Hefja viðræður um kaup Festi á Lyfju fyrir um 7,8 milljarða króna Árni Sæberg skrifar 17. mars 2023 17:33 Ásta S. Fjeldsted er forstjóri Festi. Stöð 2/Egill Forsvarsmenn Festi hf. og SID ehf. undirrituðu í dag samkomulag um helstu skilmála vegna fyrirhugaðra kaupa Festi á öllu útgefnu hlutafé Lyfju hf.. Samkomulagið felur í sér að heildarvirði Lyfju sé 7,8 milljarðar króna en endanlegt kaupverð hlutafjár mun ráðast af skuldastöðu félags við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu Festi til kauphallar vegna samkomulagsins. Þar segir að Festi sérhæfi sig í rekstri smásölufyrirtækja og reki meðal annars Krónuna, N1 og Elko ásamt því að eiga og reka alls 87 fasteignir samtals um 95.000 fermetra að stærð, víðs vegar um landið. Einnig reki félagið tvö vöruhús undir nafni Bakkans vöruhótels sem sérhæfi sig í vöruhúsaþjónustu og dreifingu. Heildarvelta Festi hafi 131 milljarður króna árið 2022. Þá segir að félögin tvö muni í framhaldi af undirrituninni hefja samningaviðræður um kaupin með það að markmiði að komast að samkomulagi um efni endanlegs kaupsamnings. Samningaviðræðurnar byggi á forsendum og skilmálum samkomulagsins sem undirritað var í dag, að teknu tillits til niðurstaðna áreiðanleikakönnunar kaupanda. Lyfja metin á 7,8 milljarða króna Samkomulagið felur í sér að heildarvirði Lyfju sé 7,8 milljarðar króna en endanlegt kaupverð hlutafjár mun ráðast af skuldastöðu félags við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma. Samkvæmt tilkynningu segir að áætlanir Lyfju geri ráð fyrir að hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA), án IFRS16 áhrifa nemi 1.044 milljónum króna. Í samkomulaginu sé gert ráð fyrir að greiða kaupverðið með afhendingu 10 milljónum hluta í Festi eða 1,8 milljarða miðað við dagslokagengi Festi í Kauphöll og sex milljarða króna með handbæru fé. Þá segir að kaupin séu meðal annars háð skilyrðum um að samkomulag náist um endanlegan kaupsamning, framkvæmd áreiðanleikakönnunar, fjármögnun viðskiptanna, að hluthafafundur kaupanda samþykki ráðstöfun hlutafjár vegna viðskiptanna og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Kom af krafti inn úr fæðingarorlofi Í fréttatilkynningu segir að Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi, hafi mætt formlega aftur til leiks í dag eftir fæðingarorlof. Hennar fyrsta verk var því að undirrita samkomulag um kaup á stærstu apótekskeðju landsins. „Kaupin eru hluti af framtíðarsýn Festi um að bjóða upp á breitt vöruúrval nauðsynjavara á hagkvæmu verði um allt land. Með sölu lyfja og lækningavara getum við betur þjónað viðskiptavinum okkar ásamt því að taka þátt í að stuðla að bættri lýðheilsu í landinu. Lyfja er traust fyrirtæki sem hefur lagt ríka áherslu á fræðslu og fyrirbyggjandi heilsuvernd. Þessi áhersla kallast á við framtíðarsýn félaga innan Festi. Með rótgrónu og sterku vörumerki Lyfju og því reynslumikla fagfólki sem þar starfar verður hægt að byggja enn eina sterka stoð innan samstæðu Festi,“ er haft eftir henni í tilkynningu. Keypti Lyfju af Lindarhvoli fyrir fimm árum Eigandi Lyfju, SID ehf., er að mestu í eigu framtakssjóðsins SÍA III, sem er í rekstri sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis. Aðrir eigendur eru félög í eigu fjárfestanna Inga Guðjónssonar og Daníels Helgasonar. Félagið keypti Lyfju af Lindarhvoli, umsýslufélagi sem var falið að halda utan um stöðugleikaeignir íslenska ríkisins eftir efnahagshrunið árið 2008. Kaupverðið var um 4,2 milljarðar króna og því hafa eigendur ávaxtað pund sitt vel á fimm árum, ef af 7,8 milljarða kaupverðinu verður. Athygli vakti á sínum tíma að tilboð SID ehf. í Lyfju var ekki það hæsta sem barst. Árið 2017 hafði Samkeppniseftirlitið ógilt kaup Haga á Lyfju en smásölurisinn hafði samþykkt að greiða 6,7 milljarða króna fyrir apótekskeðjuna. Kaup og sala fyrirtækja Festi Starfsemi Lindarhvols Lyf Verslun Tengdar fréttir Höfnuðu tilboði frá Festi og slitu söluferlinu á Lyfju Eigendur Lyfju, stærstu apótekskeðju landsins, hættu við áform sín um að selja allt hlutafé í félaginu í síðasta mánuði eftir að þau tilboð sem bárust í söluferli sem hafði verið sett af stað reyndust talsvert undir þeim væntingum sem hluthafar höfðu gert sér um virði fyrirtækisins. Stærsti eigandi Lyfju, með 70 prósenta hlut, er framtakssjóðurinn SÍA III sem er í rekstri sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis. 22. nóvember 2021 10:29 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Festi til kauphallar vegna samkomulagsins. Þar segir að Festi sérhæfi sig í rekstri smásölufyrirtækja og reki meðal annars Krónuna, N1 og Elko ásamt því að eiga og reka alls 87 fasteignir samtals um 95.000 fermetra að stærð, víðs vegar um landið. Einnig reki félagið tvö vöruhús undir nafni Bakkans vöruhótels sem sérhæfi sig í vöruhúsaþjónustu og dreifingu. Heildarvelta Festi hafi 131 milljarður króna árið 2022. Þá segir að félögin tvö muni í framhaldi af undirrituninni hefja samningaviðræður um kaupin með það að markmiði að komast að samkomulagi um efni endanlegs kaupsamnings. Samningaviðræðurnar byggi á forsendum og skilmálum samkomulagsins sem undirritað var í dag, að teknu tillits til niðurstaðna áreiðanleikakönnunar kaupanda. Lyfja metin á 7,8 milljarða króna Samkomulagið felur í sér að heildarvirði Lyfju sé 7,8 milljarðar króna en endanlegt kaupverð hlutafjár mun ráðast af skuldastöðu félags við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma. Samkvæmt tilkynningu segir að áætlanir Lyfju geri ráð fyrir að hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA), án IFRS16 áhrifa nemi 1.044 milljónum króna. Í samkomulaginu sé gert ráð fyrir að greiða kaupverðið með afhendingu 10 milljónum hluta í Festi eða 1,8 milljarða miðað við dagslokagengi Festi í Kauphöll og sex milljarða króna með handbæru fé. Þá segir að kaupin séu meðal annars háð skilyrðum um að samkomulag náist um endanlegan kaupsamning, framkvæmd áreiðanleikakönnunar, fjármögnun viðskiptanna, að hluthafafundur kaupanda samþykki ráðstöfun hlutafjár vegna viðskiptanna og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Kom af krafti inn úr fæðingarorlofi Í fréttatilkynningu segir að Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi, hafi mætt formlega aftur til leiks í dag eftir fæðingarorlof. Hennar fyrsta verk var því að undirrita samkomulag um kaup á stærstu apótekskeðju landsins. „Kaupin eru hluti af framtíðarsýn Festi um að bjóða upp á breitt vöruúrval nauðsynjavara á hagkvæmu verði um allt land. Með sölu lyfja og lækningavara getum við betur þjónað viðskiptavinum okkar ásamt því að taka þátt í að stuðla að bættri lýðheilsu í landinu. Lyfja er traust fyrirtæki sem hefur lagt ríka áherslu á fræðslu og fyrirbyggjandi heilsuvernd. Þessi áhersla kallast á við framtíðarsýn félaga innan Festi. Með rótgrónu og sterku vörumerki Lyfju og því reynslumikla fagfólki sem þar starfar verður hægt að byggja enn eina sterka stoð innan samstæðu Festi,“ er haft eftir henni í tilkynningu. Keypti Lyfju af Lindarhvoli fyrir fimm árum Eigandi Lyfju, SID ehf., er að mestu í eigu framtakssjóðsins SÍA III, sem er í rekstri sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis. Aðrir eigendur eru félög í eigu fjárfestanna Inga Guðjónssonar og Daníels Helgasonar. Félagið keypti Lyfju af Lindarhvoli, umsýslufélagi sem var falið að halda utan um stöðugleikaeignir íslenska ríkisins eftir efnahagshrunið árið 2008. Kaupverðið var um 4,2 milljarðar króna og því hafa eigendur ávaxtað pund sitt vel á fimm árum, ef af 7,8 milljarða kaupverðinu verður. Athygli vakti á sínum tíma að tilboð SID ehf. í Lyfju var ekki það hæsta sem barst. Árið 2017 hafði Samkeppniseftirlitið ógilt kaup Haga á Lyfju en smásölurisinn hafði samþykkt að greiða 6,7 milljarða króna fyrir apótekskeðjuna.
Kaup og sala fyrirtækja Festi Starfsemi Lindarhvols Lyf Verslun Tengdar fréttir Höfnuðu tilboði frá Festi og slitu söluferlinu á Lyfju Eigendur Lyfju, stærstu apótekskeðju landsins, hættu við áform sín um að selja allt hlutafé í félaginu í síðasta mánuði eftir að þau tilboð sem bárust í söluferli sem hafði verið sett af stað reyndust talsvert undir þeim væntingum sem hluthafar höfðu gert sér um virði fyrirtækisins. Stærsti eigandi Lyfju, með 70 prósenta hlut, er framtakssjóðurinn SÍA III sem er í rekstri sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis. 22. nóvember 2021 10:29 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Höfnuðu tilboði frá Festi og slitu söluferlinu á Lyfju Eigendur Lyfju, stærstu apótekskeðju landsins, hættu við áform sín um að selja allt hlutafé í félaginu í síðasta mánuði eftir að þau tilboð sem bárust í söluferli sem hafði verið sett af stað reyndust talsvert undir þeim væntingum sem hluthafar höfðu gert sér um virði fyrirtækisins. Stærsti eigandi Lyfju, með 70 prósenta hlut, er framtakssjóðurinn SÍA III sem er í rekstri sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis. 22. nóvember 2021 10:29