Einar Jónsson: Ég náði bara ekki að finna lausnir Þorsteinn Hjálmsson skrifar 16. mars 2023 20:32 Brúnaþungur Einar Jónsson á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Snædís Bára Fram er úr leik í Powerade bikarnum. Sannfærandi tap í undanúrslitum í Laugardalshöll í kvöld gegn Haukum kom í veg fyrir að Framarar færu lengra þetta árið. Lokatölur 24-32 Haukum í vil og eru þeir því komnir í úrslitaleik á laugardaginn. „Haukarnir voru bara fyrir það fyrsta betri en við í handbolta í dag. Þeir litu bara miklu betur út en við,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, að leik loknum. Fram sigraði Hauka með fimm mörkum fyrir tveimur vikum en leikurinn í kvöld var gjörólíkur þeim leik. „Það er himin og haf á milli þessara leikja síðan við spiluðum við þá síðast. Við bara náðum ekki þessu flæði andlega sem maður var að vonast eftir. Ég tek það bara á mig að hafa ekki getað stillt liðið almennilega inn á þennan leik, það er oft kúnst að gera það. Hvort við vorum yfirspenntir eða of rólegir eða of miklar væntingar eða litlar, það er erfitt að koma fingri á það beint eftir leik. Heilt yfir vorum við bara ekki góðir, en tek ekkert af Haukunum. Mér fannst þeir frábærir í kvöld og eiga skilið að vera komnir í úrslitaleik og óska þeim til hamingju með það,“ sagði Einar. Staðan var 11-13 í hálfleik en í síðari hálfleik voru Haukar með öll tök á leiknum og Fram sá varla til sólar. „Það munaði tveimur mörkum í hálfleik og við vorum bara klaufar að vera ekki bara með jafnt í hálfleik. Það var bara svolítið lýsandi dæmi fyrir það, við vorum í ströggli eiginlega allan leikinn. Mér fannst flæðið í sóknarleiknum lélegt og það bara var þannig í seinni hálfleiknum líka. Þeir voru bara miklu massívari en við og spiluðu mun líkamlegra og við hörfuðum að ákveðnu leiti. Ég náði bara ekki að finna lausnir, það er bara þannig. Ég hefði þurft að keyra betur á þetta og leyst vandamálin sem voru inn í leiknum en því miður gekk það ekki,“ sagði Einar niðurlútur. Einar óskaði Haukum að lokum til hamingju með að vera komnir í úrslitaleikinn. „Þeir eiga bara heiður skilið, þeir voru bara góðir.“ Powerade-bikarinn Fram Haukar Tengdar fréttir Guðmundur Bragi: Þeir náðu okkur aldrei eftir það Haukar eru komnir í úrslitaleik Powerade bikarsins eftir að hafa valtað yfir Fram í seinni hálfleik í Laugardalshöll í kvöld. Lokatölur 24-32. 16. mars 2023 20:10 Leik lokið: Fram - Haukar 24-32 | Frábær seinni hálfleikur skilaði Haukum í úrslit Haukar eru komnir í úrslit Powerade-bikars karla í handbolta eftir öruggan átta marka sigur gegn Fram í kvöld, 24-32. Jafnræði var með liðunum framan af leik, en Haukarnir stungu af í síðari hálfleik. 16. mars 2023 19:30 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
„Haukarnir voru bara fyrir það fyrsta betri en við í handbolta í dag. Þeir litu bara miklu betur út en við,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, að leik loknum. Fram sigraði Hauka með fimm mörkum fyrir tveimur vikum en leikurinn í kvöld var gjörólíkur þeim leik. „Það er himin og haf á milli þessara leikja síðan við spiluðum við þá síðast. Við bara náðum ekki þessu flæði andlega sem maður var að vonast eftir. Ég tek það bara á mig að hafa ekki getað stillt liðið almennilega inn á þennan leik, það er oft kúnst að gera það. Hvort við vorum yfirspenntir eða of rólegir eða of miklar væntingar eða litlar, það er erfitt að koma fingri á það beint eftir leik. Heilt yfir vorum við bara ekki góðir, en tek ekkert af Haukunum. Mér fannst þeir frábærir í kvöld og eiga skilið að vera komnir í úrslitaleik og óska þeim til hamingju með það,“ sagði Einar. Staðan var 11-13 í hálfleik en í síðari hálfleik voru Haukar með öll tök á leiknum og Fram sá varla til sólar. „Það munaði tveimur mörkum í hálfleik og við vorum bara klaufar að vera ekki bara með jafnt í hálfleik. Það var bara svolítið lýsandi dæmi fyrir það, við vorum í ströggli eiginlega allan leikinn. Mér fannst flæðið í sóknarleiknum lélegt og það bara var þannig í seinni hálfleiknum líka. Þeir voru bara miklu massívari en við og spiluðu mun líkamlegra og við hörfuðum að ákveðnu leiti. Ég náði bara ekki að finna lausnir, það er bara þannig. Ég hefði þurft að keyra betur á þetta og leyst vandamálin sem voru inn í leiknum en því miður gekk það ekki,“ sagði Einar niðurlútur. Einar óskaði Haukum að lokum til hamingju með að vera komnir í úrslitaleikinn. „Þeir eiga bara heiður skilið, þeir voru bara góðir.“
Powerade-bikarinn Fram Haukar Tengdar fréttir Guðmundur Bragi: Þeir náðu okkur aldrei eftir það Haukar eru komnir í úrslitaleik Powerade bikarsins eftir að hafa valtað yfir Fram í seinni hálfleik í Laugardalshöll í kvöld. Lokatölur 24-32. 16. mars 2023 20:10 Leik lokið: Fram - Haukar 24-32 | Frábær seinni hálfleikur skilaði Haukum í úrslit Haukar eru komnir í úrslit Powerade-bikars karla í handbolta eftir öruggan átta marka sigur gegn Fram í kvöld, 24-32. Jafnræði var með liðunum framan af leik, en Haukarnir stungu af í síðari hálfleik. 16. mars 2023 19:30 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Guðmundur Bragi: Þeir náðu okkur aldrei eftir það Haukar eru komnir í úrslitaleik Powerade bikarsins eftir að hafa valtað yfir Fram í seinni hálfleik í Laugardalshöll í kvöld. Lokatölur 24-32. 16. mars 2023 20:10
Leik lokið: Fram - Haukar 24-32 | Frábær seinni hálfleikur skilaði Haukum í úrslit Haukar eru komnir í úrslit Powerade-bikars karla í handbolta eftir öruggan átta marka sigur gegn Fram í kvöld, 24-32. Jafnræði var með liðunum framan af leik, en Haukarnir stungu af í síðari hálfleik. 16. mars 2023 19:30