FIFPRO pressar á FIFA: „Sama vinna og sami árangur ætti að fá sömu verðlaun“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2023 10:31 Bandarísku landsliðskonurnar fagna sigri á HM 2019 en Bandaríkin fékk fjóra milljón dollara fyrir sigurinn á meðan karlalið Argentínu fékk 42 milljónir dollara fyrir sigurinn á HM 2022. Getty/Mikoaj Barbanell Alþjóða leikmannasamtökin FIFPRO, kalla nú formlega eftir því að Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, jafni aðstöðu og almennan hlut kvenna á heimsmeistaramótum miðað við hvað karlpeningurinn fær að njóta á samskonar mótum. FIFPRO vakti athygli á þeirri staðreynd að konur á HM 2019 fengu aðeins sjö prósent af því sem karlarnir fengu á HM 2022. Nú hafa leikmannasamtökin skrifað bréf til FIFA þar sem kallað er eftir jafnrétti varðandi aðstöðu, aðbúnað og verðlaunafé á HM kvenna og HM karla í fótbolta. FIFPro wants equal pay for equal work (so do we, OFC). The union proposed that FIFA set an equal framework of regulations and conditions for both WCs including travel, facilities and delegation size and pay out equal prize money for the competitions. pic.twitter.com/WwrHYQeyeI— The GIST USA (@thegistusa) March 15, 2023 ESPN fékk að sjá bréfið sem var sent beint til Gianni Infantino, forseta FIFA, í október síðastliðnum eða rétt fyrir heimsmeistaramót karla í Katar. The Wall Street Journal fjallaði fyrst um málið en fjórir mánuðir eru í að HM kvenna hefjist sem fer að þessu sinni fram í Ástralíu og Nýja Sjálandi. Leikmannasamtökin segja meðal annars að mun lægra verðlaunafé hafi það meðal annars í för með sér að þjóðir munu setja karlalandsliðið í forgang yfir kvennalandsliðið. Um leið er litið á kvennafótbolta sem útgjaldalið en ekki að hann sé að leggja eitthvað fram til íþróttarinnar. „Sama vinna og sami árangur ætti að fá sömu verðlaun,“ segir meðal annars í bréfinu. ESPN fékk líka yfirlýsingu frá FIFPRO og þar segir meðal annars að leikmenn frá 150 kvennalandsliðum í heimi hafi skrifað undir bréfið sem var sent til Infantino og FIFA í október á síðasta ári. FIFPro have sent a letter to FIFA - signed by 150 women's national team players - calling for equal World Cup prize money.https://t.co/AvJCkqbDdK— Anthony Joseph (@AnthonyRJoseph) March 15, 2023 Verðlaunaféð á HM í Katar var alls upp á 440 milljónir dollara, 63 milljarðar, þar af fengu heimsmeistarar Argentínu 42 milljónir dollara, sex milljarða króna. Árið 2019 var heildarupphæð verðlaunafés á HM kvenna 30 milljónir dollara, 4,2 milljarðar króna þar af fengu heimsmeistarar Bandaríkjanna fjórar milljónir dollara eða 572 milljónir íslenskra króna. Fótboltakonur heimsins vilja skilja við íþróttina sína í betri stöðu en þegar þær komu inn í hana þannig að næsta kynslóð knattspyrnukvenna geti notið betri aðstöðu og betri tækifæra en þær. HM 2022 í Katar FIFA HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira
FIFPRO vakti athygli á þeirri staðreynd að konur á HM 2019 fengu aðeins sjö prósent af því sem karlarnir fengu á HM 2022. Nú hafa leikmannasamtökin skrifað bréf til FIFA þar sem kallað er eftir jafnrétti varðandi aðstöðu, aðbúnað og verðlaunafé á HM kvenna og HM karla í fótbolta. FIFPro wants equal pay for equal work (so do we, OFC). The union proposed that FIFA set an equal framework of regulations and conditions for both WCs including travel, facilities and delegation size and pay out equal prize money for the competitions. pic.twitter.com/WwrHYQeyeI— The GIST USA (@thegistusa) March 15, 2023 ESPN fékk að sjá bréfið sem var sent beint til Gianni Infantino, forseta FIFA, í október síðastliðnum eða rétt fyrir heimsmeistaramót karla í Katar. The Wall Street Journal fjallaði fyrst um málið en fjórir mánuðir eru í að HM kvenna hefjist sem fer að þessu sinni fram í Ástralíu og Nýja Sjálandi. Leikmannasamtökin segja meðal annars að mun lægra verðlaunafé hafi það meðal annars í för með sér að þjóðir munu setja karlalandsliðið í forgang yfir kvennalandsliðið. Um leið er litið á kvennafótbolta sem útgjaldalið en ekki að hann sé að leggja eitthvað fram til íþróttarinnar. „Sama vinna og sami árangur ætti að fá sömu verðlaun,“ segir meðal annars í bréfinu. ESPN fékk líka yfirlýsingu frá FIFPRO og þar segir meðal annars að leikmenn frá 150 kvennalandsliðum í heimi hafi skrifað undir bréfið sem var sent til Infantino og FIFA í október á síðasta ári. FIFPro have sent a letter to FIFA - signed by 150 women's national team players - calling for equal World Cup prize money.https://t.co/AvJCkqbDdK— Anthony Joseph (@AnthonyRJoseph) March 15, 2023 Verðlaunaféð á HM í Katar var alls upp á 440 milljónir dollara, 63 milljarðar, þar af fengu heimsmeistarar Argentínu 42 milljónir dollara, sex milljarða króna. Árið 2019 var heildarupphæð verðlaunafés á HM kvenna 30 milljónir dollara, 4,2 milljarðar króna þar af fengu heimsmeistarar Bandaríkjanna fjórar milljónir dollara eða 572 milljónir íslenskra króna. Fótboltakonur heimsins vilja skilja við íþróttina sína í betri stöðu en þegar þær komu inn í hana þannig að næsta kynslóð knattspyrnukvenna geti notið betri aðstöðu og betri tækifæra en þær.
HM 2022 í Katar FIFA HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira