Í frétt breska ríkisútvarpsins um málið segir að lögreglumennirnir, Travis Jordan og Brett Ryan, hafi verið að sinna útkalli vegna heimiliserja að þeir hafi verið skotnir þegar þeir voru á leið að heimilinu. Þá segir að móðir árásarmannsins liggi þungt haldin á sjúkrahúsi.
BBC hefur eftir lögreglustjóranum Dale McFee að fyrstu vísbendingar bendi til þess að lögreglumennirnir hafi ekki haft tíma til þess að grípa til vopna sinna áður en þeir voru skotnir.
Hann segir að aðrir viðbragðsaðilar hafi reynt að bjarga mönnunum á leið á sjúkrahús en að þeir hafi verið úrskurðaðir látnir við komu þangað.
„Ég get ekki sagt ykkur hversu eyðilögð við erum vegna þessa missis,“ er haft eftir honum.
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði á Twitter í gær að lögregluþjónar leggi líf sitt að veði á hverjum degi til þess að vernda borgara landsins. Fréttir gærdagsins minni á þá staðreynd.
Þá vottar hann ástvinum og samstarfsmönnum lögreglumannanna samúð sína.
Every day, police officers put themselves in harm s way to keep people safe. The news that two @EdmontonPolice officers have been killed in the line of duty reminds us of that reality. I m sending my condolences to the officers loved ones and colleagues we re here for you.
— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) March 16, 2023