Segir niðurstöðu umboðsmanns ekki áfellisdóm Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. mars 2023 06:49 Dómsmálaráðherra segir umboðsmann á mörkunum. Vísir/Arnar Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segist undrandi yfir þeirri niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis að ráðherrann hafi brotið gegn góðum stjórnsýsluháttum þegar hann tók ákvörðun um aukinn vopnaburð lögreglu án þess að bera málið upp í ríkisstjórn. „Nei, þetta er alls enginn áfellisdómur yfir minni stjórnsýslu. Það er mikilvægt að hafa í huga að umboðsmaður kemst að þeirri niðurstöðu að ég hafi ekki brotið nein lög,“ segir Jón í samtali við Fréttablaðið. „Mér finnst þetta á mörkunum hjá umboðsmanni og ekki rökstutt með neinum fordæmum af hans hálfu,“ segir ráðherra. Þvert á það sem Jón heldur fram er ekki hægt að túlka niðurstöðu umboðsmanns og bréf hans til forsætisráðherra öðruvísi en svo að sannarlega sé um að ræða áfellisdóm yfir stjórnsýslu dómsmálaráðherra. Málið varðar ákvörðun Jóns um að heimila lögreglu að bera rafbyssur en hann tilkynnti um ákvörðunina 30. desember síðastliðinn í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Sama dag undirritaði hann reglur þar að lútandi og þá voru þær sendar til birtingar í Stjórnartíðindum samdægurs. Þennan sama dag, 30. desember, var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra spurð um ákvörðun Jóns og sagðist hún vilja ræða málið í ríkisstjórn. Það gerðist hins vegar ekki fyrr en um miðjan janúar. Í áliti sínu segir umboðsmaður að Jóni hefði verið í lófa lagt að fresta málinu þar til það hefði verið rætt á ríkisstjórnarfundi. Segir hann ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að Jón hafi hunsað ósk forsætisráðherra. Þá rökstyður hann þá niðurstöðu sína að Jón hafi brotið gegn góðum stjórnsýsluháttum með því að vísa í ákvæði laga og stjórnarskrár auk svara frá forsætisráðherra. Forsætisráðherra hafi talið að um „áherslubreytingu“ væri að ræða og því væri um að ræða „mikilvægt stjórnarmálefni“, sem ráðherra bæri sannarlega að bera upp í ríkisstjórn. Rafbyssur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Menningarslys ef frumvarpið verði samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Sjá meira
„Nei, þetta er alls enginn áfellisdómur yfir minni stjórnsýslu. Það er mikilvægt að hafa í huga að umboðsmaður kemst að þeirri niðurstöðu að ég hafi ekki brotið nein lög,“ segir Jón í samtali við Fréttablaðið. „Mér finnst þetta á mörkunum hjá umboðsmanni og ekki rökstutt með neinum fordæmum af hans hálfu,“ segir ráðherra. Þvert á það sem Jón heldur fram er ekki hægt að túlka niðurstöðu umboðsmanns og bréf hans til forsætisráðherra öðruvísi en svo að sannarlega sé um að ræða áfellisdóm yfir stjórnsýslu dómsmálaráðherra. Málið varðar ákvörðun Jóns um að heimila lögreglu að bera rafbyssur en hann tilkynnti um ákvörðunina 30. desember síðastliðinn í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Sama dag undirritaði hann reglur þar að lútandi og þá voru þær sendar til birtingar í Stjórnartíðindum samdægurs. Þennan sama dag, 30. desember, var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra spurð um ákvörðun Jóns og sagðist hún vilja ræða málið í ríkisstjórn. Það gerðist hins vegar ekki fyrr en um miðjan janúar. Í áliti sínu segir umboðsmaður að Jóni hefði verið í lófa lagt að fresta málinu þar til það hefði verið rætt á ríkisstjórnarfundi. Segir hann ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að Jón hafi hunsað ósk forsætisráðherra. Þá rökstyður hann þá niðurstöðu sína að Jón hafi brotið gegn góðum stjórnsýsluháttum með því að vísa í ákvæði laga og stjórnarskrár auk svara frá forsætisráðherra. Forsætisráðherra hafi talið að um „áherslubreytingu“ væri að ræða og því væri um að ræða „mikilvægt stjórnarmálefni“, sem ráðherra bæri sannarlega að bera upp í ríkisstjórn.
Rafbyssur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Menningarslys ef frumvarpið verði samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Sjá meira