Forseti Sviss staðfestir kaup UBS á Credit Suisse Máni Snær Þorláksson skrifar 19. mars 2023 19:02 Frá blaðamannafundinum þar sem tilkynnt var um kaupin. YouTube Forseti Sviss hefur staðfest að UBS, stærsti banki Sviss, mun kaupa Credit Suisse, næst stærsta banka landsins. Ekki kom fram í máli hans hvert nákvæmt kaupverð er en það er sagt nema yfir tveimur milljörðum bandaríkjadala. Viðræður um yfirtöku svissneska bankans UBS á bankanum Credit Suisse hófust á föstudagskvöld en seðlabankinn og fjármálaeftirlitið þar í landi stóðu að viðræðunum, sem höfðu það markmið að endurvekja traust á bankakerfinu. Boðað var til blaðamannafundar klukkan 19:30 á staðartíma í dag þar sem farið var yfir stöðu mála. Þar staðfesti Alain Berset, forseti Sviss, að UBS myndi festa kaup á keppinaut sínum. Talið er að kaupverðið nemi yfir tveimur milljörðum bandaríkjadala eins og fram kom í Financial Times fyrr í dag. Það kaupverð er langt undir markaðsvirði bankans á föstudaginn. Þá kostaði hver hlutur í bankanum 1,86 franka en ef kaupverðið er tveir milljarðar bandaríkjadala þá er hver hlutur einungis á 0,5 franka. Kaupverðið er sagt vera mun lægra en markaðsvirði fyrir helgi.Grafík/Hjalti Karin Keller-Sutter, fjármálaráðherra Sviss, undirstrikar mikilvægi kaupanna á blaðamannafundinum. Hún segir að ef jafn mikilvægur banki og Credit Suisse hefði fallið þá hefði það haft óbætanleg áhrif á fjármálamarkaði. Sviss Fjármálamarkaðir Tengdar fréttir Samkomulag um kaupin sagt í höfn: „Sýnir hversu slæm staðan er“ UBS, stærsti banki Sviss, er sagður hafa samþykkt að kaupa Credit Suisse, sem er næst stærsti banki landsins. Kaupverðið er sagt vera yfir tveir milljarðar Bandaríkjadala. Yfirvöld í Sviss eru sögð ætla að breyta hlutafélagalöggjöf landsins til að koma í veg fyrr að hluthafa bankans fái að greiða atkvæði um söluna. 19. mars 2023 17:22 UBS sagður ætla að kaupa Credit Suisse fyrir allt að milljarð dala UBS, stærsti banki Sviss, er sagður ætla að kaupa Credit Suisse, sem er næststærsti banki Sviss og rambar á barmi falls, fyrir allt að einn milljarð Bandaríkjadala. Það er einungis brot af markaðsvirði bankans við lok markaða á föstudag. 19. mars 2023 12:25 Sögð undirbúa neyðarráðstafanir vegna yfirtöku UBS á Credit Suisse Yfirvöld í Sviss eru sögð undirbúa neyðarráðsstafanir til að flýta fyrir yfirtöku svissneska bankans UBS á Credit Suisse en ríkisstjórnin þar í landi kom saman á neyðarfundi í kvöld. Titringur hefur verið á mörkuðum víða um heim en íslenska fjármálakerfið er sterkt að sögn fjármálaráðherra. Hann hefur litlar áhyggjur af áhrifum, sem gætu þó orðið einhver. 18. mars 2023 20:43 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Viðræður um yfirtöku svissneska bankans UBS á bankanum Credit Suisse hófust á föstudagskvöld en seðlabankinn og fjármálaeftirlitið þar í landi stóðu að viðræðunum, sem höfðu það markmið að endurvekja traust á bankakerfinu. Boðað var til blaðamannafundar klukkan 19:30 á staðartíma í dag þar sem farið var yfir stöðu mála. Þar staðfesti Alain Berset, forseti Sviss, að UBS myndi festa kaup á keppinaut sínum. Talið er að kaupverðið nemi yfir tveimur milljörðum bandaríkjadala eins og fram kom í Financial Times fyrr í dag. Það kaupverð er langt undir markaðsvirði bankans á föstudaginn. Þá kostaði hver hlutur í bankanum 1,86 franka en ef kaupverðið er tveir milljarðar bandaríkjadala þá er hver hlutur einungis á 0,5 franka. Kaupverðið er sagt vera mun lægra en markaðsvirði fyrir helgi.Grafík/Hjalti Karin Keller-Sutter, fjármálaráðherra Sviss, undirstrikar mikilvægi kaupanna á blaðamannafundinum. Hún segir að ef jafn mikilvægur banki og Credit Suisse hefði fallið þá hefði það haft óbætanleg áhrif á fjármálamarkaði.
Sviss Fjármálamarkaðir Tengdar fréttir Samkomulag um kaupin sagt í höfn: „Sýnir hversu slæm staðan er“ UBS, stærsti banki Sviss, er sagður hafa samþykkt að kaupa Credit Suisse, sem er næst stærsti banki landsins. Kaupverðið er sagt vera yfir tveir milljarðar Bandaríkjadala. Yfirvöld í Sviss eru sögð ætla að breyta hlutafélagalöggjöf landsins til að koma í veg fyrr að hluthafa bankans fái að greiða atkvæði um söluna. 19. mars 2023 17:22 UBS sagður ætla að kaupa Credit Suisse fyrir allt að milljarð dala UBS, stærsti banki Sviss, er sagður ætla að kaupa Credit Suisse, sem er næststærsti banki Sviss og rambar á barmi falls, fyrir allt að einn milljarð Bandaríkjadala. Það er einungis brot af markaðsvirði bankans við lok markaða á föstudag. 19. mars 2023 12:25 Sögð undirbúa neyðarráðstafanir vegna yfirtöku UBS á Credit Suisse Yfirvöld í Sviss eru sögð undirbúa neyðarráðsstafanir til að flýta fyrir yfirtöku svissneska bankans UBS á Credit Suisse en ríkisstjórnin þar í landi kom saman á neyðarfundi í kvöld. Titringur hefur verið á mörkuðum víða um heim en íslenska fjármálakerfið er sterkt að sögn fjármálaráðherra. Hann hefur litlar áhyggjur af áhrifum, sem gætu þó orðið einhver. 18. mars 2023 20:43 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Samkomulag um kaupin sagt í höfn: „Sýnir hversu slæm staðan er“ UBS, stærsti banki Sviss, er sagður hafa samþykkt að kaupa Credit Suisse, sem er næst stærsti banki landsins. Kaupverðið er sagt vera yfir tveir milljarðar Bandaríkjadala. Yfirvöld í Sviss eru sögð ætla að breyta hlutafélagalöggjöf landsins til að koma í veg fyrr að hluthafa bankans fái að greiða atkvæði um söluna. 19. mars 2023 17:22
UBS sagður ætla að kaupa Credit Suisse fyrir allt að milljarð dala UBS, stærsti banki Sviss, er sagður ætla að kaupa Credit Suisse, sem er næststærsti banki Sviss og rambar á barmi falls, fyrir allt að einn milljarð Bandaríkjadala. Það er einungis brot af markaðsvirði bankans við lok markaða á föstudag. 19. mars 2023 12:25
Sögð undirbúa neyðarráðstafanir vegna yfirtöku UBS á Credit Suisse Yfirvöld í Sviss eru sögð undirbúa neyðarráðsstafanir til að flýta fyrir yfirtöku svissneska bankans UBS á Credit Suisse en ríkisstjórnin þar í landi kom saman á neyðarfundi í kvöld. Titringur hefur verið á mörkuðum víða um heim en íslenska fjármálakerfið er sterkt að sögn fjármálaráðherra. Hann hefur litlar áhyggjur af áhrifum, sem gætu þó orðið einhver. 18. mars 2023 20:43