Tuttugu ár í bransanum: „Af öllu sem ég hef skapað er ég stoltastur af börnunum mínum“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 26. mars 2023 08:00 Emmsjé Gauti stendur fyrir tuttugu ára afmælistónleikum í vor. Vísir/Vilhelm „Ég er búinn að vera að gera tónlist lengur en ég man eftir mér,“ segir tónlistarmaðurinn Gauti Þeyr, jafnan þekktur sem Emmsjé Gauti. Hann er nú í óðaönn að skipuleggja tuttugu ára rappafmælis tónleika sína nú í vor í Gamla Bíó en árið 2002 kom hann fyrst fram og var það á Rímnaflæði. Blaðamaður hitti hann í kaffi og fékk að heyra nánar frá síðustu tuttugu árum. Mótandi pabbahelgar „Ég fékk áhuga á tónlist árið '99, þegar ég var tíu ára. Pabbi átti stúdíó og þegar það voru pabbahelgar fékk ég að hanga bak við mixerinn með honum á meðan hann var að taka upp hitt og þetta,“ rifjar Gauti upp en vendipunkturinn var þegar hópur rappara kom í stúdíóið að taka upp plötuna Faculty. Gauti hefur komið fram mikið oftar en hann getur talið og nýtur sín í botn uppi á sviðinu.Aðsend „Það voru Cell7, Gnúsi Yones og fleiri og þetta var í fyrsta sinn sem ég fattaði að mig langaði að gera nákvæmlega þetta. Það er einhvern veginn ekki hægt að útskýra það, ég held að það hafi í grunninn verið að mér fannst þetta illa nett lið. Svoleiðis byrjaði það. Svo árið 2002 þá fer ég á Rímnaflæði. Þá er ég tólf að verða þrettán og mér finnst svo galið að hugsa um það núna, því eldri dóttir mín er ellefu ára og mér finnst hún svo ung.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá Emmsjé Gauta koma fram á Menningarnótt árið 2003: Klippa: Emmsjé Gauti á Menningarnótt 2003. Straumhvörf út frá Rímnaflæði Gauti var þá í áttunda bekk og segir eitthvað hafa kviknað hjá sér þegar hann steig á svið í fyrsta skipti og heyrði fólkið klappa. „Þegar ég hlusta á þetta í dag þá er þetta náttúrulega hræðilegt lag. Ég var að fá þennan flutning upp í hendurnar núna, tuttugu árum síðar,“ segir Gauti brosandi og bætir við: „Ég var á þessum tíma nú þegar búinn að fatta að mig langaði að gera músík en svo fer ég þarna í fyrsta sinn upp á svið og það er einhver næring sem maður fær sem er tengd athygli. Þetta er eins og mamma að segja flott hjá þér sinnum milljón. Þar einhvern veginn negldist þetta niður.“ Hægt er að sjá flutning Gauta á Rímnaflæði 2002 í spilaranum hér fyrir neðan: Klippa: Emmsjé Gauti á Rímnaflæði 2002 Æfingaferlið mikilvægt Aðspurður hvað hafi mótað sig hvað mest í tónlistinni segir Gauti það einfaldlega hafa verið umhverfið. „Ég hefði örugglega ekki farið að spá í þessu ef ég hefði ekki verið í kringum rappara hjá pabba. Síðan kemur Eminem líka fram um ‘99 og verður vinsæll þá og um tveimur árum síðar sér maður Rottweiler gera þetta á íslensku. Þannig eitt leiðir af öðru og umhverfið hefur áhrif.“ Emmsjé Gauti fann strax að það hentaði honum vel að koma fram.Vísir/Vilhelm Hann segir mikilvægt að líta á tónlistina sem ferli, ekki endapunkt. „Ég var bara að finna myndband af mér um daginn frá 2009 og þar er ég enn þá að tala um þetta sem hobbí. Þar er ég að segja: Það er ótrúlega gaman að vera rappari á Íslandi en ég mun aldrei fá neitt út úr þessu annað en ánægju og bjórmiða. Þannig að það sem mér finnst líka gaman við þetta, og ég mæli með að fólk geri þegar það er að byrja, er að vera ekki að setja fókusinn fyrst á hvernig sé hægt að lifa á þessu og græða á þessu. Auðvitað er frábært ef fólk getur fengið tekjur strax en það verður að vera eitthvað æfingaferli. Í mínu tilfelli held ég allavega að það hafi verið rosa gott að fá ekki pening fyrir þetta í langan tíma.“ Emmsjé Gauti er þekktur fyrir einstaka sviðsframkomu.Berglaug Leyfði egóinu að bráðna í burtu Gauti hefur farið í gegnum ólík tónlistar tímabil og á síðustu árum hefur stefnan tekið einlægri breytingu hjá honum. „Fyrir löngu hélt ég að ég myndi bara gera rapp músík og var mjög fastur á því.“ Emmsjé Gauti og félagar á Vagg og veltu tónleikunum árið 2016.Aðsend Blaðamaður spyr hann þá hvað hafi breyst? „Ég var að hugsa um daginn hvernig ég myndi tala um þetta í viðtali. Fyrsta sem kemur upp hjá mér er egóið, að svara þessu þannig að ég sé hvort sem er búinn að vinna rappið og hafi þess vegna prófað eitthvað annað. En það er bara ekki rétt, ég held að ástæðan fyrir því að ég hafi leyft mér að gera aðra hluti sé einmitt út frá því að maður leyfir egóinu að bráðna í burtu. Það er bara ótrúlega gaman að gera alls konar. Það er náttúrulega líka gaman að rappa og vera í einhverjum metings keppnum við næsta mann, en það er bara svo skemmtilegt að gera dægurlög, öskur syngja úr sér lungun og vera einlægur.“ Í spilaranum hér að neðan má finna tónlistarmyndbandið við lagið Malbik með Emmsjé Gauta og Króla: „Malbik var á ákveðnum tímapunkti einlægasta lagið mitt fannst mér en síðan samdi ég Klisju sem er bara um konuna sem ég elska og lagið átti ekki að fara neitt. Ég held að fólk finni þegar maður er einlægur og það er ótrúlega gaman að hleypa fólki nálægt sér. Síðan er það líka bara að prófa allt. Það væri leiðinlegt að fara í gegnum lífið og hugsa hvað ef, í staðinn fyrir að gera mistök.“ Einstök tónleikastund hjá Gauta.Stefán Ari. Margt sem stendur upp úr Eins og áður segir ætlar Gauti að halda tuttugu ára afmælistónleika í vor og þegar hann lítur til baka segir hann heil tuttugu ár hljóma næstum því eins og lygasögu. „Svo spyr maður sig auðvitað hvar byrjar maður að telja? Byrjar heimsfrægur klassískur píanóleikari að telja frá fyrstu æfingu eða þegar hann gefur út fyrstu plötuna? Ég gef ekki út fyrstu plötuna mína fyrr en 2011.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá ungan Emmsjé Gauta taka lagið Geri það sem ég vil með Skyttunum: Klippa: Ungur Emmsjé Gauti tekur lagið Geri það sem ég vil Þó eru rúm tuttugu ár síðan hann steig fyrst á svið, sem verður að teljast langur tími í bransanum miðað við aldur. „Það er svo fyndið að hugsa til þess hvað stendur upp úr því mér finnst ég alltaf vera að finna nýja punkta sem standa upp úr. Árið 2006 náði ég fyrst inn hittara hjá unglingum sem voru jafnaldrar mínir, sem var lagið Stelpan í næsta húsi. Árið 2010 gef ég út Dusta rykið og Elskum þessar mellur með Erpi.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá flutning Gauta af laginu Dusta rykið árið 2011: Gauti heldur svo áfram að rifja upp mótandi tímamót: „Árið 2007 spila ég fyrst opinberlega á skemmtistað, 2015 næ ég fyrst opinberlega inn fyrsta hittaranum sem verður risastór, sem er Strákarnir. Árið 2016 kemur lagið Reykjavík, 2019 kemur Malbik og 2022 kemur svo Klisja.“ Stund milli stríða.Berglaug Þó er ákveðin stund sem markar tímamót hjá honum. „Ég held ef ég ætti að nefna ákveðið móment þá er það örugglega þegar ég tók ákvörðun um þetta. Ég var að vinna upp á KissFM og ég var að vinna á Dolly og ég hringi í Dóru Takefusa og segi: Ég elska að vinna hérna en ég verð að prófa að gera bara músík. Svo ég hætti í útvarpinu og hætti á Dolly, ætlaði að gefa mér mánuð til að prófa að gera músík og er enn þá að gera það. Það var ákveðinn vendipunktur. Að hafa trú á því að maður geti gert eitthvað, en ekki ætlast til þess að það gerist heldur að þú þurfir að sækja það.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband við lagið Þetta má með Emmsjé Gauta og Herra Hnetusmjöri: Hollt að tapa Það skiptir sköpum að hafa trú á sér í þessum bransa og veltir blaðamaður því fyrir sér hvort Gauti hafi einhvern tíma upplifað að missa trú á sjálfum sér. „Já, bara á leiðinni í þetta viðtal,“ svarar Gauti kíminn og bætir við: „Ég hef enn þá ekki hitt artista sem er ekki complexaður að einhverju leyti gagnvart því hvernig hann hugsar um sig. Punkturinn er bara að halda áfram alltaf. Það er líka svo hollt að tapa.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá brot úr flutningi Emmsjé Gauta á Rímnaflæði 2003, þar sem hann ruglast á textanum, eins og getur gerst. Hann segir minninguna fyndna þó að þetta hafi auðvitað verið svolítið vont í hjartað á sínum tíma: Klippa: Emmsjé Gauti á Rímnaflæði 2003 Gauti segir mikilvægt að stoppa ekki þó að á móti blási. „Það er svo gott að læra af mistökunum, auðvitað er þetta klisja en samt staðreynd. Að gera mistök og finna sig, það verður enginn góður performer á því að fara á svið einu sinni. Ég held að það hafi ekki komið út lag með mér þar sem ég hef ekki upplifað efasemdir einhvers staðar í ferlinu. En þetta er líka spurning um að testa, sleppa tökunum, gera mistök. Ef þú gefur út lélegt lag þá er það bara þannig og svo reynirðu aftur.