Rússar ætla að sækja drónann í Svartahaf Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2023 15:00 Dróni af gerðinni MQ-9 Reaper. EPA/Yfirliðþjálfinn Paul Holcomb Rússar ætla að reyna að sækja brak bandaríska drónans sem brotlenti í Svartahafi í gær. Bandaríkjamenn segja drónann hafa lent í hafinu eftir að rússneskri herþotu hafi verið flogið utan í hann. Fjölmiðlar í Rússlandi hafa eftir Nikolai Patrushev, embættismanni úr þjóðaröryggisráði Rússlands, að það komi ekki annað til greina en að reyna að ná brakinu. Óljóst sé hvort það sé hægt en þeir verði að reyna. RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir Patrushev að atvikið með drónann sanni að Bandaríkjamenn hafi beina aðkomu að stríðinu í Úkraínu. Frá Washington má heyra að drónanum, sem var af gerðinni MQ-9 Reaper, hafi verið flogið í hefðbundnu eftirlitsflugi yfir alþjóðlegu hafsvæði yfir Svartahafi. Bandaríkjamenn segja að rússneskir flugmenn á tveimur SU-27 orrustuþotum hafi flogið í kringum drónann og þar að auki skvett eldsneyti á hann. Þeir segja einnig að Rússarnir hafi flogið í kringum drónann í allt að fjörutíu mínútur þegar ein orrustuþotan rakst utan í hann. Við það hafi þurft að lenda drónanum á alþjóðlegu hafsvæði í Svartahafi. Bandaríkjamenn telja líklegt að orrustuþotan hafi skemmst en segja að flugmanni hennar hafi tekist að lenda henni. Dróninn er sagður hafa lent í sjónum suðaustur af hinni frægu Snákaeyju, um þrjátíu sjómílur frá strönd Úkraínu. Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, tjáði sig um atvikið í dag. Hann sagði meðal annars að hegðun rússnesku flugmannanna hefði verið „hættuleg“. Hann sagði einnig að Bandaríkin myndu áfram fljúga í alþjóðlegri lofthelgi og annarsstaðar þar sem það væri löglegt. Rússar halda því aftur á móti fram að drónanum hafi verið flogið inn á lokað svæði nærri landamærum Rússlands. Þá segja þeir að dróninn hafi lent í hafinu eftir að flugmaður hans hafi misst stjórn á honum. Sjá einnig: Sendiherra Rússa í Bandaríkjunum kallar uppákomuna „ögrun“ AP fréttaveitan segir Bandaríkjamenn vera að íhuga að hvort birta eigi myndefni úr drónanum sem sýnir atvikið. Reaper-dróninn er um ellefu metra langur, fjögurra metra hár og rúm tvö tonn að þyngd. Hægt er að fljúga honum í allt að fimmtíu þúsund feta hæð og um 2.500 kílómetra. Hann getur borið allt að átta eldflaugar og ber einnig margskonar skynjara. Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Fréttir af flugi Hernaður Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Fjölmiðlar í Rússlandi hafa eftir Nikolai Patrushev, embættismanni úr þjóðaröryggisráði Rússlands, að það komi ekki annað til greina en að reyna að ná brakinu. Óljóst sé hvort það sé hægt en þeir verði að reyna. RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir Patrushev að atvikið með drónann sanni að Bandaríkjamenn hafi beina aðkomu að stríðinu í Úkraínu. Frá Washington má heyra að drónanum, sem var af gerðinni MQ-9 Reaper, hafi verið flogið í hefðbundnu eftirlitsflugi yfir alþjóðlegu hafsvæði yfir Svartahafi. Bandaríkjamenn segja að rússneskir flugmenn á tveimur SU-27 orrustuþotum hafi flogið í kringum drónann og þar að auki skvett eldsneyti á hann. Þeir segja einnig að Rússarnir hafi flogið í kringum drónann í allt að fjörutíu mínútur þegar ein orrustuþotan rakst utan í hann. Við það hafi þurft að lenda drónanum á alþjóðlegu hafsvæði í Svartahafi. Bandaríkjamenn telja líklegt að orrustuþotan hafi skemmst en segja að flugmanni hennar hafi tekist að lenda henni. Dróninn er sagður hafa lent í sjónum suðaustur af hinni frægu Snákaeyju, um þrjátíu sjómílur frá strönd Úkraínu. Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, tjáði sig um atvikið í dag. Hann sagði meðal annars að hegðun rússnesku flugmannanna hefði verið „hættuleg“. Hann sagði einnig að Bandaríkin myndu áfram fljúga í alþjóðlegri lofthelgi og annarsstaðar þar sem það væri löglegt. Rússar halda því aftur á móti fram að drónanum hafi verið flogið inn á lokað svæði nærri landamærum Rússlands. Þá segja þeir að dróninn hafi lent í hafinu eftir að flugmaður hans hafi misst stjórn á honum. Sjá einnig: Sendiherra Rússa í Bandaríkjunum kallar uppákomuna „ögrun“ AP fréttaveitan segir Bandaríkjamenn vera að íhuga að hvort birta eigi myndefni úr drónanum sem sýnir atvikið. Reaper-dróninn er um ellefu metra langur, fjögurra metra hár og rúm tvö tonn að þyngd. Hægt er að fljúga honum í allt að fimmtíu þúsund feta hæð og um 2.500 kílómetra. Hann getur borið allt að átta eldflaugar og ber einnig margskonar skynjara.
Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Fréttir af flugi Hernaður Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira