Á þessum fyrsta viðburði verður samráðsvettvangurinn kynntur og viðfangsefnið kynnt frá ýmsum sjónarhornum, enda áskorunin af því tagi að samráð og samvinna við rannsóknir og miðlun skiptir höfuðmáli.
Hægt er að fylgjast með málstofunni í beinni útsendingu hér fyrir neðan.
Stjórn samráðsvettvangs um þekkingarsköpun vegna áhrifa loftslagsbreytinga var skipuð í september 2022 og hélt sinn fyrsta fund í október sama ár. Fulltrúar stjórnar eru skipaðir til eins árs af umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra eftir tilnefningu eftirtalinna aðila:
Veðurstofu Íslands
Samstarfsnefnd háskólastigsins
Stofnun Sæmundar fróða
Hafrannsóknastofnun
Náttúrufræðistofnun Íslands
Umhverfisstofnun
Embætti landlæknis