Vill að Mitrović og Fernandes fái tíu leikja bann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. mars 2023 21:15 Serbneski framherjinn lét ekki segjast og neitaði að fara af velli eftir að fá rauða spjaldið. Simon Stacpoole/Getty Images Framherjinn fyrrverandi og sparkspekingurinn Chris Sutton situr sjaldan á skoðunum sínum. Hann segir að Aleksandar Mitrović, framherji Fulham, og Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United, eigi að fá 10 leikja bann fyrir framkomu þeirra í garð dómara. Mitrović sá rautt í 3-1 tapi Fulham gegn Manchester United í FA-bikarkeppninni á sunnudag. Fékk hann rautt spjald fyrir að slá í hendi Chris Kavanagh dómara eftir að sá síðarnefndi hafði rekið Willian af velli fyrir að handleika boltann á marklínunni og Marco Silva, þjálfara liðsins, fyrir að hafa áhrif þegar hann var að skoða atvikið í skjánum á hliðarlínunni. With 4 goals and 3 red cards, @ManUtd @FulhamFC is NOT to be missed! #EmiratesFACup pic.twitter.com/wntqnt43Rz— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) March 20, 2023 Ekki nóg með að Mitrović hafi látið reka sig af velli heldur hellti hann úr skálum reiði sinnar yfir dómarann eftir að hann fékk að líta rauða spjaldið. Þetta segir hinn fimmtugi Chris Sutton ekki boðlegt. Hann lét Fernandes einnig heyra það en Portúgalinn stuggaði við aðstoðardómara í afhroði Man United á Anfield fyrir ekki svo löngu síðan. One was a red card. One didn't receive a card. pic.twitter.com/JkS4hLo3dT— SPORTbible (@sportbible) March 20, 2023 „Þetta mun hafa áhrif niður í grasrótarstarfið þar sem það var fjöldinn allur af krökkum að horfa á leikinn. Hann [Mitrović] ætti að fá 10 leikja bann og Bruno Fernandes einnig.“ Mitrović er á leiðinni í hefðbundið þriggja leikja bann en það gæti farið svo að enska knattspyrnusambandið þyngi bannið vegna hegðunar hans í kjölfar spjaldsins. Bruno fékk ekki spjald gegn Liverpool og er ekki á leiðinni í bann. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Sjá meira
Mitrović sá rautt í 3-1 tapi Fulham gegn Manchester United í FA-bikarkeppninni á sunnudag. Fékk hann rautt spjald fyrir að slá í hendi Chris Kavanagh dómara eftir að sá síðarnefndi hafði rekið Willian af velli fyrir að handleika boltann á marklínunni og Marco Silva, þjálfara liðsins, fyrir að hafa áhrif þegar hann var að skoða atvikið í skjánum á hliðarlínunni. With 4 goals and 3 red cards, @ManUtd @FulhamFC is NOT to be missed! #EmiratesFACup pic.twitter.com/wntqnt43Rz— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) March 20, 2023 Ekki nóg með að Mitrović hafi látið reka sig af velli heldur hellti hann úr skálum reiði sinnar yfir dómarann eftir að hann fékk að líta rauða spjaldið. Þetta segir hinn fimmtugi Chris Sutton ekki boðlegt. Hann lét Fernandes einnig heyra það en Portúgalinn stuggaði við aðstoðardómara í afhroði Man United á Anfield fyrir ekki svo löngu síðan. One was a red card. One didn't receive a card. pic.twitter.com/JkS4hLo3dT— SPORTbible (@sportbible) March 20, 2023 „Þetta mun hafa áhrif niður í grasrótarstarfið þar sem það var fjöldinn allur af krökkum að horfa á leikinn. Hann [Mitrović] ætti að fá 10 leikja bann og Bruno Fernandes einnig.“ Mitrović er á leiðinni í hefðbundið þriggja leikja bann en það gæti farið svo að enska knattspyrnusambandið þyngi bannið vegna hegðunar hans í kjölfar spjaldsins. Bruno fékk ekki spjald gegn Liverpool og er ekki á leiðinni í bann.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Sjá meira