“ Í spilaranum hér að neðan má heyra Gauta flytja lagið Klisja á Hlustendaverðlaununum nú á dögunum: Þekkir ekkert annað Það má segja að rappsenan sé tiltölulega ný hérlendis í sögulegu samhengi og því hefur ekki enn verið látið á það reyna hvort rapparar endist í senunni fram á elliárin. Þegar blaðamaður spyr Gauta hvort hann sjái sig fyrir sér í rappinu um ókomna tíð segist hann sjá fyrir sér að gera þetta alltaf, en tónlistin hans er þó ekki afmörkuð við rapp. „Ég finn mig í öllu og ég fókusa meira á performer hliðina, þó ég sé auðvitað tónlistarmaður þá myndi ég alltaf skilgreina mig fyrst sem performer. Það getur vel verið að maður fari aftur að gera hardcore rapp eða meira af popp músík, ég held allavega að maður sleppi aldrei tökunum á þessu alfarið, það er bara ógerlegt. Ég þekki ekkert annað, ég er búinn að gera tónlist lengur en ég man eftir mér. Mér finnst merkilegt að hugsa til þess. Ég man rosa takmarkað eftir því hvernig það er að vera ellefu ára en þar fer þetta af stað. Þetta hefur alltaf verið í gangi.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá Gauta flytja lagið Reykjavík á Hlustendaverðlaununum 2017: Lærir af mistökunum Aðspurður hvort hann hefði viljað gera eitthvað öðruvísi í tónlistinni svarar Gauti, eftir smá umhugsun: „Það er í raun ekkert sem ég hefði viljað gera öðruvísi því út frá mistökum lærir maður. En ég myndi til dæmis ekki gefa út lagið Elskum þessar mellur í dag. Ég væri til í að geta farið aftur í tímann, bankað í öxlina á sjálfum mér og segja hvað ertu að gera! Ekki gera þetta. Það komu líka alveg tímabil þar sem maður tók hrokann, ef maður var að fá athygli og hélt að maður ætti heiminn. Textalega séð líka, að snerta á kvenfyrirlitningu án þess að fatta það. Svo er maður mjög meðvitaður núna um hvaða arfleifð maður vill skilja eftir. Auðvitað tek ég ekki lög til baka en ég get séð hvaða punktar voru ekki í lagi. Ég held ég geti frekar miðlað reynslunni að hafa farið í gegnum þroskaskeið sem einhvers konar opinber persóna og frætt ungt tónlistarfólk um hverju ég hefði viljað sleppa þegar ég var að þroskast. Þannig að tónlistarlega séð sé ég ekki eftir neinu þótt ég sé ekki stoltur af öllu. Mig langar ekki að vera í hroka, það er svo margt sem maður lærir. Það getur verið mjög óhollt fyrir fólk að fá of mikla athygli þegar það er of ungt.“ Gauti ítrekar því hvað það er mikilvægt að deila reynslu og læra af mistökum. „Mér finnst við líka vera fyrsta kynslóðin sem talar opinskátt um að áfengi sé ekki málið, það er bara að fokka okkur upp.“ Augnablik baksviðs fest á filmu.Berglaug Tónlistin ekki aðskilin fjölskyldunni Gauti er mikill fjölskyldumaður og það stendur ekki á svörunum þegar blaðamaður spyr hann hvað skipti hann mestu máli: „Börnin mín. Tilgangur lífs míns eru börnin mín. Það sem ég þakka fyrir á morgnana eru börnin mín, fjölskyldan mín og vinir mínir. Hitt mætir afgangi. Maður er líka þakklátur fyrir að fá að gera það sem maður gerir.“ Hann segir mikilvægt að aðskilja ekki tónlistarlífið og fjölskyldulífið „Ég reyni að taka krakkana með í öll soundcheck, ég tek þau auðvitað ekki á gigg seint um kvöld því áfengi og börn eiga ekki samleið. En ég reyni að sýna þeim hvað ég er að gera, er ekki að fela það fyrir þeim og vil ekki gera þetta að einhverju öðru lífi. Sonur minn stendur upp á stól og segir: „Ég ætla að vera rappari eins og pabbi“ og það er bara það fallegasta í heimi. Það er bara af því ég er að sýna honum hvað við erum að gera og hvernig er gaman að vera til. En auðvitað getur verið flókið að juggle-a tónlistarlífi og fjölskyldulífi því þú ert að skemmta þegar fólk er að skemmta sér og þú ert að fara út að vinna þegar fjölskyldumyndin er að byrja. Á einhverjum tímapunkti var ég ógeðslega stressaður og hélt að þetta yrði mega erfitt en svo er þetta ekki erfitt. Maður þarf bara að aðlagast hlutunum og gera þá næs. Svo er ég náttúrulega mjög vel giftur og það hjálpar svo sannarlega til. Af öllu sem ég hef skapað er ég langstoltastur af börnunum mínum. Ég væri helst til í að vera alltaf með þau, bara sjáðu hvað ég gerði? Það er ótrúlega fyndið, maður ætlaði aldrei að vera svona foreldri sem væri alltaf að sýna öllum börnin sín, svo eignast maður barn og fattar bara vá þetta er kreisí stöff. Það er ótrúlega gaman að sjá þau hringlast í kringum þetta líka.“ View this post on Instagram A post shared by Emmsje Gauti (@emmsjegauti) Uppskeruhátíð fyrir sjálfan mig Gauti hlakkar mikið til að halda afmælis tónleikana og ætlar að leggja allt í þá. „Ég fattaði í fyrra að það væru liðin tuttugu ár síðan ég kom fyrst fram og það er ekki oft sem ég held tónleika sjálfur. Maður er að spila allar helgar, árshátíðir og einkapartý, þannig það er sjaldan sem maður fær að halda gigg sjálfur í Reykjavík. Ég er náttúrulega með Jülevenner árlega en það er allt annað batterí. Konan mín er búin að vera að nöldra í mér endalaust að halda gigg þar sem ég tek gömlu lögin líka. Þegar ég er að gigga er ég alltaf að taka best off, hittara ofan á hittara, en svo á maður 200 lög undir beltinu, þannig að það er svo mikið sem maður nær ekki að performa. Ég held að þetta sé svolítil uppskeruhátíð fyrir sjálfan mig og þá sem hafa fylgt mér í langan tíma, að mæta og heyra vonandi einhver lög sem þau dýrka.“ Hér að neðan má sjá tónlistarmyndband við lögin Bleikt ský og Flughræddur: Gauti segist ekki vera búinn að ákveða hversu langt aftur hann ætlar að fara í tónlistarsögu sinni. „Ég ætla samt að leyfa mér að fara aftur í lög sem ég hef ekki tekið í tíu ár og jafnvel tuttugu.“ Meyr yfir því að fólk kunni lögin Tónleikarnir verða í Gamla bíó þann 20. maí næstkomandi. „Ég myndi segja að þetta væri svona one for me og öllum er boðið að koma og taka þátt í því. Mig langar að eyða miklu púðri í að gera sviðið flott, ég ætla að vera með hljómsveit með mér og gera þetta stórt og almennilega. Þetta er smá show off fyrir mig, að sýna hvað ég get gert.“ Gauti elskar að koma fram og hefur gott orðspor af því að mynda góða tengingu við áhorfendur. „Það er svo gaman að standa á sviðinu og maður verður svo meyr yfir því að fólk kunni lögin. Eins og Klisju, sem er bara lag sem ég samdi fyrir Jovönu.“ View this post on Instagram A post shared by Emmsje Gauti (@emmsjegauti) Hoppa saman við endurtekið viðlag Blaðamaður spyr Gauta hvað sé leyndarmálið við að koma salnum í gott stuð. „Ég held að ég sé næstum því undantekningarlaust fyrstu sekúndurnar á sviði með í maganum. Auðvitað á maður mismunandi gigg en mér finnst að einhverju leyti öll gigg góð gigg upp á reynsluna að gera. Maður lærir með tímanum að lesa crowdið og svo hugsa ég: Ef ég væri í þessum sal, hvað myndi ég vilja sjá mig gera? Mér hefur alltaf fundist rosa leiðinlegt að fara á tónleika ef fólk er bara að spila og vanda sig við að spila músík. Þá hlusta ég bara á plötuna, það er fullkomnasta útgáfa af lagi,“ segir hann léttur í lund og bætir við: „Nú er örugglega einhver mega ósammála mér. En ég fer á tónleika til að svitna, syngja með, finna fyrir bassanum á jörðinni, finna fyrir svitafýlunni og reykingafýlunni á næsta manni, það myndast einhver hormóna kemestría í svona sal. Ég veit það ekki, það er bara einhver samtenging. Ég hugsa oft á giggi bara af hverju viljið þið vera öll að hoppa með mér. Það er bara eitthvað innra með okkur, eðlislægt að vilja vera í hóp að gera eitthvað saman, og það er bara svo kjörið tækifæri að gera það yfir einhverju endurteknu viðlagi,“ segir Gauti að lokum. Tónleikar á Íslandi Tónlist Ástin og lífið Tengdar fréttir Emmsjé Gauti á toppi Íslenska listans: „Hvaða klisja er það?“ Rapparinn Emmsjé Gauti situr í fyrsta sæti Íslenska listans á FM957 með ástarlagið Klisja. Aron Can fylgir fast á eftir með Morgunsólin og Rihanna skipar þriðja sæti með nýjasta lagið sitt Lift me up. 14. janúar 2023 16:01 Emmsjé Gauti og Jovana gengin í það heilaga Gauti Þeyr Másson og Jovana Schally giftu sig við hátíðlega athöfn í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag. Parið trúlofaði sig árið 2019. 6. ágúst 2022 17:52 Nýtt lag frá Emmsjé Gauta Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti var að gefa út lagið HVAÐ ER AÐ FRÉTTA í dag. Það er mikið um að vera hjá Gauta í sumar en blaðamaður tók púlsinn á honum og fékk að heyra nánar frá því. 8. júlí 2022 11:31 Tvær hliðar Emmsjé Gauta Rapparinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, hefur verið einn vinsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar undanfarin ár og er að verða einn á reynslumesti í rappsenunni hér á landi. 31. mars 2020 14:31 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Mótandi pabbahelgar „Ég fékk áhuga á tónlist árið '99, þegar ég var tíu ára. Pabbi átti stúdíó og þegar það voru pabbahelgar fékk ég að hanga bak við mixerinn með honum á meðan hann var að taka upp hitt og þetta,“ rifjar Gauti upp en vendipunkturinn var þegar hópur rappara kom í stúdíóið að taka upp plötuna Faculty. Gauti hefur komið fram mikið oftar en hann getur talið og nýtur sín í botn uppi á sviðinu.Aðsend „Það voru Cell7, Gnúsi Yones og fleiri og þetta var í fyrsta sinn sem ég fattaði að mig langaði að gera nákvæmlega þetta. Það er einhvern veginn ekki hægt að útskýra það, ég held að það hafi í grunninn verið að mér fannst þetta illa nett lið. Svoleiðis byrjaði það. Svo árið 2002 þá fer ég á Rímnaflæði. Þá er ég tólf að verða þrettán og mér finnst svo galið að hugsa um það núna, því eldri dóttir mín er ellefu ára og mér finnst hún svo ung.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá Emmsjé Gauta koma fram á Menningarnótt árið 2003: Klippa: Emmsjé Gauti á Menningarnótt 2003. Straumhvörf út frá Rímnaflæði Gauti var þá í áttunda bekk og segir eitthvað hafa kviknað hjá sér þegar hann steig á svið í fyrsta skipti og heyrði fólkið klappa. „Þegar ég hlusta á þetta í dag þá er þetta náttúrulega hræðilegt lag. Ég var að fá þennan flutning upp í hendurnar núna, tuttugu árum síðar,“ segir Gauti brosandi og bætir við: „Ég var á þessum tíma nú þegar búinn að fatta að mig langaði að gera músík en svo fer ég þarna í fyrsta sinn upp á svið og það er einhver næring sem maður fær sem er tengd athygli. Þetta er eins og mamma að segja flott hjá þér sinnum milljón. Þar einhvern veginn negldist þetta niður.“ Hægt er að sjá flutning Gauta á Rímnaflæði 2002 í spilaranum hér fyrir neðan: Klippa: Emmsjé Gauti á Rímnaflæði 2002 Æfingaferlið mikilvægt Aðspurður hvað hafi mótað sig hvað mest í tónlistinni segir Gauti það einfaldlega hafa verið umhverfið. „Ég hefði örugglega ekki farið að spá í þessu ef ég hefði ekki verið í kringum rappara hjá pabba. Síðan kemur Eminem líka fram um ‘99 og verður vinsæll þá og um tveimur árum síðar sér maður Rottweiler gera þetta á íslensku. Þannig eitt leiðir af öðru og umhverfið hefur áhrif.“ Emmsjé Gauti fann strax að það hentaði honum vel að koma fram.Vísir/Vilhelm Hann segir mikilvægt að líta á tónlistina sem ferli, ekki endapunkt. „Ég var bara að finna myndband af mér um daginn frá 2009 og þar er ég enn þá að tala um þetta sem hobbí. Þar er ég að segja: Það er ótrúlega gaman að vera rappari á Íslandi en ég mun aldrei fá neitt út úr þessu annað en ánægju og bjórmiða. Þannig að það sem mér finnst líka gaman við þetta, og ég mæli með að fólk geri þegar það er að byrja, er að vera ekki að setja fókusinn fyrst á hvernig sé hægt að lifa á þessu og græða á þessu. Auðvitað er frábært ef fólk getur fengið tekjur strax en það verður að vera eitthvað æfingaferli. Í mínu tilfelli held ég allavega að það hafi verið rosa gott að fá ekki pening fyrir þetta í langan tíma.“ Emmsjé Gauti er þekktur fyrir einstaka sviðsframkomu.Berglaug Leyfði egóinu að bráðna í burtu Gauti hefur farið í gegnum ólík tónlistar tímabil og á síðustu árum hefur stefnan tekið einlægri breytingu hjá honum. „Fyrir löngu hélt ég að ég myndi bara gera rapp músík og var mjög fastur á því.“ Emmsjé Gauti og félagar á Vagg og veltu tónleikunum árið 2016.Aðsend Blaðamaður spyr hann þá hvað hafi breyst? „Ég var að hugsa um daginn hvernig ég myndi tala um þetta í viðtali. Fyrsta sem kemur upp hjá mér er egóið, að svara þessu þannig að ég sé hvort sem er búinn að vinna rappið og hafi þess vegna prófað eitthvað annað. En það er bara ekki rétt, ég held að ástæðan fyrir því að ég hafi leyft mér að gera aðra hluti sé einmitt út frá því að maður leyfir egóinu að bráðna í burtu. Það er bara ótrúlega gaman að gera alls konar. Það er náttúrulega líka gaman að rappa og vera í einhverjum metings keppnum við næsta mann, en það er bara svo skemmtilegt að gera dægurlög, öskur syngja úr sér lungun og vera einlægur.“ Í spilaranum hér að neðan má finna tónlistarmyndbandið við lagið Malbik með Emmsjé Gauta og Króla: „Malbik var á ákveðnum tímapunkti einlægasta lagið mitt fannst mér en síðan samdi ég Klisju sem er bara um konuna sem ég elska og lagið átti ekki að fara neitt. Ég held að fólk finni þegar maður er einlægur og það er ótrúlega gaman að hleypa fólki nálægt sér. Síðan er það líka bara að prófa allt. Það væri leiðinlegt að fara í gegnum lífið og hugsa hvað ef, í staðinn fyrir að gera mistök.“ Einstök tónleikastund hjá Gauta.Stefán Ari. Margt sem stendur upp úr Eins og áður segir ætlar Gauti að halda tuttugu ára afmælistónleika í vor og þegar hann lítur til baka segir hann heil tuttugu ár hljóma næstum því eins og lygasögu. „Svo spyr maður sig auðvitað hvar byrjar maður að telja? Byrjar heimsfrægur klassískur píanóleikari að telja frá fyrstu æfingu eða þegar hann gefur út fyrstu plötuna? Ég gef ekki út fyrstu plötuna mína fyrr en 2011.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá ungan Emmsjé Gauta taka lagið Geri það sem ég vil með Skyttunum: Klippa: Ungur Emmsjé Gauti tekur lagið Geri það sem ég vil Þó eru rúm tuttugu ár síðan hann steig fyrst á svið, sem verður að teljast langur tími í bransanum miðað við aldur. „Það er svo fyndið að hugsa til þess hvað stendur upp úr því mér finnst ég alltaf vera að finna nýja punkta sem standa upp úr. Árið 2006 náði ég fyrst inn hittara hjá unglingum sem voru jafnaldrar mínir, sem var lagið Stelpan í næsta húsi. Árið 2010 gef ég út Dusta rykið og Elskum þessar mellur með Erpi.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá flutning Gauta af laginu Dusta rykið árið 2011: Gauti heldur svo áfram að rifja upp mótandi tímamót: „Árið 2007 spila ég fyrst opinberlega á skemmtistað, 2015 næ ég fyrst opinberlega inn fyrsta hittaranum sem verður risastór, sem er Strákarnir. Árið 2016 kemur lagið Reykjavík, 2019 kemur Malbik og 2022 kemur svo Klisja.“ Stund milli stríða.Berglaug Þó er ákveðin stund sem markar tímamót hjá honum. „Ég held ef ég ætti að nefna ákveðið móment þá er það örugglega þegar ég tók ákvörðun um þetta. Ég var að vinna upp á KissFM og ég var að vinna á Dolly og ég hringi í Dóru Takefusa og segi: Ég elska að vinna hérna en ég verð að prófa að gera bara músík. Svo ég hætti í útvarpinu og hætti á Dolly, ætlaði að gefa mér mánuð til að prófa að gera músík og er enn þá að gera það. Það var ákveðinn vendipunktur. Að hafa trú á því að maður geti gert eitthvað, en ekki ætlast til þess að það gerist heldur að þú þurfir að sækja það.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband við lagið Þetta má með Emmsjé Gauta og Herra Hnetusmjöri: Hollt að tapa Það skiptir sköpum að hafa trú á sér í þessum bransa og veltir blaðamaður því fyrir sér hvort Gauti hafi einhvern tíma upplifað að missa trú á sjálfum sér. „Já, bara á leiðinni í þetta viðtal,“ svarar Gauti kíminn og bætir við: „Ég hef enn þá ekki hitt artista sem er ekki complexaður að einhverju leyti gagnvart því hvernig hann hugsar um sig. Punkturinn er bara að halda áfram alltaf. Það er líka svo hollt að tapa.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá brot úr flutningi Emmsjé Gauta á Rímnaflæði 2003, þar sem hann ruglast á textanum, eins og getur gerst. Hann segir minninguna fyndna þó að þetta hafi auðvitað verið svolítið vont í hjartað á sínum tíma: Klippa: Emmsjé Gauti á Rímnaflæði 2003 Gauti segir mikilvægt að stoppa ekki þó að á móti blási. „Það er svo gott að læra af mistökunum, auðvitað er þetta klisja en samt staðreynd. Að gera mistök og finna sig, það verður enginn góður performer á því að fara á svið einu sinni. Ég held að það hafi ekki komið út lag með mér þar sem ég hef ekki upplifað efasemdir einhvers staðar í ferlinu. En þetta er líka spurning um að testa, sleppa tökunum, gera mistök. Ef þú gefur út lélegt lag þá er það bara þannig og svo reynirðu aftur.“ Í spilaranum hér að neðan má heyra Gauta flytja lagið Klisja á Hlustendaverðlaununum nú á dögunum: Þekkir ekkert annað Það má segja að rappsenan sé tiltölulega ný hérlendis í sögulegu samhengi og því hefur ekki enn verið látið á það reyna hvort rapparar endist í senunni fram á elliárin. Þegar blaðamaður spyr Gauta hvort hann sjái sig fyrir sér í rappinu um ókomna tíð segist hann sjá fyrir sér að gera þetta alltaf, en tónlistin hans er þó ekki afmörkuð við rapp. „Ég finn mig í öllu og ég fókusa meira á performer hliðina, þó ég sé auðvitað tónlistarmaður þá myndi ég alltaf skilgreina mig fyrst sem performer. Það getur vel verið að maður fari aftur að gera hardcore rapp eða meira af popp músík, ég held allavega að maður sleppi aldrei tökunum á þessu alfarið, það er bara ógerlegt. Ég þekki ekkert annað, ég er búinn að gera tónlist lengur en ég man eftir mér. Mér finnst merkilegt að hugsa til þess. Ég man rosa takmarkað eftir því hvernig það er að vera ellefu ára en þar fer þetta af stað. Þetta hefur alltaf verið í gangi.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá Gauta flytja lagið Reykjavík á Hlustendaverðlaununum 2017: Lærir af mistökunum Aðspurður hvort hann hefði viljað gera eitthvað öðruvísi í tónlistinni svarar Gauti, eftir smá umhugsun: „Það er í raun ekkert sem ég hefði viljað gera öðruvísi því út frá mistökum lærir maður. En ég myndi til dæmis ekki gefa út lagið Elskum þessar mellur í dag. Ég væri til í að geta farið aftur í tímann, bankað í öxlina á sjálfum mér og segja hvað ertu að gera! Ekki gera þetta. Það komu líka alveg tímabil þar sem maður tók hrokann, ef maður var að fá athygli og hélt að maður ætti heiminn. Textalega séð líka, að snerta á kvenfyrirlitningu án þess að fatta það. Svo er maður mjög meðvitaður núna um hvaða arfleifð maður vill skilja eftir. Auðvitað tek ég ekki lög til baka en ég get séð hvaða punktar voru ekki í lagi. Ég held ég geti frekar miðlað reynslunni að hafa farið í gegnum þroskaskeið sem einhvers konar opinber persóna og frætt ungt tónlistarfólk um hverju ég hefði viljað sleppa þegar ég var að þroskast. Þannig að tónlistarlega séð sé ég ekki eftir neinu þótt ég sé ekki stoltur af öllu. Mig langar ekki að vera í hroka, það er svo margt sem maður lærir. Það getur verið mjög óhollt fyrir fólk að fá of mikla athygli þegar það er of ungt.“ Gauti ítrekar því hvað það er mikilvægt að deila reynslu og læra af mistökum. „Mér finnst við líka vera fyrsta kynslóðin sem talar opinskátt um að áfengi sé ekki málið, það er bara að fokka okkur upp.“ Augnablik baksviðs fest á filmu.Berglaug Tónlistin ekki aðskilin fjölskyldunni Gauti er mikill fjölskyldumaður og það stendur ekki á svörunum þegar blaðamaður spyr hann hvað skipti hann mestu máli: „Börnin mín. Tilgangur lífs míns eru börnin mín. Það sem ég þakka fyrir á morgnana eru börnin mín, fjölskyldan mín og vinir mínir. Hitt mætir afgangi. Maður er líka þakklátur fyrir að fá að gera það sem maður gerir.“ Hann segir mikilvægt að aðskilja ekki tónlistarlífið og fjölskyldulífið „Ég reyni að taka krakkana með í öll soundcheck, ég tek þau auðvitað ekki á gigg seint um kvöld því áfengi og börn eiga ekki samleið. En ég reyni að sýna þeim hvað ég er að gera, er ekki að fela það fyrir þeim og vil ekki gera þetta að einhverju öðru lífi. Sonur minn stendur upp á stól og segir: „Ég ætla að vera rappari eins og pabbi“ og það er bara það fallegasta í heimi. Það er bara af því ég er að sýna honum hvað við erum að gera og hvernig er gaman að vera til. En auðvitað getur verið flókið að juggle-a tónlistarlífi og fjölskyldulífi því þú ert að skemmta þegar fólk er að skemmta sér og þú ert að fara út að vinna þegar fjölskyldumyndin er að byrja. Á einhverjum tímapunkti var ég ógeðslega stressaður og hélt að þetta yrði mega erfitt en svo er þetta ekki erfitt. Maður þarf bara að aðlagast hlutunum og gera þá næs. Svo er ég náttúrulega mjög vel giftur og það hjálpar svo sannarlega til. Af öllu sem ég hef skapað er ég langstoltastur af börnunum mínum. Ég væri helst til í að vera alltaf með þau, bara sjáðu hvað ég gerði? Það er ótrúlega fyndið, maður ætlaði aldrei að vera svona foreldri sem væri alltaf að sýna öllum börnin sín, svo eignast maður barn og fattar bara vá þetta er kreisí stöff. Það er ótrúlega gaman að sjá þau hringlast í kringum þetta líka.“ View this post on Instagram A post shared by Emmsje Gauti (@emmsjegauti) Uppskeruhátíð fyrir sjálfan mig Gauti hlakkar mikið til að halda afmælis tónleikana og ætlar að leggja allt í þá. „Ég fattaði í fyrra að það væru liðin tuttugu ár síðan ég kom fyrst fram og það er ekki oft sem ég held tónleika sjálfur. Maður er að spila allar helgar, árshátíðir og einkapartý, þannig það er sjaldan sem maður fær að halda gigg sjálfur í Reykjavík. Ég er náttúrulega með Jülevenner árlega en það er allt annað batterí. Konan mín er búin að vera að nöldra í mér endalaust að halda gigg þar sem ég tek gömlu lögin líka. Þegar ég er að gigga er ég alltaf að taka best off, hittara ofan á hittara, en svo á maður 200 lög undir beltinu, þannig að það er svo mikið sem maður nær ekki að performa. Ég held að þetta sé svolítil uppskeruhátíð fyrir sjálfan mig og þá sem hafa fylgt mér í langan tíma, að mæta og heyra vonandi einhver lög sem þau dýrka.“ Hér að neðan má sjá tónlistarmyndband við lögin Bleikt ský og Flughræddur: Gauti segist ekki vera búinn að ákveða hversu langt aftur hann ætlar að fara í tónlistarsögu sinni. „Ég ætla samt að leyfa mér að fara aftur í lög sem ég hef ekki tekið í tíu ár og jafnvel tuttugu.“ Meyr yfir því að fólk kunni lögin Tónleikarnir verða í Gamla bíó þann 20. maí næstkomandi. „Ég myndi segja að þetta væri svona one for me og öllum er boðið að koma og taka þátt í því. Mig langar að eyða miklu púðri í að gera sviðið flott, ég ætla að vera með hljómsveit með mér og gera þetta stórt og almennilega. Þetta er smá show off fyrir mig, að sýna hvað ég get gert.“ Gauti elskar að koma fram og hefur gott orðspor af því að mynda góða tengingu við áhorfendur. „Það er svo gaman að standa á sviðinu og maður verður svo meyr yfir því að fólk kunni lögin. Eins og Klisju, sem er bara lag sem ég samdi fyrir Jovönu.“ View this post on Instagram A post shared by Emmsje Gauti (@emmsjegauti) Hoppa saman við endurtekið viðlag Blaðamaður spyr Gauta hvað sé leyndarmálið við að koma salnum í gott stuð. „Ég held að ég sé næstum því undantekningarlaust fyrstu sekúndurnar á sviði með í maganum. Auðvitað á maður mismunandi gigg en mér finnst að einhverju leyti öll gigg góð gigg upp á reynsluna að gera. Maður lærir með tímanum að lesa crowdið og svo hugsa ég: Ef ég væri í þessum sal, hvað myndi ég vilja sjá mig gera? Mér hefur alltaf fundist rosa leiðinlegt að fara á tónleika ef fólk er bara að spila og vanda sig við að spila músík. Þá hlusta ég bara á plötuna, það er fullkomnasta útgáfa af lagi,“ segir hann léttur í lund og bætir við: „Nú er örugglega einhver mega ósammála mér. En ég fer á tónleika til að svitna, syngja með, finna fyrir bassanum á jörðinni, finna fyrir svitafýlunni og reykingafýlunni á næsta manni, það myndast einhver hormóna kemestría í svona sal. Ég veit það ekki, það er bara einhver samtenging. Ég hugsa oft á giggi bara af hverju viljið þið vera öll að hoppa með mér. Það er bara eitthvað innra með okkur, eðlislægt að vilja vera í hóp að gera eitthvað saman, og það er bara svo kjörið tækifæri að gera það yfir einhverju endurteknu viðlagi,“ segir Gauti að lokum.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Ástin og lífið Tengdar fréttir Emmsjé Gauti á toppi Íslenska listans: „Hvaða klisja er það?“ Rapparinn Emmsjé Gauti situr í fyrsta sæti Íslenska listans á FM957 með ástarlagið Klisja. Aron Can fylgir fast á eftir með Morgunsólin og Rihanna skipar þriðja sæti með nýjasta lagið sitt Lift me up. 14. janúar 2023 16:01 Emmsjé Gauti og Jovana gengin í það heilaga Gauti Þeyr Másson og Jovana Schally giftu sig við hátíðlega athöfn í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag. Parið trúlofaði sig árið 2019. 6. ágúst 2022 17:52 Nýtt lag frá Emmsjé Gauta Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti var að gefa út lagið HVAÐ ER AÐ FRÉTTA í dag. Það er mikið um að vera hjá Gauta í sumar en blaðamaður tók púlsinn á honum og fékk að heyra nánar frá því. 8. júlí 2022 11:31 Tvær hliðar Emmsjé Gauta Rapparinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, hefur verið einn vinsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar undanfarin ár og er að verða einn á reynslumesti í rappsenunni hér á landi. 31. mars 2020 14:31 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Emmsjé Gauti á toppi Íslenska listans: „Hvaða klisja er það?“ Rapparinn Emmsjé Gauti situr í fyrsta sæti Íslenska listans á FM957 með ástarlagið Klisja. Aron Can fylgir fast á eftir með Morgunsólin og Rihanna skipar þriðja sæti með nýjasta lagið sitt Lift me up. 14. janúar 2023 16:01
Emmsjé Gauti og Jovana gengin í það heilaga Gauti Þeyr Másson og Jovana Schally giftu sig við hátíðlega athöfn í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag. Parið trúlofaði sig árið 2019. 6. ágúst 2022 17:52
Nýtt lag frá Emmsjé Gauta Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti var að gefa út lagið HVAÐ ER AÐ FRÉTTA í dag. Það er mikið um að vera hjá Gauta í sumar en blaðamaður tók púlsinn á honum og fékk að heyra nánar frá því. 8. júlí 2022 11:31
Tvær hliðar Emmsjé Gauta Rapparinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, hefur verið einn vinsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar undanfarin ár og er að verða einn á reynslumesti í rappsenunni hér á landi. 31. mars 2020 14:31