Með lambhúshettu í dómsal Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. mars 2023 10:31 Sakborningar í málinu eru á þriðja tug. Þeir elstu eru á fertugsaldri en þeir yngstu eru aðeins átján ára gamlir. Vísir Ákæra gegn 25 mönnum vegna líkamsárásar á Bankastræti Club í nóvember verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vegna þess fjölda sem er ákærður í málinu fer þingfesting fram í fjórum hollum og verða sex til sjö leiddir fyrir dómara í einu. Hinir ákærðu huldu andlit sín, meðal annars með lambhúshettu, áður en þingsal var lokað. Málið varðar líkamsárás sem framin var fimmtudagskvöldið 17. nóvember í fyrra á skemmtistaðnum Bankastræti Club við Bankastræti 5 í miðbæ Reykjavíkur. Hópur manna réðst þá inn á skemmtistaðinn og niður í kjallara hans þar sem þrír menn voru saman komnir. Þeir réðust að mönnunum þremur og veittu þeim mikla áverka en atvikið náðist á upptöku öryggismyndavélar. Þingfestingin hófst klukkan tíu þegar sex ákærðu voru leiddir fyrir dóm. Þar komu fram fimm sem voru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og sá eini sem var ákærður fyrir tilraun til manndráps. Margir sakborninganna huldu andlit sín með grímum, sólgleraugum og hettupeysum.Vísir Nítján ára ákærður fyrir tilraun til manndráps Karlmaður, sem var nýorðinn nítján ára þegar árásin var framin, var einn ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið einn tvisvar sinnum í hægri axlarvöðva, tvisvar sinnum í hægri brjóstkassa, tvisvar sinnum í hægra læri og einu sinni í hægri framhandlegg. Fyrir að hafa stungið annan einu sinni í vinstri síðu og þann þriðja einu sinni í hægri framhandlegg og einu sinni í hægra læri. Hann játaði háttsemina en neitaði að öðru leyti sök en vildi ekki taka afstöðu til bótakröfunnar á þessu stigi máls. Annar karlmaður, sem var gert að sök að hafa veist að einum mannanna með ítrekuðum hnefahöggum og spörkum, neitaði sök. Hann játaði háttsemina en neitaði heimfærslu til refsiákvæða og hafnaði auk þess bótakröfunni. Sá þriðji, sem var ákærður fyrir að hafa veist að einum með einu hnefahöggi og sparkað í annan þar sem hann lá, hafnaði verknaðarlýsingu og því að bera ábyrgð á afleiðingum árásarinnar ásamt heimfærslu til refsiákvæða. Þá hafnaði hann bótakröfu. Hluti sakborninga í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.Vísir Fjórði, sem var ákærður fyrir að hafa veist að einum með ítrekuðum höggum, spörkum og hnéspörkum í höfuð og búk og hrint öðrum svo hann féll við, neitaði heimfærslu til refsiákvæða, játaði verknaðarlýsingu að hluta og hafnaði bótakröfu. Sá fimmti neitaði sök og hafnaði bótakröfu. Sá sjötti neitaði sök, hafnaði bótakröfu og áskildi sér rétt til að skila greinargerð. Fórnarlömb árásarinnar hafa farið fram á fimm milljónir hvert í skaðabætur. Hver á eftir öðrum neitar sök Í öðru hollinu, sem hófst klukkan hálf tólf, voru fimm. Allir voru þeir ákærðir fyrir líkamsárás, fyrir að hafa ýmist sparkað og slegið mennina þrjá, meðal annars þar sem þeir lágu í gólfinu. Allir fimm neituðu sök, höfnuðu bótakröfu, mótmæltu heimfærslu og mótmæltu því að bera ábyrgð á afleiðingum árásarinnar, eins og lýst var í ákæru. Þá mótmæltu einhverjir verknaðarlýsingu í árkæru. Klukkan hálf tvö mætti svo þriðja hollið en í því voru sex. Einn er hins vegar staddur í útlöndum og verður því boðaður í fyrirtöku hjá dómara síðar í vikunni til að taka afstöðu til ákærunnar. Af þeim fimm sem mættu, sem allir eru ákærðir fyrir að hafa í félagi við þá sem eru ákærðir fyrir líkamsárás og manndrápstilraun, ruðst grímuklæddir inn á skemmtistaðinn og verið þeim þar til að liðsinna í verki og veirð við þá liðsauki. Allir neituðu þeir sök og höfnuðu bótakröfu. Fjórða hollið mætti fyrir dóm klukkan þrjú og áttu þar sjö að mæta en eins var saknað og verjandi hans ekkert í hann náð í allan dag. Allir eru þeir ákærðir fyrir það sama og þeir sem mættu í þriðja holli. Hinir sex voru samstíga í afstöðu til ákæru: sögðust allir hafa verið á staðnum, misjafnt hvort þeir sögðust hafa farið niður í kjallara Bankastræti Club eða ekki, en neituðu allir ákæru og höfnuðu bótakröfu. Þeir sex sem eiga eftir að mæta fyrir dóm og taka afstöðu til ákæru munu gera það síðar í vikunni. Fréttin var uppfærð klukkan 15:20. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Reykjavík Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Málið varðar líkamsárás sem framin var fimmtudagskvöldið 17. nóvember í fyrra á skemmtistaðnum Bankastræti Club við Bankastræti 5 í miðbæ Reykjavíkur. Hópur manna réðst þá inn á skemmtistaðinn og niður í kjallara hans þar sem þrír menn voru saman komnir. Þeir réðust að mönnunum þremur og veittu þeim mikla áverka en atvikið náðist á upptöku öryggismyndavélar. Þingfestingin hófst klukkan tíu þegar sex ákærðu voru leiddir fyrir dóm. Þar komu fram fimm sem voru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og sá eini sem var ákærður fyrir tilraun til manndráps. Margir sakborninganna huldu andlit sín með grímum, sólgleraugum og hettupeysum.Vísir Nítján ára ákærður fyrir tilraun til manndráps Karlmaður, sem var nýorðinn nítján ára þegar árásin var framin, var einn ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið einn tvisvar sinnum í hægri axlarvöðva, tvisvar sinnum í hægri brjóstkassa, tvisvar sinnum í hægra læri og einu sinni í hægri framhandlegg. Fyrir að hafa stungið annan einu sinni í vinstri síðu og þann þriðja einu sinni í hægri framhandlegg og einu sinni í hægra læri. Hann játaði háttsemina en neitaði að öðru leyti sök en vildi ekki taka afstöðu til bótakröfunnar á þessu stigi máls. Annar karlmaður, sem var gert að sök að hafa veist að einum mannanna með ítrekuðum hnefahöggum og spörkum, neitaði sök. Hann játaði háttsemina en neitaði heimfærslu til refsiákvæða og hafnaði auk þess bótakröfunni. Sá þriðji, sem var ákærður fyrir að hafa veist að einum með einu hnefahöggi og sparkað í annan þar sem hann lá, hafnaði verknaðarlýsingu og því að bera ábyrgð á afleiðingum árásarinnar ásamt heimfærslu til refsiákvæða. Þá hafnaði hann bótakröfu. Hluti sakborninga í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.Vísir Fjórði, sem var ákærður fyrir að hafa veist að einum með ítrekuðum höggum, spörkum og hnéspörkum í höfuð og búk og hrint öðrum svo hann féll við, neitaði heimfærslu til refsiákvæða, játaði verknaðarlýsingu að hluta og hafnaði bótakröfu. Sá fimmti neitaði sök og hafnaði bótakröfu. Sá sjötti neitaði sök, hafnaði bótakröfu og áskildi sér rétt til að skila greinargerð. Fórnarlömb árásarinnar hafa farið fram á fimm milljónir hvert í skaðabætur. Hver á eftir öðrum neitar sök Í öðru hollinu, sem hófst klukkan hálf tólf, voru fimm. Allir voru þeir ákærðir fyrir líkamsárás, fyrir að hafa ýmist sparkað og slegið mennina þrjá, meðal annars þar sem þeir lágu í gólfinu. Allir fimm neituðu sök, höfnuðu bótakröfu, mótmæltu heimfærslu og mótmæltu því að bera ábyrgð á afleiðingum árásarinnar, eins og lýst var í ákæru. Þá mótmæltu einhverjir verknaðarlýsingu í árkæru. Klukkan hálf tvö mætti svo þriðja hollið en í því voru sex. Einn er hins vegar staddur í útlöndum og verður því boðaður í fyrirtöku hjá dómara síðar í vikunni til að taka afstöðu til ákærunnar. Af þeim fimm sem mættu, sem allir eru ákærðir fyrir að hafa í félagi við þá sem eru ákærðir fyrir líkamsárás og manndrápstilraun, ruðst grímuklæddir inn á skemmtistaðinn og verið þeim þar til að liðsinna í verki og veirð við þá liðsauki. Allir neituðu þeir sök og höfnuðu bótakröfu. Fjórða hollið mætti fyrir dóm klukkan þrjú og áttu þar sjö að mæta en eins var saknað og verjandi hans ekkert í hann náð í allan dag. Allir eru þeir ákærðir fyrir það sama og þeir sem mættu í þriðja holli. Hinir sex voru samstíga í afstöðu til ákæru: sögðust allir hafa verið á staðnum, misjafnt hvort þeir sögðust hafa farið niður í kjallara Bankastræti Club eða ekki, en neituðu allir ákæru og höfnuðu bótakröfu. Þeir sex sem eiga eftir að mæta fyrir dóm og taka afstöðu til ákæru munu gera það síðar í vikunni. Fréttin var uppfærð klukkan 15:20.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Reykjavík Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira