Stappar stálinu í félagsmenn VG í formannsræðu í skugga úrsagna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. mars 2023 21:04 Í formannsræðu sinni sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að félagsmenn VG ættu ekki að láta mótvindinn buga sig. Nú sé góð tímasetning til að staldra við og finna bestu leiðina fram á við. Vísir/Sigurjón Landsfundur Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs fer fram um helgina í skugga úrsagna hátt í þrjátíu VG liða, vegna samþykktar umdeilds útlendingafrumvarps dómsmálaráðherra í vikunni. Landsfundur Vinstri grænna hófst í Hofi á Akureyri í dag en búist er við að um tvö hundruð manns sæki fundinn nú um helgina. Kosið verður til stjórnar og flokksráðs. Að minnsta kosti verður tekist á um tvö embætti í stjórn; ritara og gjaldkera. Hér er hægt að kynna sér dagskrá landsfundarins: Landsfundur VG á Akureyri Þrjátíu hafa skráð sig úr VG á síðustu tveimur dögum eða frá samþykkt útlendingarfrumvarps. Fyrsti þungavigtarfélaginn til að kveðja flokkinn var Daníel E. Arnarsson, varaþingmaður. Á landsfundinum er hópur VG-liða sem ósáttur er við frumvarpið. Daníel sendir þeim þessi skilaboð. Daníel fyrrverandi varaþingmaður VG segir að það sé alvanalegt að ólík sjónarmið takist á í stjórnmálaflokki og það sé það sem landsfundargestir ættu að gera um helgina.Vísir/Einar „Látiði í ykkur heyra. Það er bara þannig. Vinstri græn er stjórnamálaflokkur og þar á að takast á, stjórnmál snúast um það. Nota rök með virðingu fyrir hvert öðru en líka að átta sig á því að stundum er bara komið nóg, eins og hjá mér. Ég fékk fólk til að ganga til liðs við mig og hreyfinguna á þeim forsendum að ég vildi bæta kjör þessa hóps og þegar hreyfingin mín gerir akkúrat öfugt þá er það bara ábyrgðarhluti hjá mér að stíga til hliðar,“ segir Daníel. Bjartur Steingrímsson, sem lengi var virkur í ungliðastarfi flokksins og á lista hans í Mosfellsbæ sagði síðan skilið við VG í dag. „Það er alltaf mjög leitt þegar leiðir skilja í stjórnmálum og einhverjir af þessum félögum myndi ég telja til minna vina og góðra félaga þannig að það er auðvitað mjög leiðinlegt,“ sagði Katrín. Katrín segir að þingmenn VG hafi unnið að málinu af miklum heilindum og það tekið miklum breytingum að kröfu vinstri grænna. Í formannsræðu Katrínar á landsfundinum nú síðdegis stappaði hún stálinu í sitt félagsfólk nú þegar flokkurinn mælist ekki eins vel og áður. Hvetur sitt fólk til dáða Í formannsræðu sinni stappaði hún stálinu í félagsfólk sitt og hvatti það til að láta mótvindinn ekki buga sig og vísaði þar til verra gengis í skoðanakönnunum undanfarið. „Það er alltaf hætta á þreytu þegar flokkar hafi verið lengi við stjórnvölinn. Við liggjum lágt í skoðanakönnunum og finnum að mótvindurinn um þessar mundir er allnokkur. Ég hef hins vegar verið félagi í þessari hreyfingu ansi lengi – eða 21 ár – og ef ég þekki okkur rétt látum við mótvindinn ekki buga okkur. En í mótvindi getur verið gott að staldra við og leggja nýtt mat á stöðuna, finna bestu leiðina fram á við og halda svo ótrauð áfram.“ Staðan í efnahagsmálum var fyrirferðamikil í ræðu Katrínar enda stór verkefni framundan. „Verkefni númer 1, 2 og 3 núna er að ná verðbólgunni niður. Það verður einungis gert með samstilltum aðgerðum allra. Ríkistjórnin hefur beitt ríkisfjármálunum til að vinna gegn þenslunni en á sama tíma styðja þá hópa sem eiga erfiðast með að mæta áhrifum verðbólgunnar og það munum við gera áfram.“ Katrín sagði hreyfinguna hafa góð áhrif á samfélagið, langt umfram stærð hennar. „Ég gæti staðið hér frameftir kvöldi og þulið upp hluti eins og þrepaskipt skattkerfi, eflingu barnabótakerfisins, eflingu almenna íbúðakerfisins, friðlýst svæði um land allt, fullfjármagnaða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum, ný jafnréttislög, lögin um kynrænt sjálfræði, minni skerðingar í almannatryggingakerfinu, bætta réttarstöðu brotaþola, ný lagaákvæði um umsáturseinelti og kynferðislega friðhelgi, minni greiðsluþátttöku sjúklinga og stóreflingu heilsugæslunnar, Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri, lög um farsæld barna sem nálgast þau málefni með algjörlega nýjum hætti í þágu barna, ný þungunarrofslöggjöf, lenging fæðingarorlofs og stytting vinnuvikunnar. Ég gæti haldið lengi áfram – en á því leikur enginn vafi að við höfum haft ómæld áhrif á samfélagið með þátttöku okkar í ríkisstjórn, langt umfram stærð okkar.“ Vinstri græn Tengdar fréttir Greip fram í fyrir Katrínu: „Ég get ekki hlustað á þessar helvítis lygar“ Einn viðstaddra á landsfundi Vinstri grænna, sem settur var á Akureyri í dag, var ekki sáttur með ávarp formanns VG og forsætisráðherra. „Ég get ekki hlustað á þessar helvítis lygar,“ sagði maðurinn og bætti við að Katrín Jakobsdóttir ætti að skammast sín. Maðurinn er þó ekki félagi í Vinstri grænum. 17. mars 2023 18:25 „Alltaf mjög leitt þegar leiðir skilja í stjórnmálum“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG, segir að það sé mjög leitt að sjá á eftir nokkrum félagsmönnum úr flokknum vegna óánægju með ný samþykkt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. Hún telur þó að þingmenn flokksins hafi unnið að málinu af heilindum og í samræmi við stefnu flokksins. 17. mars 2023 11:54 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Landsfundur Vinstri grænna hófst í Hofi á Akureyri í dag en búist er við að um tvö hundruð manns sæki fundinn nú um helgina. Kosið verður til stjórnar og flokksráðs. Að minnsta kosti verður tekist á um tvö embætti í stjórn; ritara og gjaldkera. Hér er hægt að kynna sér dagskrá landsfundarins: Landsfundur VG á Akureyri Þrjátíu hafa skráð sig úr VG á síðustu tveimur dögum eða frá samþykkt útlendingarfrumvarps. Fyrsti þungavigtarfélaginn til að kveðja flokkinn var Daníel E. Arnarsson, varaþingmaður. Á landsfundinum er hópur VG-liða sem ósáttur er við frumvarpið. Daníel sendir þeim þessi skilaboð. Daníel fyrrverandi varaþingmaður VG segir að það sé alvanalegt að ólík sjónarmið takist á í stjórnmálaflokki og það sé það sem landsfundargestir ættu að gera um helgina.Vísir/Einar „Látiði í ykkur heyra. Það er bara þannig. Vinstri græn er stjórnamálaflokkur og þar á að takast á, stjórnmál snúast um það. Nota rök með virðingu fyrir hvert öðru en líka að átta sig á því að stundum er bara komið nóg, eins og hjá mér. Ég fékk fólk til að ganga til liðs við mig og hreyfinguna á þeim forsendum að ég vildi bæta kjör þessa hóps og þegar hreyfingin mín gerir akkúrat öfugt þá er það bara ábyrgðarhluti hjá mér að stíga til hliðar,“ segir Daníel. Bjartur Steingrímsson, sem lengi var virkur í ungliðastarfi flokksins og á lista hans í Mosfellsbæ sagði síðan skilið við VG í dag. „Það er alltaf mjög leitt þegar leiðir skilja í stjórnmálum og einhverjir af þessum félögum myndi ég telja til minna vina og góðra félaga þannig að það er auðvitað mjög leiðinlegt,“ sagði Katrín. Katrín segir að þingmenn VG hafi unnið að málinu af miklum heilindum og það tekið miklum breytingum að kröfu vinstri grænna. Í formannsræðu Katrínar á landsfundinum nú síðdegis stappaði hún stálinu í sitt félagsfólk nú þegar flokkurinn mælist ekki eins vel og áður. Hvetur sitt fólk til dáða Í formannsræðu sinni stappaði hún stálinu í félagsfólk sitt og hvatti það til að láta mótvindinn ekki buga sig og vísaði þar til verra gengis í skoðanakönnunum undanfarið. „Það er alltaf hætta á þreytu þegar flokkar hafi verið lengi við stjórnvölinn. Við liggjum lágt í skoðanakönnunum og finnum að mótvindurinn um þessar mundir er allnokkur. Ég hef hins vegar verið félagi í þessari hreyfingu ansi lengi – eða 21 ár – og ef ég þekki okkur rétt látum við mótvindinn ekki buga okkur. En í mótvindi getur verið gott að staldra við og leggja nýtt mat á stöðuna, finna bestu leiðina fram á við og halda svo ótrauð áfram.“ Staðan í efnahagsmálum var fyrirferðamikil í ræðu Katrínar enda stór verkefni framundan. „Verkefni númer 1, 2 og 3 núna er að ná verðbólgunni niður. Það verður einungis gert með samstilltum aðgerðum allra. Ríkistjórnin hefur beitt ríkisfjármálunum til að vinna gegn þenslunni en á sama tíma styðja þá hópa sem eiga erfiðast með að mæta áhrifum verðbólgunnar og það munum við gera áfram.“ Katrín sagði hreyfinguna hafa góð áhrif á samfélagið, langt umfram stærð hennar. „Ég gæti staðið hér frameftir kvöldi og þulið upp hluti eins og þrepaskipt skattkerfi, eflingu barnabótakerfisins, eflingu almenna íbúðakerfisins, friðlýst svæði um land allt, fullfjármagnaða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum, ný jafnréttislög, lögin um kynrænt sjálfræði, minni skerðingar í almannatryggingakerfinu, bætta réttarstöðu brotaþola, ný lagaákvæði um umsáturseinelti og kynferðislega friðhelgi, minni greiðsluþátttöku sjúklinga og stóreflingu heilsugæslunnar, Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri, lög um farsæld barna sem nálgast þau málefni með algjörlega nýjum hætti í þágu barna, ný þungunarrofslöggjöf, lenging fæðingarorlofs og stytting vinnuvikunnar. Ég gæti haldið lengi áfram – en á því leikur enginn vafi að við höfum haft ómæld áhrif á samfélagið með þátttöku okkar í ríkisstjórn, langt umfram stærð okkar.“
Vinstri græn Tengdar fréttir Greip fram í fyrir Katrínu: „Ég get ekki hlustað á þessar helvítis lygar“ Einn viðstaddra á landsfundi Vinstri grænna, sem settur var á Akureyri í dag, var ekki sáttur með ávarp formanns VG og forsætisráðherra. „Ég get ekki hlustað á þessar helvítis lygar,“ sagði maðurinn og bætti við að Katrín Jakobsdóttir ætti að skammast sín. Maðurinn er þó ekki félagi í Vinstri grænum. 17. mars 2023 18:25 „Alltaf mjög leitt þegar leiðir skilja í stjórnmálum“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG, segir að það sé mjög leitt að sjá á eftir nokkrum félagsmönnum úr flokknum vegna óánægju með ný samþykkt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. Hún telur þó að þingmenn flokksins hafi unnið að málinu af heilindum og í samræmi við stefnu flokksins. 17. mars 2023 11:54 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Greip fram í fyrir Katrínu: „Ég get ekki hlustað á þessar helvítis lygar“ Einn viðstaddra á landsfundi Vinstri grænna, sem settur var á Akureyri í dag, var ekki sáttur með ávarp formanns VG og forsætisráðherra. „Ég get ekki hlustað á þessar helvítis lygar,“ sagði maðurinn og bætti við að Katrín Jakobsdóttir ætti að skammast sín. Maðurinn er þó ekki félagi í Vinstri grænum. 17. mars 2023 18:25
„Alltaf mjög leitt þegar leiðir skilja í stjórnmálum“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG, segir að það sé mjög leitt að sjá á eftir nokkrum félagsmönnum úr flokknum vegna óánægju með ný samþykkt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. Hún telur þó að þingmenn flokksins hafi unnið að málinu af heilindum og í samræmi við stefnu flokksins. 17. mars 2023 11:54
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent