Umfjöllun og viðtöl: ÍR - ÍBV 28-35 | ÍBV vann sjö marka sigur í Breiðholti Andri Már Eggertsson skrifar 20. mars 2023 20:20 ÍR tekur á móti ÍBV. Vísir/Hulda Margrét ÍBV vann sjö marka sigur á ÍR-ingum 28-35. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en eftir að ÍBV skoraði sex mörk í röð um miðjan fyrri hálfleik tókst ÍR-ingum aldrei að ógna því forskoti og annar sigur Eyjamanna í röð staðreynd. Baráttuglaðir ÍR-ingar byrjuðu leikinn af krafti og keyrðu upp hraðann með ÍBV. Eftir tíu mínútur var allt í járnum og leikurinn jafn 7-7. Ísak Rafnsson tók þátt í seinni bylgju ÍBV þar sem hann fékk nokkur dauðafæri en skoraði aðeins eitt mark úr fjórum skotum í fyrri hálfleik. Heimamenn voru klaufar í jafnri stöðu og fóru að gera ódýr mistök sem ÍBV refsaði með auðveldum mörkum. Gestirnir skoruðu sex mörk í röð og komust í bílstjórasætið þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Pavel Miskevich, markmaður ÍBV, varði varla bolta til að byrja með en þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður datt Pavel í gang. Pavel endaði á að verja 12 skot í fyrri hálfleik og var með 44 prósent markvörslu. Staðan í hálfleik var 16-21. Heimamenn gerðu ágætlega í að setja ÍBV undir pressu í upphafi seinni hálfleiks. ÍR minnkaði forskot Eyjamanna niður í þrjú mörk. Gestirnir þurftu því að hafa fyrir hlutnum sem þeir gerðu og Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, náði að vekja sína menn eftir að hafa tekið leikhlé. Eftir leikhlé Erlings skoruðu Eyjamenn þrjú mörk í röð og þá var aðeins spurning hversu stór sigur gestanna yrði. ÍBV vann á endanum sjö marka sigur 28-35. Af hverju vann ÍBV? Vendipunkturinn í leiknum var þegar ÍBV gerði sex mörk í röð eftir að hafa verið í jöfnum leik. ÍR minnkaði mun Eyjamanna tvisvar niður í þrjú mörk en ÍBV stóð af sér bæði áhlaup ÍR-inga og vann sanngjarnan sjö marka sigur. Hverjir stóðu upp úr? Pavel Miskevich, markmaður ÍBV, sýndi á sér hliðar sem hann hefur ekki sýnt áður frá því hann kom í ÍBV. Á fyrstu tíu mínútunum varði Pavel aðeins eitt skot en síðan datt Pavel í gang og varði ellefu bolta á tuttugu mínútum. Pavel varði í heildina 16 skot og endaði með 37 prósent markvörslu. Kári Kristján Kristjánsson var markahæstur hjá ÍBV með sjö mörk úr átta skotum. Hvað gekk illa? Töpuðu boltar ÍR-inga voru ansi margir og nánast undantekningarlaust refsaði ÍBV með auðveldum hraðaupphlaupum. ÍBV fékk einnig auðveld mörk þegar ÍR-ingar náðu ekki fráköstum sem leit oft ansi klaufalega út. Hvað gerist næst? ÍR fær Stjörnuna í heimsókn á föstudaginn klukkan 19:30. Næsta laugardag mætast ÍBV og Fram í Vestmannaeyjum klukkan 14:00. Bjarni: Þetta var mjög lélegt Bjarni Fritzson var ekki ánægður með leikinn gegn ÍBV Vísir/Hulda Margrét Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, var svekktur með frammistöðu ÍR. „Mér fannst þetta mjög lélegt í dag og það er mitt mat á þessum leik,“ sagði Bjarni Fritzson óánægður með frammistöðu ÍR. Bjarni var ekki ánægður með mistök ÍR-inga í leiknum sem gaf ÍBV ódýr mörk. „Mistökin sem við gerðum var hluti af þessari lélegu frammistöðu. Leikurinn var í jafnvægi þar sem varnarleikurinn var mjög lélegur hjá báðum liðum. Síðan gerðum við fullt af tæknifeilum á þremur mínútum og þá komust þeir sex mörkum yfir.“ „Eftir það vorum við bara lélegir og vorum að gera lélega hluti eins og aula mistök og þetta var lélegasti leikur okkar í langan tíma sem var algjör synd. Færslan í varnarleiknum var mjög léleg og við vorum ekki alveg tilbúnir í þennan leik.“ ÍR kom til baka í seinni hálfleik og náði tvisvar að minnka forskot ÍBV niður í þrjú mörk en nær komst ÍR ekki og ÍBV vann sjö marka sigur. „Á ótrúlegan hátt komumst við aftur inn í leikinn í seinni hálfleik. Við minnkuðum muninn niður í þrjú mörk og það var allt að gerast en þá komu aftur glórulausir tæknifeilar og illa framkvæmdar sóknir.“ Bjarni var hins vegar ekki á því að kasta liðinu sínu undir rútuna heldur tók hann þessa frammistöðu á sig. „Málið er þegar lið er að spila svona illa og gera svona mikið af mistökum þá var undirbúningurinn ekki nógu góður og það skrifast á þjálfarann. Liðið var ekki klárt í dag og þá fer þetta svona,“ sagði Bjarni Fritzson Handbolti Olís-deild karla ÍR ÍBV
ÍBV vann sjö marka sigur á ÍR-ingum 28-35. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en eftir að ÍBV skoraði sex mörk í röð um miðjan fyrri hálfleik tókst ÍR-ingum aldrei að ógna því forskoti og annar sigur Eyjamanna í röð staðreynd. Baráttuglaðir ÍR-ingar byrjuðu leikinn af krafti og keyrðu upp hraðann með ÍBV. Eftir tíu mínútur var allt í járnum og leikurinn jafn 7-7. Ísak Rafnsson tók þátt í seinni bylgju ÍBV þar sem hann fékk nokkur dauðafæri en skoraði aðeins eitt mark úr fjórum skotum í fyrri hálfleik. Heimamenn voru klaufar í jafnri stöðu og fóru að gera ódýr mistök sem ÍBV refsaði með auðveldum mörkum. Gestirnir skoruðu sex mörk í röð og komust í bílstjórasætið þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Pavel Miskevich, markmaður ÍBV, varði varla bolta til að byrja með en þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður datt Pavel í gang. Pavel endaði á að verja 12 skot í fyrri hálfleik og var með 44 prósent markvörslu. Staðan í hálfleik var 16-21. Heimamenn gerðu ágætlega í að setja ÍBV undir pressu í upphafi seinni hálfleiks. ÍR minnkaði forskot Eyjamanna niður í þrjú mörk. Gestirnir þurftu því að hafa fyrir hlutnum sem þeir gerðu og Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, náði að vekja sína menn eftir að hafa tekið leikhlé. Eftir leikhlé Erlings skoruðu Eyjamenn þrjú mörk í röð og þá var aðeins spurning hversu stór sigur gestanna yrði. ÍBV vann á endanum sjö marka sigur 28-35. Af hverju vann ÍBV? Vendipunkturinn í leiknum var þegar ÍBV gerði sex mörk í röð eftir að hafa verið í jöfnum leik. ÍR minnkaði mun Eyjamanna tvisvar niður í þrjú mörk en ÍBV stóð af sér bæði áhlaup ÍR-inga og vann sanngjarnan sjö marka sigur. Hverjir stóðu upp úr? Pavel Miskevich, markmaður ÍBV, sýndi á sér hliðar sem hann hefur ekki sýnt áður frá því hann kom í ÍBV. Á fyrstu tíu mínútunum varði Pavel aðeins eitt skot en síðan datt Pavel í gang og varði ellefu bolta á tuttugu mínútum. Pavel varði í heildina 16 skot og endaði með 37 prósent markvörslu. Kári Kristján Kristjánsson var markahæstur hjá ÍBV með sjö mörk úr átta skotum. Hvað gekk illa? Töpuðu boltar ÍR-inga voru ansi margir og nánast undantekningarlaust refsaði ÍBV með auðveldum hraðaupphlaupum. ÍBV fékk einnig auðveld mörk þegar ÍR-ingar náðu ekki fráköstum sem leit oft ansi klaufalega út. Hvað gerist næst? ÍR fær Stjörnuna í heimsókn á föstudaginn klukkan 19:30. Næsta laugardag mætast ÍBV og Fram í Vestmannaeyjum klukkan 14:00. Bjarni: Þetta var mjög lélegt Bjarni Fritzson var ekki ánægður með leikinn gegn ÍBV Vísir/Hulda Margrét Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, var svekktur með frammistöðu ÍR. „Mér fannst þetta mjög lélegt í dag og það er mitt mat á þessum leik,“ sagði Bjarni Fritzson óánægður með frammistöðu ÍR. Bjarni var ekki ánægður með mistök ÍR-inga í leiknum sem gaf ÍBV ódýr mörk. „Mistökin sem við gerðum var hluti af þessari lélegu frammistöðu. Leikurinn var í jafnvægi þar sem varnarleikurinn var mjög lélegur hjá báðum liðum. Síðan gerðum við fullt af tæknifeilum á þremur mínútum og þá komust þeir sex mörkum yfir.“ „Eftir það vorum við bara lélegir og vorum að gera lélega hluti eins og aula mistök og þetta var lélegasti leikur okkar í langan tíma sem var algjör synd. Færslan í varnarleiknum var mjög léleg og við vorum ekki alveg tilbúnir í þennan leik.“ ÍR kom til baka í seinni hálfleik og náði tvisvar að minnka forskot ÍBV niður í þrjú mörk en nær komst ÍR ekki og ÍBV vann sjö marka sigur. „Á ótrúlegan hátt komumst við aftur inn í leikinn í seinni hálfleik. Við minnkuðum muninn niður í þrjú mörk og það var allt að gerast en þá komu aftur glórulausir tæknifeilar og illa framkvæmdar sóknir.“ Bjarni var hins vegar ekki á því að kasta liðinu sínu undir rútuna heldur tók hann þessa frammistöðu á sig. „Málið er þegar lið er að spila svona illa og gera svona mikið af mistökum þá var undirbúningurinn ekki nógu góður og það skrifast á þjálfarann. Liðið var ekki klárt í dag og þá fer þetta svona,“ sagði Bjarni Fritzson
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti