Yfirtakan muni líklega róa markaði í Evrópu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 19. mars 2023 21:28 Snorri Jakobsson, hjá Jakobsson Capital, segir bankana í Evrópu ekki hafa gengið í gegnum sömu endurskipulagningu og íslensku bankarnir gerðu eftir hrun. Stöð 2/Egill Íslenskur greinandi segir að yfirtaka UBS á Credit Suisse muni líklega róa markaði í Evrópu en bankinn hafi verið svarti sauðurinn að ákveðnu leyti. Það að kaupverðið sé langt undir markaðsvirði komi ekki á óvart þar sem úlfatími sé á fjármálamarkaði. Bandaríkjamenn þurfi einnig að huga að lagabreytingum vegna veikleika sem komu bersýnilega í ljós í síðustu viku. Viðræður um yfirtöku svissneska bankans UBS á Credit Suisse hófust á föstudagskvöld en seðlabankinn og fjármálaeftirlitið þar í landi stóðu að viðræðunum, sem höfðu það markmið að endurvekja traust á bankakerfinu. Þá var greint frá því að ríkisstjórn Sviss hafi hist á neyðarfundi og að yfirvöld hygðust breyta lögum til að flýta fyrir samrunanum. Financial Times greindi fyrst frá fréttunum og í morgun var greint frá því að UBS hafi lagt fram tilboð sem hljóðaði upp á 0,25 svissneska franka á hlut eða allt að 900 milljónir í heildina. Við lokun markaða á föstudag var lokaverð hluta í Credit Suisse 1,86 svissneskir frankar og markaðsvirði bankans 7,43 milljarðar. Mikil óánægja hafi verið úr búðum Credit Suisse með það tilboð. Síðdegis í dag var þá greint frá því að samkomulag hafi náðst og var kaupverðið þá rúmlega tveir milljarðir Bandaríkjadala. Forseti Sviss staðfesti kaupinn á blaðamannafundi á sjöunda tímanum í kvöld. Muni væntanlega róa markaði í Evrópu Rætt var við Snorra Jakobsson, greinanda hjá Jakobsson Capital, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag áður en kaup UBS voru staðfest en þá lá fyrir fyrsta boðið frá bankanum. Hann segir fall Credit Suisse ekki hafa komið sérstaklega á óvart. „Þetta er í raun og veru bara fimmtán ára gamalt vandamál. Bankar í Evrópu gengu aldrei í gegnum svona þessu sömu endurskipulagningu eins og íslensku bankarnir, sérstaklega þarna í Sviss, það breytist aldrei neitt þar. Það var mikið af vandamálum og slæmur rekstur sem að var hreinlega ekki búið að taka á“ segir Snorri. Það komi ekki á óvart að boðið hafi verið langt undir markaðsvirði. „Þegar það er svona mikill skortur á fjármagni þá sjá menn sér gott til glóðarinnar, þetta er svona brunasala. Það er úlfatími núna á fjármálamarkaði og þegar það vantar fjármagn, eins og hjá þessum banka, þá seljast eignirnar ekki á háu verði,“ segir Snorri. Kaupverðið er sagt vera mun lægra en markaðsvirði fyrir helgi. Upprunalega hafði UBS sagst tilbúinn til að borga allt að 900 milljónir svissneskra franka. Grafík/Hjalti Mikill titringur var á fjármálamörkuðum víða um heim í síðustu viku. Vendingar erlendis bitna líklega lítið á Íslandi, þar sem bankarnir hafa verið styrktir verulega eftir hrun. „Hérna heima hefur þetta sáralítil áhrif en þetta róar væntanlega markaði í Evrópu og á flestum stöðum eru bankar miklu betur reknir en Credit Suisse, hann var svona svarti sauðurinn,“ segir Snorri. Vankantar á kerfinu í Bandaríkjunum kristallast Þó Credit Suisse hafi verið stærsti bankinn til að falla gerðu vandamálin fyrst vart við sig í Bandaríkjunum, fyrst með falli Silicon Valley Bank á mánudag og síðar Signature bankans. Að sögn Snorra hefur lítið breyst þar. „Það er náttúrulega búið að taka yfir þarna einhverja banka og leysa úr bönkunum. Á bandarískum mælikvarða eru þetta mjög litlir bankar en það sem hefur kannski verið að kristallast og koma þarna í ljós er að litlir bankar í Bandaríkjunum hafa ekki verið undir jafn ströngu eftirliti og stærri bankarnir,“ segir Snorri. Þá bendir hann á að bankar sem teljast litlir í Bandaríkjunum séu um 25 sinnum stærri en íslensku bankarnir. Þeir séu þó undir mjög veiku fjármálaeftirliti, sem sýni fram á ákveðið kæruleysi. Hvort breytingar á regluverkinu, líkt og Bandaríkjaþing hefur rætt, sé lausnin segir Snorri erfitt að segja. „En það er alveg ljóst að mörkin voru allt of hátt uppi og þeir þurfa að endurskoða eitthvað löggjöfina og herða hana fyrir þessar minni fjármálastofnanir,“ segir hann. Fjármálamarkaðir Efnahagsmál Sviss Bandaríkin Tengdar fréttir UBS sagður ætla að kaupa Credit Suisse fyrir allt að milljarð dala UBS, stærsti banki Sviss, er sagður ætla að kaupa Credit Suisse, sem er næststærsti banki Sviss og rambar á barmi falls, fyrir allt að einn milljarð Bandaríkjadala. Það er einungis brot af markaðsvirði bankans við lok markaða á föstudag. 19. mars 2023 12:25 Sögð undirbúa neyðarráðstafanir vegna yfirtöku UBS á Credit Suisse Yfirvöld í Sviss eru sögð undirbúa neyðarráðsstafanir til að flýta fyrir yfirtöku svissneska bankans UBS á Credit Suisse en ríkisstjórnin þar í landi kom saman á neyðarfundi í kvöld. Titringur hefur verið á mörkuðum víða um heim en íslenska fjármálakerfið er sterkt að sögn fjármálaráðherra. Hann hefur litlar áhyggjur af áhrifum, sem gætu þó orðið einhver. 18. mars 2023 20:43 Áfram lækkanir í kauphöllum Hlutabréf í bönkum og fjármálastofnunum hafa lækkuðu áfram við opnun markaða á suðurhveli jarðar í nótt. 16. mars 2023 07:38 Credit Suisse dragbítur á evrópskum bönkum Svissneski bankinn Credit Suisse dróg evrópska banka niður með sér þegar hlutabréfaverð hans hríðféll í skugga óróa vegna falls tveggja bandarískra banka í dag. Gengi bréfa bankans féll um allt að þrjátíu prósent og hefur aldrei verið lægra. 15. mars 2023 17:47 Regluverkið virkaði ekki og vaxtastefnan gerði banka „háða“ lágum vöxtum Gjaldþrot Silicon Valley Bank (SVB) sýnir að sú stefna sem fjármálayfirvöld hafa rekið í einn og hálfan áratug var röng. Regluverkið virkaði ekki og vaxtastefnan gerði banka „háða“ lágum vöxtum. Fleiri bankar glími við samskonar vanda og SVB en það stefnir þó ekki í aðra bankakrísu, segir Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði við London School of Economics. 14. mars 2023 15:00 Rannsaka fall Kísildalsbankans Bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsakar nú fall Silicon Valley Bank og gjörðir æðstu stjórnenda hans. Yfirvöld tóku bankann yfir eftir að áhlaup var gert á hann í síðustu viku. Gjaldþrot bankans er það næststærsta í sögu Bandaríkjanna. 14. mars 2023 18:47 Öðrum banka lokað en innistæður að fullu tryggðar Etirlitsaðilar í New York ríki Bandaríkjanna hafa tekið yfir bankann Signature Bank, sem kominn var í sambærileg vandræði og SVB-bankinn sem lokað var fyrir helgi. Innistæður allra innistæðueiganda verða að fullu tryggðar svo tryggja megi trú á bandaríska bankakerfið. Bankarnir voru umsvifamiklir á rafmyntamarkaði. 13. mars 2023 08:49 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Viðræður um yfirtöku svissneska bankans UBS á Credit Suisse hófust á föstudagskvöld en seðlabankinn og fjármálaeftirlitið þar í landi stóðu að viðræðunum, sem höfðu það markmið að endurvekja traust á bankakerfinu. Þá var greint frá því að ríkisstjórn Sviss hafi hist á neyðarfundi og að yfirvöld hygðust breyta lögum til að flýta fyrir samrunanum. Financial Times greindi fyrst frá fréttunum og í morgun var greint frá því að UBS hafi lagt fram tilboð sem hljóðaði upp á 0,25 svissneska franka á hlut eða allt að 900 milljónir í heildina. Við lokun markaða á föstudag var lokaverð hluta í Credit Suisse 1,86 svissneskir frankar og markaðsvirði bankans 7,43 milljarðar. Mikil óánægja hafi verið úr búðum Credit Suisse með það tilboð. Síðdegis í dag var þá greint frá því að samkomulag hafi náðst og var kaupverðið þá rúmlega tveir milljarðir Bandaríkjadala. Forseti Sviss staðfesti kaupinn á blaðamannafundi á sjöunda tímanum í kvöld. Muni væntanlega róa markaði í Evrópu Rætt var við Snorra Jakobsson, greinanda hjá Jakobsson Capital, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag áður en kaup UBS voru staðfest en þá lá fyrir fyrsta boðið frá bankanum. Hann segir fall Credit Suisse ekki hafa komið sérstaklega á óvart. „Þetta er í raun og veru bara fimmtán ára gamalt vandamál. Bankar í Evrópu gengu aldrei í gegnum svona þessu sömu endurskipulagningu eins og íslensku bankarnir, sérstaklega þarna í Sviss, það breytist aldrei neitt þar. Það var mikið af vandamálum og slæmur rekstur sem að var hreinlega ekki búið að taka á“ segir Snorri. Það komi ekki á óvart að boðið hafi verið langt undir markaðsvirði. „Þegar það er svona mikill skortur á fjármagni þá sjá menn sér gott til glóðarinnar, þetta er svona brunasala. Það er úlfatími núna á fjármálamarkaði og þegar það vantar fjármagn, eins og hjá þessum banka, þá seljast eignirnar ekki á háu verði,“ segir Snorri. Kaupverðið er sagt vera mun lægra en markaðsvirði fyrir helgi. Upprunalega hafði UBS sagst tilbúinn til að borga allt að 900 milljónir svissneskra franka. Grafík/Hjalti Mikill titringur var á fjármálamörkuðum víða um heim í síðustu viku. Vendingar erlendis bitna líklega lítið á Íslandi, þar sem bankarnir hafa verið styrktir verulega eftir hrun. „Hérna heima hefur þetta sáralítil áhrif en þetta róar væntanlega markaði í Evrópu og á flestum stöðum eru bankar miklu betur reknir en Credit Suisse, hann var svona svarti sauðurinn,“ segir Snorri. Vankantar á kerfinu í Bandaríkjunum kristallast Þó Credit Suisse hafi verið stærsti bankinn til að falla gerðu vandamálin fyrst vart við sig í Bandaríkjunum, fyrst með falli Silicon Valley Bank á mánudag og síðar Signature bankans. Að sögn Snorra hefur lítið breyst þar. „Það er náttúrulega búið að taka yfir þarna einhverja banka og leysa úr bönkunum. Á bandarískum mælikvarða eru þetta mjög litlir bankar en það sem hefur kannski verið að kristallast og koma þarna í ljós er að litlir bankar í Bandaríkjunum hafa ekki verið undir jafn ströngu eftirliti og stærri bankarnir,“ segir Snorri. Þá bendir hann á að bankar sem teljast litlir í Bandaríkjunum séu um 25 sinnum stærri en íslensku bankarnir. Þeir séu þó undir mjög veiku fjármálaeftirliti, sem sýni fram á ákveðið kæruleysi. Hvort breytingar á regluverkinu, líkt og Bandaríkjaþing hefur rætt, sé lausnin segir Snorri erfitt að segja. „En það er alveg ljóst að mörkin voru allt of hátt uppi og þeir þurfa að endurskoða eitthvað löggjöfina og herða hana fyrir þessar minni fjármálastofnanir,“ segir hann.
Fjármálamarkaðir Efnahagsmál Sviss Bandaríkin Tengdar fréttir UBS sagður ætla að kaupa Credit Suisse fyrir allt að milljarð dala UBS, stærsti banki Sviss, er sagður ætla að kaupa Credit Suisse, sem er næststærsti banki Sviss og rambar á barmi falls, fyrir allt að einn milljarð Bandaríkjadala. Það er einungis brot af markaðsvirði bankans við lok markaða á föstudag. 19. mars 2023 12:25 Sögð undirbúa neyðarráðstafanir vegna yfirtöku UBS á Credit Suisse Yfirvöld í Sviss eru sögð undirbúa neyðarráðsstafanir til að flýta fyrir yfirtöku svissneska bankans UBS á Credit Suisse en ríkisstjórnin þar í landi kom saman á neyðarfundi í kvöld. Titringur hefur verið á mörkuðum víða um heim en íslenska fjármálakerfið er sterkt að sögn fjármálaráðherra. Hann hefur litlar áhyggjur af áhrifum, sem gætu þó orðið einhver. 18. mars 2023 20:43 Áfram lækkanir í kauphöllum Hlutabréf í bönkum og fjármálastofnunum hafa lækkuðu áfram við opnun markaða á suðurhveli jarðar í nótt. 16. mars 2023 07:38 Credit Suisse dragbítur á evrópskum bönkum Svissneski bankinn Credit Suisse dróg evrópska banka niður með sér þegar hlutabréfaverð hans hríðféll í skugga óróa vegna falls tveggja bandarískra banka í dag. Gengi bréfa bankans féll um allt að þrjátíu prósent og hefur aldrei verið lægra. 15. mars 2023 17:47 Regluverkið virkaði ekki og vaxtastefnan gerði banka „háða“ lágum vöxtum Gjaldþrot Silicon Valley Bank (SVB) sýnir að sú stefna sem fjármálayfirvöld hafa rekið í einn og hálfan áratug var röng. Regluverkið virkaði ekki og vaxtastefnan gerði banka „háða“ lágum vöxtum. Fleiri bankar glími við samskonar vanda og SVB en það stefnir þó ekki í aðra bankakrísu, segir Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði við London School of Economics. 14. mars 2023 15:00 Rannsaka fall Kísildalsbankans Bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsakar nú fall Silicon Valley Bank og gjörðir æðstu stjórnenda hans. Yfirvöld tóku bankann yfir eftir að áhlaup var gert á hann í síðustu viku. Gjaldþrot bankans er það næststærsta í sögu Bandaríkjanna. 14. mars 2023 18:47 Öðrum banka lokað en innistæður að fullu tryggðar Etirlitsaðilar í New York ríki Bandaríkjanna hafa tekið yfir bankann Signature Bank, sem kominn var í sambærileg vandræði og SVB-bankinn sem lokað var fyrir helgi. Innistæður allra innistæðueiganda verða að fullu tryggðar svo tryggja megi trú á bandaríska bankakerfið. Bankarnir voru umsvifamiklir á rafmyntamarkaði. 13. mars 2023 08:49 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
UBS sagður ætla að kaupa Credit Suisse fyrir allt að milljarð dala UBS, stærsti banki Sviss, er sagður ætla að kaupa Credit Suisse, sem er næststærsti banki Sviss og rambar á barmi falls, fyrir allt að einn milljarð Bandaríkjadala. Það er einungis brot af markaðsvirði bankans við lok markaða á föstudag. 19. mars 2023 12:25
Sögð undirbúa neyðarráðstafanir vegna yfirtöku UBS á Credit Suisse Yfirvöld í Sviss eru sögð undirbúa neyðarráðsstafanir til að flýta fyrir yfirtöku svissneska bankans UBS á Credit Suisse en ríkisstjórnin þar í landi kom saman á neyðarfundi í kvöld. Titringur hefur verið á mörkuðum víða um heim en íslenska fjármálakerfið er sterkt að sögn fjármálaráðherra. Hann hefur litlar áhyggjur af áhrifum, sem gætu þó orðið einhver. 18. mars 2023 20:43
Áfram lækkanir í kauphöllum Hlutabréf í bönkum og fjármálastofnunum hafa lækkuðu áfram við opnun markaða á suðurhveli jarðar í nótt. 16. mars 2023 07:38
Credit Suisse dragbítur á evrópskum bönkum Svissneski bankinn Credit Suisse dróg evrópska banka niður með sér þegar hlutabréfaverð hans hríðféll í skugga óróa vegna falls tveggja bandarískra banka í dag. Gengi bréfa bankans féll um allt að þrjátíu prósent og hefur aldrei verið lægra. 15. mars 2023 17:47
Regluverkið virkaði ekki og vaxtastefnan gerði banka „háða“ lágum vöxtum Gjaldþrot Silicon Valley Bank (SVB) sýnir að sú stefna sem fjármálayfirvöld hafa rekið í einn og hálfan áratug var röng. Regluverkið virkaði ekki og vaxtastefnan gerði banka „háða“ lágum vöxtum. Fleiri bankar glími við samskonar vanda og SVB en það stefnir þó ekki í aðra bankakrísu, segir Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði við London School of Economics. 14. mars 2023 15:00
Rannsaka fall Kísildalsbankans Bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsakar nú fall Silicon Valley Bank og gjörðir æðstu stjórnenda hans. Yfirvöld tóku bankann yfir eftir að áhlaup var gert á hann í síðustu viku. Gjaldþrot bankans er það næststærsta í sögu Bandaríkjanna. 14. mars 2023 18:47
Öðrum banka lokað en innistæður að fullu tryggðar Etirlitsaðilar í New York ríki Bandaríkjanna hafa tekið yfir bankann Signature Bank, sem kominn var í sambærileg vandræði og SVB-bankinn sem lokað var fyrir helgi. Innistæður allra innistæðueiganda verða að fullu tryggðar svo tryggja megi trú á bandaríska bankakerfið. Bankarnir voru umsvifamiklir á rafmyntamarkaði. 13. mars 2023 08:49