunnarssyni, 44 ára. LÖGREGLAN Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU

Leit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að Stefáni Arnari Gunnarssyni hefur ekki borið árangur. Lögreglan er ekki viss hvort reiðhjól sem fannst í leitinni sé í eigu Stefáns. Leitinni verður haldið áfram á morgun og notast verður við dróna.

Helgi Gunnarsson, lögreglufulltrúi á lögreglustöðinni í Hafnarfirði, segir í samtali við fréttastofu að lögreglan sé ekki hundrað prósent viss um að reiðhjól sem fannst á leitarsvæðinu tengist Stefáni. Einhverjar líkur séu á því en að það sé ekki staðfest.

Einnig hefur fundist bakpoki í leitinni sem lögreglan telur að sé væntanlega frá Stefáni. 

Tólf dagar eru liðnir síðan leitin að Stefáni hófst. Lögreglan hefur notið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitarmanna í leitinni. Leitin hefur verið umfangsmikil og hefur meðal annars verið notast við þyrlu, dróna, báta og kafara.

Þau sem geta gefið upplýsingar um ferðir Stefáns Arnars, eða vita hvar hann er að finna, eru vinsamlegast beðin um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×