Lét allt og alla hjá Tottenham heyra það eftir leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. mars 2023 23:30 Antonio Conte eftir leik dagsins. Andrew Matthews/Getty Images Antonio Conte var ekki skemmt eftir að lið hans, Tottenham Hotspur, missti niður tveggja marka forystu gegn Southampton, botnliði ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Það fengu allt og allir það óþvegið þegar hann mætti á blaðamannafund að leik loknum. Hefði Tottenham unnið Southampton í dag hefði liðið farið upp í 3. sæti með 51 stig, einu stigi meira en Manchester United. Rauðu djöflarnir hefðu samt átt tvo leiki til góða en Conte og hans menn væru þó allavega enn með fótinn á bensíngjöfinni í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu að ári. Þess í stað gerði liðið jafntefli og er nú aðeins tveimur stigum á undan Newcastle United sem á einnig tvo leiki til góða. Liverpool er svo í 5. sæti með sjö stigum minna en Tottenham en einnig tvo leiki til góða. Það getur því enn allt gerst. Tottenham var með unninn leik í höndunum en liðið var 3-1 yfir þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Þó Conte hafi reynt að gera varnarskiptingar þá tókst botnliðinu samt að jafna metin og eðlilega var Ítalinn allt annað en sáttur þegar hann ræddi við blaðamenn eftir leik. „Gallinn er að enn og aftur sýndum við að við erum ekki lið. Ég sé eigingjarna leikmenn, ég sé leikmenn sem hjálpa ekki hvor öðrum og spila ekki af öllu hjarta.“ „Þeir spila ekki um neitt sem skiptir máli. Þeir vilja ekki spila undir pressu, þeir vilja ekki spila leiki þar sem mikið er undir. Það er auðveldara svona. Þetta er saga Tottenham: Sami eigandi í 20 ár en þeir hafa aldrei unnið neitt. Af hverju?“ Antonio Conte attacked his Tottenham players and the entire culture and direction of the football club on Saturday night. pic.twitter.com/mWWSJ1hvm1— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 18, 2023 „Við erum atvinnumenn. Félagið borgar okkur mikið af peningum, leikmennirnir fá pening, ég fæ pening. Ekki til að finna afsakanir og hafa ekki neinn anda né sýna ábyrgð. Við erum að sýna þetta núna. Að mínu mati er það ekki boðlegt. Þetta er í fyrsta sinn á ferli mínum sem ég er í aðstæðum sem þessum.“ Antonio Conte went IN after Spurs draw (via @HaytersTV)pic.twitter.com/gMWJvVi4K5— B/R Football (@brfootball) March 18, 2023 Næsti leikur Tottenham er ekki fyrr en eftir landsleikjahlé og verður forvitnilegt að sjá hvort Conte verði enn þjálfari liðsins þegar það mætir Everton í Guttagarði þann 3. apríl næstkomandi. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira
Hefði Tottenham unnið Southampton í dag hefði liðið farið upp í 3. sæti með 51 stig, einu stigi meira en Manchester United. Rauðu djöflarnir hefðu samt átt tvo leiki til góða en Conte og hans menn væru þó allavega enn með fótinn á bensíngjöfinni í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu að ári. Þess í stað gerði liðið jafntefli og er nú aðeins tveimur stigum á undan Newcastle United sem á einnig tvo leiki til góða. Liverpool er svo í 5. sæti með sjö stigum minna en Tottenham en einnig tvo leiki til góða. Það getur því enn allt gerst. Tottenham var með unninn leik í höndunum en liðið var 3-1 yfir þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Þó Conte hafi reynt að gera varnarskiptingar þá tókst botnliðinu samt að jafna metin og eðlilega var Ítalinn allt annað en sáttur þegar hann ræddi við blaðamenn eftir leik. „Gallinn er að enn og aftur sýndum við að við erum ekki lið. Ég sé eigingjarna leikmenn, ég sé leikmenn sem hjálpa ekki hvor öðrum og spila ekki af öllu hjarta.“ „Þeir spila ekki um neitt sem skiptir máli. Þeir vilja ekki spila undir pressu, þeir vilja ekki spila leiki þar sem mikið er undir. Það er auðveldara svona. Þetta er saga Tottenham: Sami eigandi í 20 ár en þeir hafa aldrei unnið neitt. Af hverju?“ Antonio Conte attacked his Tottenham players and the entire culture and direction of the football club on Saturday night. pic.twitter.com/mWWSJ1hvm1— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 18, 2023 „Við erum atvinnumenn. Félagið borgar okkur mikið af peningum, leikmennirnir fá pening, ég fæ pening. Ekki til að finna afsakanir og hafa ekki neinn anda né sýna ábyrgð. Við erum að sýna þetta núna. Að mínu mati er það ekki boðlegt. Þetta er í fyrsta sinn á ferli mínum sem ég er í aðstæðum sem þessum.“ Antonio Conte went IN after Spurs draw (via @HaytersTV)pic.twitter.com/gMWJvVi4K5— B/R Football (@brfootball) March 18, 2023 Næsti leikur Tottenham er ekki fyrr en eftir landsleikjahlé og verður forvitnilegt að sjá hvort Conte verði enn þjálfari liðsins þegar það mætir Everton í Guttagarði þann 3. apríl næstkomandi.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira