Heimili eiga ekki að keppa við stórnotendur um örugga orku Tinna Traustadóttir skrifar 16. mars 2023 11:02 Loksins, loksins er raforkuöryggi fyrir almenning komið á dagskrá stjórnvalda, með vinnu að laga- og reglugerðarbreytingum þar að lútandi. Við hjá Landsvirkjun höfum lengi talað fyrir mikilvægi þess að koma almenningi í var og nú er sú vegferð hafin. Við verðum að búa svo um hnútana að almenningur keppi ekki við stórnotendur um örugga orku. Stórnotendur hafa þegar tryggt sinn hag til langs tíma með samningum. Heimili og smærri fyrirtæki þurfa hins vegar að vera í forgangi. Tryggja þarf sama raforkuverð á landinu öllu og að viðskipti verði áfram með þeim hætti að verðbreytingar á þeim markaði verði hóflegar. Við hjá Landvirkjun, orkufyrirtæki þjóðarinnar, höfum alltaf og munum alltaf setja í forgang að raforkuþörf samfélagsins sé sinnt. En við ein tryggjum ekki raforkuöryggi á landinu. Í skjóli frá átökum Nágrannaþjóðir okkar á meginlandi Evrópu hafa fengið að finna óþyrmilega fyrir afleiðingum stríðsins í Úkraínu. Þar treystu þjóðir mjög á gas frá Rússlandi en innflutningur á því hefur dregist mjög saman. Verð á raforku hefur ekki eingöngu hækkað mjög mikið, heldur hefur orkuöryggi verið ógnað. Raforkumarkaður á Íslandi hefur verið í skjóli frá þessum átökum. Áskoranir hér á landi eru hins vegar að við búum við uppselt kerfi, hér skortir yfirsýn yfir raforkumarkaðinn og fyrirkomulag heildsöluviðskipta þarf að endurskoða. Nú þurfa raforkufyrirtæki og stjórnvöld að snúa bökum saman. Staðan núna er sú að enginn einn aðili getur litið yfir markaðinn og svarað því með óyggjandi hætti að hve miklu leyti raforkuöryggi almennings hafi verið tryggt og til hversu langs tíma. Það er hægur vandi að ráða á þessu bót, einfaldlega með því að safna saman nauðsynlegum upplýsingum. Stærð heildsölumarkaðarins, þ.e. raforkuviðskipta heimila og smærri fyrirtækja, er fyrirsjáanleg og sveiflur litlar. Þó er óhætt að spá töluverðum vexti á næstu árum, vegna aukinnar eftirspurnar almennt og vegna orkuskipta. Í lokuðu raforkukerfi með endurnýjanlegum orkugjöfum er afar mikilvægt að framboð orku sé líka fyrirsjáanlegt. Sölu til almennings fylgir ábyrgð Hlutfall Landsvirkjunar á heildsölumarkaði er um 50%. Þar gerum við samninga við sölufyrirtæki, oft nokkur ár fram í tímann, sem selja orkuna áfram til almennings. Við höfum skuldbundið okkur til að afhenda orkuna og markaðurinn er fyrirsjáanlegur, eins og fyrr var nefnt. Hinn helmingur heildsölumarkaðarins kemur að langmestu leyti frá sölufyrirtækjum, sem hafa yfir eigin orkuvinnslu að ráða. Fyrirtækin eru sem sagt að vinna orku og selja hana milliliðalaust áfram til almennings. Engin trygging er hins vegar fyrir því að orkan frá þeim rati áfram þá leið. Einhver gætu ákveðið að breyta um kúrs. Í stað þess að selja heimilum og smærri fyrirtækjum gætu þessi orku-/sölufyrirtæki ákveðið að selja raforkuna frekar til gagnavera, til landeldis, til framleiðslu rafeldsneytis eða örþörungaframleiðslu, svo nærtæk dæmi séu tekin. Slíkt er auðvitað gott og gilt ef fyrirvari er nægur en það fylgir því bæði ábyrgð og skuldbinding að selja inn á markað fyrir almenning. Þar verður fyrirsjáanleiki að ríkja. Aðskiljum markaði Við verðum að aðskilja heildsölumarkað fyrir almenning frá raforkumarkaði fyrir stórnotendur. Lokaða kerfið okkar, þar sem við vinnum orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum, er þess eðlis að við aukum ekki við framboð orku í einni svipan. Við getum ekki kynt kolaver eða sett kjarnorkuver í gang. Þess vegna verðum við að gæta þess vel að raforka, sem er seld inn á heildsölumarkaðinn, rati á rétta staði. Þetta verkefni verður sífellt meira krefjandi og hætta á leka á milli markaða eykst, þ.e. að orka sem ætluð er almenningi endi hjá stórnotendum, og ógni mögulega orkuöryggi almennings í leiðinni. Og því endurtek ég: Við verðum að búa svo um hnútana að almenningur þurfi ekki að keppa við stórnotendur um örugga orku. Landsvirkjun hefur undanfarið þurft að hafna vænlegum viðskiptavinum af þeirri ástæðu einni að orkan fyrir starfsemi þeirra er ekki til. Við slíkar aðstæður freistar það margra að leita á heildsölumarkaðinn og verða sér úti um nauðsynlega orku þar. Þessi hætta hefur aukist verulega eftir endursamninga við stórnotendur sem greiða nú verð mjög sambærilegt því sem almenningur greiðir. Sala Landsvirkjunar á heildsölumarkað er hins vegar ætluð heimilum og fyrirtækjum, öðrum en stórnotendum. Hæstbjóðandi má ekki ýta almenningi til hliðar á þeim markaði. Land endurnýjanlegrar orku hefur alla burði til að vera fyrirmynd annarra landa, sem nú keppast við að komast á sama stað hvað varðar nýtingu endurnýjanlegrar orku. Við getum tryggt raforkumarkað sem er fyrirsjáanlegur, bæði hvað varðar verð og örugga orkuafhendingu. Almenningur á að vera í forgangi, við eigum að tryggja sama raforkuverð um land allt og að verðhækkanir á heildsölumarkaði verði hóflegar. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tinna Traustadóttir Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Loksins, loksins er raforkuöryggi fyrir almenning komið á dagskrá stjórnvalda, með vinnu að laga- og reglugerðarbreytingum þar að lútandi. Við hjá Landsvirkjun höfum lengi talað fyrir mikilvægi þess að koma almenningi í var og nú er sú vegferð hafin. Við verðum að búa svo um hnútana að almenningur keppi ekki við stórnotendur um örugga orku. Stórnotendur hafa þegar tryggt sinn hag til langs tíma með samningum. Heimili og smærri fyrirtæki þurfa hins vegar að vera í forgangi. Tryggja þarf sama raforkuverð á landinu öllu og að viðskipti verði áfram með þeim hætti að verðbreytingar á þeim markaði verði hóflegar. Við hjá Landvirkjun, orkufyrirtæki þjóðarinnar, höfum alltaf og munum alltaf setja í forgang að raforkuþörf samfélagsins sé sinnt. En við ein tryggjum ekki raforkuöryggi á landinu. Í skjóli frá átökum Nágrannaþjóðir okkar á meginlandi Evrópu hafa fengið að finna óþyrmilega fyrir afleiðingum stríðsins í Úkraínu. Þar treystu þjóðir mjög á gas frá Rússlandi en innflutningur á því hefur dregist mjög saman. Verð á raforku hefur ekki eingöngu hækkað mjög mikið, heldur hefur orkuöryggi verið ógnað. Raforkumarkaður á Íslandi hefur verið í skjóli frá þessum átökum. Áskoranir hér á landi eru hins vegar að við búum við uppselt kerfi, hér skortir yfirsýn yfir raforkumarkaðinn og fyrirkomulag heildsöluviðskipta þarf að endurskoða. Nú þurfa raforkufyrirtæki og stjórnvöld að snúa bökum saman. Staðan núna er sú að enginn einn aðili getur litið yfir markaðinn og svarað því með óyggjandi hætti að hve miklu leyti raforkuöryggi almennings hafi verið tryggt og til hversu langs tíma. Það er hægur vandi að ráða á þessu bót, einfaldlega með því að safna saman nauðsynlegum upplýsingum. Stærð heildsölumarkaðarins, þ.e. raforkuviðskipta heimila og smærri fyrirtækja, er fyrirsjáanleg og sveiflur litlar. Þó er óhætt að spá töluverðum vexti á næstu árum, vegna aukinnar eftirspurnar almennt og vegna orkuskipta. Í lokuðu raforkukerfi með endurnýjanlegum orkugjöfum er afar mikilvægt að framboð orku sé líka fyrirsjáanlegt. Sölu til almennings fylgir ábyrgð Hlutfall Landsvirkjunar á heildsölumarkaði er um 50%. Þar gerum við samninga við sölufyrirtæki, oft nokkur ár fram í tímann, sem selja orkuna áfram til almennings. Við höfum skuldbundið okkur til að afhenda orkuna og markaðurinn er fyrirsjáanlegur, eins og fyrr var nefnt. Hinn helmingur heildsölumarkaðarins kemur að langmestu leyti frá sölufyrirtækjum, sem hafa yfir eigin orkuvinnslu að ráða. Fyrirtækin eru sem sagt að vinna orku og selja hana milliliðalaust áfram til almennings. Engin trygging er hins vegar fyrir því að orkan frá þeim rati áfram þá leið. Einhver gætu ákveðið að breyta um kúrs. Í stað þess að selja heimilum og smærri fyrirtækjum gætu þessi orku-/sölufyrirtæki ákveðið að selja raforkuna frekar til gagnavera, til landeldis, til framleiðslu rafeldsneytis eða örþörungaframleiðslu, svo nærtæk dæmi séu tekin. Slíkt er auðvitað gott og gilt ef fyrirvari er nægur en það fylgir því bæði ábyrgð og skuldbinding að selja inn á markað fyrir almenning. Þar verður fyrirsjáanleiki að ríkja. Aðskiljum markaði Við verðum að aðskilja heildsölumarkað fyrir almenning frá raforkumarkaði fyrir stórnotendur. Lokaða kerfið okkar, þar sem við vinnum orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum, er þess eðlis að við aukum ekki við framboð orku í einni svipan. Við getum ekki kynt kolaver eða sett kjarnorkuver í gang. Þess vegna verðum við að gæta þess vel að raforka, sem er seld inn á heildsölumarkaðinn, rati á rétta staði. Þetta verkefni verður sífellt meira krefjandi og hætta á leka á milli markaða eykst, þ.e. að orka sem ætluð er almenningi endi hjá stórnotendum, og ógni mögulega orkuöryggi almennings í leiðinni. Og því endurtek ég: Við verðum að búa svo um hnútana að almenningur þurfi ekki að keppa við stórnotendur um örugga orku. Landsvirkjun hefur undanfarið þurft að hafna vænlegum viðskiptavinum af þeirri ástæðu einni að orkan fyrir starfsemi þeirra er ekki til. Við slíkar aðstæður freistar það margra að leita á heildsölumarkaðinn og verða sér úti um nauðsynlega orku þar. Þessi hætta hefur aukist verulega eftir endursamninga við stórnotendur sem greiða nú verð mjög sambærilegt því sem almenningur greiðir. Sala Landsvirkjunar á heildsölumarkað er hins vegar ætluð heimilum og fyrirtækjum, öðrum en stórnotendum. Hæstbjóðandi má ekki ýta almenningi til hliðar á þeim markaði. Land endurnýjanlegrar orku hefur alla burði til að vera fyrirmynd annarra landa, sem nú keppast við að komast á sama stað hvað varðar nýtingu endurnýjanlegrar orku. Við getum tryggt raforkumarkað sem er fyrirsjáanlegur, bæði hvað varðar verð og örugga orkuafhendingu. Almenningur á að vera í forgangi, við eigum að tryggja sama raforkuverð um land allt og að verðhækkanir á heildsölumarkaði verði hóflegar. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun