Gera sömuleiðis ráð fyrir 75 punkta hækkun stýrivaxta Atli Ísleifsson skrifar 16. mars 2023 12:41 Una Jónsdóttir er forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans. Vísir/Vilhelm Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti um 75 punkta á miðvikudaginn þegar tilkynnt verður um næstu ákvörðun. Spáin rímar við spá Greiningar Íslandsbanka sem birt var í gær. Gangi spáin eftir munu meginvextir Seðlabankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara úr 6,5 prósentum í 7,25. Í tilkynningu frá Hagfræðideild Landsbankans segir að aukin verðbólga í febrúar hafi komið á óvart, verið almennari en áður og að undirliggjandi verðbólguþrýstingur hafi aukist. „Verðbólguálag á skuldabréfamarkaði hefur aukist og gengi krónunnar hefur lítið sem ekkert breyst. Þættir á borð við miklar launahækkanir, stuttan gildistíma nýrra kjarasamninga og áframhaldandi óvissu um launaþróun eru einnig til þess fallnir að auka verðbólguþrýsting. Þá teljum við að vísbendingar um kröftugan hagvöxt, þó nokkuð mikla einkaneyslu og áframhaldandi komu erlendra ferðamanna renni frekari stoðum undir stýrivaxtaspána. Þrátt fyrir að meginvextir bankans hafi hækkað úr 0,75% í 6,5% á tæpum tveimur árum virðast þeir síður en svo hafa dregið allan þrótt úr hagkerfinu. Við teljum að nefndin ræði hækkun vaxta á bilinu 0,5-1 prósentustig og að 0,75 prósentustiga hækkun verði ofan á,“ segir í tilkynningunni. Stígi fast til jarðar Ákveði nefndin að hækka stýrivexti er um að ræða tólftu hækkunina í röð. Síðasta vaxtaákvörðun, sem tilkynnt var 8. febrúar, fól í sér 50 punkta hækkun, úr 6 prósentum í 6,5. Næsta stýrivaxtaákvörðun á eftir þeirri í næstu viku, er á dagskrá 24. maí og þar á eftir í ágúst. „Þar sem nokkuð langt er á milli næstu funda gerum við ráð fyrir að nefndin telji vissast að stíga fast til jarðar og sem fyrr segir teljum við að þau ræði hækkun vaxta á bilinu 0,5-1 prósentustig og að 0,75 prósentustiga hækkun verði ofan á,“ segir í spá Landsbankans. Seðlabankinn Landsbankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Spá 75 punkta stýrivaxtahækkun Seðlabankans Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 75 punkta í næstu viku þannig að þeir fari úr 6,5 prósentum í 7,25 prósent. 15. mars 2023 08:45 Spá því að verðbólga hjaðni á milli mánaða Greiningardeildir Íslandsbanka og Landsbankans spá því að ársverðbólga hjaðni lítillega þegar næstu verðbólgutölur verða gefnar út. Sérfræðingar beggja deilda sjá fyrir sér að verðbólgi lækki hægt næstu mánuði. 16. mars 2023 12:39 Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Gangi spáin eftir munu meginvextir Seðlabankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara úr 6,5 prósentum í 7,25. Í tilkynningu frá Hagfræðideild Landsbankans segir að aukin verðbólga í febrúar hafi komið á óvart, verið almennari en áður og að undirliggjandi verðbólguþrýstingur hafi aukist. „Verðbólguálag á skuldabréfamarkaði hefur aukist og gengi krónunnar hefur lítið sem ekkert breyst. Þættir á borð við miklar launahækkanir, stuttan gildistíma nýrra kjarasamninga og áframhaldandi óvissu um launaþróun eru einnig til þess fallnir að auka verðbólguþrýsting. Þá teljum við að vísbendingar um kröftugan hagvöxt, þó nokkuð mikla einkaneyslu og áframhaldandi komu erlendra ferðamanna renni frekari stoðum undir stýrivaxtaspána. Þrátt fyrir að meginvextir bankans hafi hækkað úr 0,75% í 6,5% á tæpum tveimur árum virðast þeir síður en svo hafa dregið allan þrótt úr hagkerfinu. Við teljum að nefndin ræði hækkun vaxta á bilinu 0,5-1 prósentustig og að 0,75 prósentustiga hækkun verði ofan á,“ segir í tilkynningunni. Stígi fast til jarðar Ákveði nefndin að hækka stýrivexti er um að ræða tólftu hækkunina í röð. Síðasta vaxtaákvörðun, sem tilkynnt var 8. febrúar, fól í sér 50 punkta hækkun, úr 6 prósentum í 6,5. Næsta stýrivaxtaákvörðun á eftir þeirri í næstu viku, er á dagskrá 24. maí og þar á eftir í ágúst. „Þar sem nokkuð langt er á milli næstu funda gerum við ráð fyrir að nefndin telji vissast að stíga fast til jarðar og sem fyrr segir teljum við að þau ræði hækkun vaxta á bilinu 0,5-1 prósentustig og að 0,75 prósentustiga hækkun verði ofan á,“ segir í spá Landsbankans.
Seðlabankinn Landsbankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Spá 75 punkta stýrivaxtahækkun Seðlabankans Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 75 punkta í næstu viku þannig að þeir fari úr 6,5 prósentum í 7,25 prósent. 15. mars 2023 08:45 Spá því að verðbólga hjaðni á milli mánaða Greiningardeildir Íslandsbanka og Landsbankans spá því að ársverðbólga hjaðni lítillega þegar næstu verðbólgutölur verða gefnar út. Sérfræðingar beggja deilda sjá fyrir sér að verðbólgi lækki hægt næstu mánuði. 16. mars 2023 12:39 Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Spá 75 punkta stýrivaxtahækkun Seðlabankans Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 75 punkta í næstu viku þannig að þeir fari úr 6,5 prósentum í 7,25 prósent. 15. mars 2023 08:45
Spá því að verðbólga hjaðni á milli mánaða Greiningardeildir Íslandsbanka og Landsbankans spá því að ársverðbólga hjaðni lítillega þegar næstu verðbólgutölur verða gefnar út. Sérfræðingar beggja deilda sjá fyrir sér að verðbólgi lækki hægt næstu mánuði. 16. mars 2023 12:39