Hefja viðræður um kaup Festi á Lyfju fyrir um 7,8 milljarða króna Árni Sæberg skrifar 17. mars 2023 17:33 Ásta S. Fjeldsted er forstjóri Festi. Stöð 2/Egill Forsvarsmenn Festi hf. og SID ehf. undirrituðu í dag samkomulag um helstu skilmála vegna fyrirhugaðra kaupa Festi á öllu útgefnu hlutafé Lyfju hf.. Samkomulagið felur í sér að heildarvirði Lyfju sé 7,8 milljarðar króna en endanlegt kaupverð hlutafjár mun ráðast af skuldastöðu félags við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu Festi til kauphallar vegna samkomulagsins. Þar segir að Festi sérhæfi sig í rekstri smásölufyrirtækja og reki meðal annars Krónuna, N1 og Elko ásamt því að eiga og reka alls 87 fasteignir samtals um 95.000 fermetra að stærð, víðs vegar um landið. Einnig reki félagið tvö vöruhús undir nafni Bakkans vöruhótels sem sérhæfi sig í vöruhúsaþjónustu og dreifingu. Heildarvelta Festi hafi 131 milljarður króna árið 2022. Þá segir að félögin tvö muni í framhaldi af undirrituninni hefja samningaviðræður um kaupin með það að markmiði að komast að samkomulagi um efni endanlegs kaupsamnings. Samningaviðræðurnar byggi á forsendum og skilmálum samkomulagsins sem undirritað var í dag, að teknu tillits til niðurstaðna áreiðanleikakönnunar kaupanda. Lyfja metin á 7,8 milljarða króna Samkomulagið felur í sér að heildarvirði Lyfju sé 7,8 milljarðar króna en endanlegt kaupverð hlutafjár mun ráðast af skuldastöðu félags við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma. Samkvæmt tilkynningu segir að áætlanir Lyfju geri ráð fyrir að hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA), án IFRS16 áhrifa nemi 1.044 milljónum króna. Í samkomulaginu sé gert ráð fyrir að greiða kaupverðið með afhendingu 10 milljónum hluta í Festi eða 1,8 milljarða miðað við dagslokagengi Festi í Kauphöll og sex milljarða króna með handbæru fé. Þá segir að kaupin séu meðal annars háð skilyrðum um að samkomulag náist um endanlegan kaupsamning, framkvæmd áreiðanleikakönnunar, fjármögnun viðskiptanna, að hluthafafundur kaupanda samþykki ráðstöfun hlutafjár vegna viðskiptanna og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Kom af krafti inn úr fæðingarorlofi Í fréttatilkynningu segir að Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi, hafi mætt formlega aftur til leiks í dag eftir fæðingarorlof. Hennar fyrsta verk var því að undirrita samkomulag um kaup á stærstu apótekskeðju landsins. „Kaupin eru hluti af framtíðarsýn Festi um að bjóða upp á breitt vöruúrval nauðsynjavara á hagkvæmu verði um allt land. Með sölu lyfja og lækningavara getum við betur þjónað viðskiptavinum okkar ásamt því að taka þátt í að stuðla að bættri lýðheilsu í landinu. Lyfja er traust fyrirtæki sem hefur lagt ríka áherslu á fræðslu og fyrirbyggjandi heilsuvernd. Þessi áhersla kallast á við framtíðarsýn félaga innan Festi. Með rótgrónu og sterku vörumerki Lyfju og því reynslumikla fagfólki sem þar starfar verður hægt að byggja enn eina sterka stoð innan samstæðu Festi,“ er haft eftir henni í tilkynningu. Keypti Lyfju af Lindarhvoli fyrir fimm árum Eigandi Lyfju, SID ehf., er að mestu í eigu framtakssjóðsins SÍA III, sem er í rekstri sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis. Aðrir eigendur eru félög í eigu fjárfestanna Inga Guðjónssonar og Daníels Helgasonar. Félagið keypti Lyfju af Lindarhvoli, umsýslufélagi sem var falið að halda utan um stöðugleikaeignir íslenska ríkisins eftir efnahagshrunið árið 2008. Kaupverðið var um 4,2 milljarðar króna og því hafa eigendur ávaxtað pund sitt vel á fimm árum, ef af 7,8 milljarða kaupverðinu verður. Athygli vakti á sínum tíma að tilboð SID ehf. í Lyfju var ekki það hæsta sem barst. Árið 2017 hafði Samkeppniseftirlitið ógilt kaup Haga á Lyfju en smásölurisinn hafði samþykkt að greiða 6,7 milljarða króna fyrir apótekskeðjuna. Kaup og sala fyrirtækja Festi Starfsemi Lindarhvols Lyf Verslun Tengdar fréttir Höfnuðu tilboði frá Festi og slitu söluferlinu á Lyfju Eigendur Lyfju, stærstu apótekskeðju landsins, hættu við áform sín um að selja allt hlutafé í félaginu í síðasta mánuði eftir að þau tilboð sem bárust í söluferli sem hafði verið sett af stað reyndust talsvert undir þeim væntingum sem hluthafar höfðu gert sér um virði fyrirtækisins. Stærsti eigandi Lyfju, með 70 prósenta hlut, er framtakssjóðurinn SÍA III sem er í rekstri sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis. 22. nóvember 2021 10:29 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Festi til kauphallar vegna samkomulagsins. Þar segir að Festi sérhæfi sig í rekstri smásölufyrirtækja og reki meðal annars Krónuna, N1 og Elko ásamt því að eiga og reka alls 87 fasteignir samtals um 95.000 fermetra að stærð, víðs vegar um landið. Einnig reki félagið tvö vöruhús undir nafni Bakkans vöruhótels sem sérhæfi sig í vöruhúsaþjónustu og dreifingu. Heildarvelta Festi hafi 131 milljarður króna árið 2022. Þá segir að félögin tvö muni í framhaldi af undirrituninni hefja samningaviðræður um kaupin með það að markmiði að komast að samkomulagi um efni endanlegs kaupsamnings. Samningaviðræðurnar byggi á forsendum og skilmálum samkomulagsins sem undirritað var í dag, að teknu tillits til niðurstaðna áreiðanleikakönnunar kaupanda. Lyfja metin á 7,8 milljarða króna Samkomulagið felur í sér að heildarvirði Lyfju sé 7,8 milljarðar króna en endanlegt kaupverð hlutafjár mun ráðast af skuldastöðu félags við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma. Samkvæmt tilkynningu segir að áætlanir Lyfju geri ráð fyrir að hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA), án IFRS16 áhrifa nemi 1.044 milljónum króna. Í samkomulaginu sé gert ráð fyrir að greiða kaupverðið með afhendingu 10 milljónum hluta í Festi eða 1,8 milljarða miðað við dagslokagengi Festi í Kauphöll og sex milljarða króna með handbæru fé. Þá segir að kaupin séu meðal annars háð skilyrðum um að samkomulag náist um endanlegan kaupsamning, framkvæmd áreiðanleikakönnunar, fjármögnun viðskiptanna, að hluthafafundur kaupanda samþykki ráðstöfun hlutafjár vegna viðskiptanna og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Kom af krafti inn úr fæðingarorlofi Í fréttatilkynningu segir að Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi, hafi mætt formlega aftur til leiks í dag eftir fæðingarorlof. Hennar fyrsta verk var því að undirrita samkomulag um kaup á stærstu apótekskeðju landsins. „Kaupin eru hluti af framtíðarsýn Festi um að bjóða upp á breitt vöruúrval nauðsynjavara á hagkvæmu verði um allt land. Með sölu lyfja og lækningavara getum við betur þjónað viðskiptavinum okkar ásamt því að taka þátt í að stuðla að bættri lýðheilsu í landinu. Lyfja er traust fyrirtæki sem hefur lagt ríka áherslu á fræðslu og fyrirbyggjandi heilsuvernd. Þessi áhersla kallast á við framtíðarsýn félaga innan Festi. Með rótgrónu og sterku vörumerki Lyfju og því reynslumikla fagfólki sem þar starfar verður hægt að byggja enn eina sterka stoð innan samstæðu Festi,“ er haft eftir henni í tilkynningu. Keypti Lyfju af Lindarhvoli fyrir fimm árum Eigandi Lyfju, SID ehf., er að mestu í eigu framtakssjóðsins SÍA III, sem er í rekstri sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis. Aðrir eigendur eru félög í eigu fjárfestanna Inga Guðjónssonar og Daníels Helgasonar. Félagið keypti Lyfju af Lindarhvoli, umsýslufélagi sem var falið að halda utan um stöðugleikaeignir íslenska ríkisins eftir efnahagshrunið árið 2008. Kaupverðið var um 4,2 milljarðar króna og því hafa eigendur ávaxtað pund sitt vel á fimm árum, ef af 7,8 milljarða kaupverðinu verður. Athygli vakti á sínum tíma að tilboð SID ehf. í Lyfju var ekki það hæsta sem barst. Árið 2017 hafði Samkeppniseftirlitið ógilt kaup Haga á Lyfju en smásölurisinn hafði samþykkt að greiða 6,7 milljarða króna fyrir apótekskeðjuna.
Kaup og sala fyrirtækja Festi Starfsemi Lindarhvols Lyf Verslun Tengdar fréttir Höfnuðu tilboði frá Festi og slitu söluferlinu á Lyfju Eigendur Lyfju, stærstu apótekskeðju landsins, hættu við áform sín um að selja allt hlutafé í félaginu í síðasta mánuði eftir að þau tilboð sem bárust í söluferli sem hafði verið sett af stað reyndust talsvert undir þeim væntingum sem hluthafar höfðu gert sér um virði fyrirtækisins. Stærsti eigandi Lyfju, með 70 prósenta hlut, er framtakssjóðurinn SÍA III sem er í rekstri sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis. 22. nóvember 2021 10:29 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Höfnuðu tilboði frá Festi og slitu söluferlinu á Lyfju Eigendur Lyfju, stærstu apótekskeðju landsins, hættu við áform sín um að selja allt hlutafé í félaginu í síðasta mánuði eftir að þau tilboð sem bárust í söluferli sem hafði verið sett af stað reyndust talsvert undir þeim væntingum sem hluthafar höfðu gert sér um virði fyrirtækisins. Stærsti eigandi Lyfju, með 70 prósenta hlut, er framtakssjóðurinn SÍA III sem er í rekstri sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis. 22. nóvember 2021 10:29