Vann bikar og Eddu sömu helgina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. mars 2023 08:01 Blær Hinriksson með uppskeru helgarinnar, bikarana og Edduverðlaunin. vísir/arnar Helgin var vægast sagt eftirminnileg fyrir Blæ Hinriksson. Á laugardaginn varð hann bikarmeistari í handbolta með Aftureldingu og á sunnudaginn vann kvikmyndin Berdreymi, sem hann leikur í, verðlaun sem besta kvikmyndin á Edduverðlaunahátíðinni. Afturelding varð bikarmeistari í fyrsta sinn í 24 ár þegar liðið sigraði Hauka, 27-28, í úrslitaleik Powerade-bikarsins á laugardaginn. Blær skoraði sex mörk í leiknum og var sterkur í vörn Mosfellinga. Helgin var samt bara rétt að byrja fyrir þennan 21 árs Kópavogsbúa. Á sunnudaginn var Edduverðlaunahátíðin þar sem Berdreymi vann verðlaun fyrir bestu mynd og Blær var tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki. - Bikarmeistarar 2023- Berdreymi kvikmynd ársins Góð helgi að baki með góðu fólki pic.twitter.com/iKVc1vztbH— Blær Hinriksson (@BHinriksson) March 20, 2023 „Þetta er ógleymanleg helgi þegar maður lítur til baka. Maður getur ekki endilega líst því í orðum hvernig helgin var. Þetta var mjög gaman og loksins skilar vinnan sér í einhverjum verðlaunum,“ sagði Blær þegar blaðamaður Vísis hitti hann að máli að Varmá á mánudaginn, daginn eftir helgina viðburðarríku. Verri en mann minnti Afturelding rústaði Stjörnunni, 35-26, í undanúrslitum Powerade-bikarsins en lenti í miklum vandræðum gegn Haukum í úrslitaleiknum. Mosfellingar voru lengst af undir, mest fimm mörkum, og komust ekki yfir fyrr en átta mínútur voru eftir af leiknum. Blær lék vel í bikarúrslitaleiknum, sérstaklega í seinni hálfleik.vísir/hulda margrét „Þegar maður horfir á leikinn aftur var fyrri hálfleikurinn eiginlega verri en mann minnti. Hann var mjög lélegur. Í seinni hálfleik var stressið farið úr okkur og spennustigið orðið gott. Þetta var þolinmæðisverk og tókst á endanum,“ sagði Blær. Afturelding komst þremur mörkum yfir í bikarúrslitaleiknum en Haukar minnkuðu muninn niður í tvö mörk og fengu síðustu sókn leiksins þar sem þeir gátu jafnað og tryggt sér framlengingu. En Jovan Kukubat varði skot Adams Hauks Baumruk og Mosfellingar fögnuðu sigri. „Í lokasókninni hugsaði ég að ég ætlaði ekki í framlengingu. Það var það eina sem var í hausnum. Þetta var mjög tæpt og spennandi en maður fékk auka orku frá áhorfendum. Stemmningin í Laugardalshöllinni var mögnuð og það var ekki möguleiki að við ætluðum að tapa þessu þegar við vorum komnir þremur mörkum yfir,“ sagði Blær. Undanfarin tvö tímabil hefur Afturelding ósjaldan farið illa að ráði sínu á lokakafla leikja og misst frá góða stöðu. Blær segir að gamlar syndir hafi ekki plagað Mosfellinga, eða allavega hann, á ögurstundu í bikarúrslitaleiknum. „Ekkert endilega. Ef maður efast eru meiri líkur á að eitthvað slæmt gerist,“ sagði Blær. Mögnuð sigurstund Sigurgleði Mosfellinga var ósvikin enda beðið eftir bikarmeistaratitli síðan 1999 og stórum titli síðan 2000. Blær segist ekki hafa áttað sig fyrr en eftir á hversu miklu máli titilinn skipti fyrir Aftureldingu. Mosfellingar þurftu að bíða lengi eftir titli en biðinni lauk loks um helgina.vísir/hulda margrét „Þetta var ótrúlegt. Maður áttar sig betur á því daginn eftir hversu mikið þetta þýddi fyrir Aftureldingu. Það voru margir sem mættu í Hlégarð til að taka á móti þessu og við fögnuðum þessu langt fram á nótt. Þetta var mögnuð stund. Maður er svo þakklátur fyrir þennan stuðning sem allur Mosfellsbær gefur okkur og hann er áttundi leikmaðurinn,“ sagði Blær. Góð liðsheild getur gert kraftaverk Eftir gleðina sem fylgdi bikarsigrinum tók annar fögnuður við hjá Blæ, Edduverðlaunahátíðin. Kvikmyndin sem hann lék í, Berdreymi, fékk fjölmargar tilnefningar, meðal annars fyrir leik Blæs í aukahlutverki. Hann varð þó að sjá á eftir Eddunni í hendur reynsluboltans Björns Thors. „Ég var alls ekki svekktur. Eftir að Berdreymi var valin kvikmynd ársins hugsaði ég skítt með þessi einstaklingsverðlaun. Þetta er hópíþrótt. Þegar maður tekur þessa helgi saman sýnir það hversu mikilvægt það er að hafa gott teymi á bak við mann og hvað góð liðsheild getur gert mörg kraftaverk,“ sagði Blær sem á nú Eddu í sínu safni en hann var valinn besti leikarinn í aðalhlutverki fyrir Hjartastein á Edduverðlaunahátíðinni 2017. Hann segir margt áþekkt með teymisvinnunni í handboltanum og kvikmyndunum. „Já, þessi liðsheild og orka sem getur myndast þegar margir koma saman og vinna hart að einhverju. Þetta er mjög líkt,“ sagði Blær. Erfitt púsluspil Um þessar mundir er handboltinn í efsta sæti hjá Blæ enda líftími íþróttamanna talsvert styttri en leikara. „Síðan ég var lítill hef ég sagt að ég ætli að gera bæði eins lengi og ég get og það hefur gengið hingað til en það er mjög erfitt að púsla þessu saman. Oft þarf maður að neita einhverjum tilboðum í handboltanum eða leiklistinni. Þetta gengur núna,“ sagði Blær. Blær ásamt útvarpsmanninum Gústa B.vísir/hulda margrét „En það er einhver líflína í handboltanum. Maður getur ekki spilað handbolta fertugur eða fimmtugur en getur verið leikari allt sitt líf. En ég reyni að gera bæði eins lengi og ég get.“ Blær stefnir hátt og ætlar sér að verða atvinnumaður í handbolta. „Það er markmiðið til lengri tíma,“ sagði hann. Þakklátur fyrir stuðninginn Blær kemur úr mikilli listafjölskyldu. Faðir hans, Hinrik Ólafsson, er leikari og föðurbróðir hans, Egill Ólafsson, einn þekktasti tónlistarmaður og leikari þjóðarinnar til margra áratuga. Blær segir stuðning fjölskyldunnar ómetanlegan. Blær ásamt fjölskyldu sinni á Eddunni.vísir/hulda margrét „Hann er mjög góður, sérstaklega frá foreldrum mínum. Þau eru mögnuð og eiga stóran þátt í þessu. Pabbi eldar stjörnumáltíðir á hverju kvöldi og svona. Ég er mjög þakklátur fyrir stuðninginn,“ sagði Blær. Tímabilinu er langt því frá lokið hjá Aftureldingu. Enn eru fjórar umferðir eftir af Olís-deildinni og svo tekur úrslitakeppnin við. Mosfellingar eru í 7. sæti deildarinnar með 21 stig en aðeins þrjú stig eru upp í 2. sætið. Engar takmarkanir „Bikartitilinn gefur okkur auka sjálfstraust og við sjáum að við getum verið góðir. En við vitum líka hversu lélegir við getum verið. Þetta á að gefa okkur mikið inn í seinustu leikina í deild og svo úrslitakeppnina,“ sagði Blær. Blær lyftir Powerade-bikarnum.vísir/hulda margrét Hann telur að Mosfellingar geti farið alla leið og unnið stærsta titilinn, sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. „Já, algjörlega. Allt er mögulegt. Ég hef lært að setja engar takmarkanir í verkefnunum sem maður tekur sér fyrir hendur. Vonandi getum við náð þeim titli líka,“ sagði Blær að lokum. Powerade-bikarinn Afturelding Mosfellsbær Edduverðlaunin Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Sjá meira
Afturelding varð bikarmeistari í fyrsta sinn í 24 ár þegar liðið sigraði Hauka, 27-28, í úrslitaleik Powerade-bikarsins á laugardaginn. Blær skoraði sex mörk í leiknum og var sterkur í vörn Mosfellinga. Helgin var samt bara rétt að byrja fyrir þennan 21 árs Kópavogsbúa. Á sunnudaginn var Edduverðlaunahátíðin þar sem Berdreymi vann verðlaun fyrir bestu mynd og Blær var tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki. - Bikarmeistarar 2023- Berdreymi kvikmynd ársins Góð helgi að baki með góðu fólki pic.twitter.com/iKVc1vztbH— Blær Hinriksson (@BHinriksson) March 20, 2023 „Þetta er ógleymanleg helgi þegar maður lítur til baka. Maður getur ekki endilega líst því í orðum hvernig helgin var. Þetta var mjög gaman og loksins skilar vinnan sér í einhverjum verðlaunum,“ sagði Blær þegar blaðamaður Vísis hitti hann að máli að Varmá á mánudaginn, daginn eftir helgina viðburðarríku. Verri en mann minnti Afturelding rústaði Stjörnunni, 35-26, í undanúrslitum Powerade-bikarsins en lenti í miklum vandræðum gegn Haukum í úrslitaleiknum. Mosfellingar voru lengst af undir, mest fimm mörkum, og komust ekki yfir fyrr en átta mínútur voru eftir af leiknum. Blær lék vel í bikarúrslitaleiknum, sérstaklega í seinni hálfleik.vísir/hulda margrét „Þegar maður horfir á leikinn aftur var fyrri hálfleikurinn eiginlega verri en mann minnti. Hann var mjög lélegur. Í seinni hálfleik var stressið farið úr okkur og spennustigið orðið gott. Þetta var þolinmæðisverk og tókst á endanum,“ sagði Blær. Afturelding komst þremur mörkum yfir í bikarúrslitaleiknum en Haukar minnkuðu muninn niður í tvö mörk og fengu síðustu sókn leiksins þar sem þeir gátu jafnað og tryggt sér framlengingu. En Jovan Kukubat varði skot Adams Hauks Baumruk og Mosfellingar fögnuðu sigri. „Í lokasókninni hugsaði ég að ég ætlaði ekki í framlengingu. Það var það eina sem var í hausnum. Þetta var mjög tæpt og spennandi en maður fékk auka orku frá áhorfendum. Stemmningin í Laugardalshöllinni var mögnuð og það var ekki möguleiki að við ætluðum að tapa þessu þegar við vorum komnir þremur mörkum yfir,“ sagði Blær. Undanfarin tvö tímabil hefur Afturelding ósjaldan farið illa að ráði sínu á lokakafla leikja og misst frá góða stöðu. Blær segir að gamlar syndir hafi ekki plagað Mosfellinga, eða allavega hann, á ögurstundu í bikarúrslitaleiknum. „Ekkert endilega. Ef maður efast eru meiri líkur á að eitthvað slæmt gerist,“ sagði Blær. Mögnuð sigurstund Sigurgleði Mosfellinga var ósvikin enda beðið eftir bikarmeistaratitli síðan 1999 og stórum titli síðan 2000. Blær segist ekki hafa áttað sig fyrr en eftir á hversu miklu máli titilinn skipti fyrir Aftureldingu. Mosfellingar þurftu að bíða lengi eftir titli en biðinni lauk loks um helgina.vísir/hulda margrét „Þetta var ótrúlegt. Maður áttar sig betur á því daginn eftir hversu mikið þetta þýddi fyrir Aftureldingu. Það voru margir sem mættu í Hlégarð til að taka á móti þessu og við fögnuðum þessu langt fram á nótt. Þetta var mögnuð stund. Maður er svo þakklátur fyrir þennan stuðning sem allur Mosfellsbær gefur okkur og hann er áttundi leikmaðurinn,“ sagði Blær. Góð liðsheild getur gert kraftaverk Eftir gleðina sem fylgdi bikarsigrinum tók annar fögnuður við hjá Blæ, Edduverðlaunahátíðin. Kvikmyndin sem hann lék í, Berdreymi, fékk fjölmargar tilnefningar, meðal annars fyrir leik Blæs í aukahlutverki. Hann varð þó að sjá á eftir Eddunni í hendur reynsluboltans Björns Thors. „Ég var alls ekki svekktur. Eftir að Berdreymi var valin kvikmynd ársins hugsaði ég skítt með þessi einstaklingsverðlaun. Þetta er hópíþrótt. Þegar maður tekur þessa helgi saman sýnir það hversu mikilvægt það er að hafa gott teymi á bak við mann og hvað góð liðsheild getur gert mörg kraftaverk,“ sagði Blær sem á nú Eddu í sínu safni en hann var valinn besti leikarinn í aðalhlutverki fyrir Hjartastein á Edduverðlaunahátíðinni 2017. Hann segir margt áþekkt með teymisvinnunni í handboltanum og kvikmyndunum. „Já, þessi liðsheild og orka sem getur myndast þegar margir koma saman og vinna hart að einhverju. Þetta er mjög líkt,“ sagði Blær. Erfitt púsluspil Um þessar mundir er handboltinn í efsta sæti hjá Blæ enda líftími íþróttamanna talsvert styttri en leikara. „Síðan ég var lítill hef ég sagt að ég ætli að gera bæði eins lengi og ég get og það hefur gengið hingað til en það er mjög erfitt að púsla þessu saman. Oft þarf maður að neita einhverjum tilboðum í handboltanum eða leiklistinni. Þetta gengur núna,“ sagði Blær. Blær ásamt útvarpsmanninum Gústa B.vísir/hulda margrét „En það er einhver líflína í handboltanum. Maður getur ekki spilað handbolta fertugur eða fimmtugur en getur verið leikari allt sitt líf. En ég reyni að gera bæði eins lengi og ég get.“ Blær stefnir hátt og ætlar sér að verða atvinnumaður í handbolta. „Það er markmiðið til lengri tíma,“ sagði hann. Þakklátur fyrir stuðninginn Blær kemur úr mikilli listafjölskyldu. Faðir hans, Hinrik Ólafsson, er leikari og föðurbróðir hans, Egill Ólafsson, einn þekktasti tónlistarmaður og leikari þjóðarinnar til margra áratuga. Blær segir stuðning fjölskyldunnar ómetanlegan. Blær ásamt fjölskyldu sinni á Eddunni.vísir/hulda margrét „Hann er mjög góður, sérstaklega frá foreldrum mínum. Þau eru mögnuð og eiga stóran þátt í þessu. Pabbi eldar stjörnumáltíðir á hverju kvöldi og svona. Ég er mjög þakklátur fyrir stuðninginn,“ sagði Blær. Tímabilinu er langt því frá lokið hjá Aftureldingu. Enn eru fjórar umferðir eftir af Olís-deildinni og svo tekur úrslitakeppnin við. Mosfellingar eru í 7. sæti deildarinnar með 21 stig en aðeins þrjú stig eru upp í 2. sætið. Engar takmarkanir „Bikartitilinn gefur okkur auka sjálfstraust og við sjáum að við getum verið góðir. En við vitum líka hversu lélegir við getum verið. Þetta á að gefa okkur mikið inn í seinustu leikina í deild og svo úrslitakeppnina,“ sagði Blær. Blær lyftir Powerade-bikarnum.vísir/hulda margrét Hann telur að Mosfellingar geti farið alla leið og unnið stærsta titilinn, sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. „Já, algjörlega. Allt er mögulegt. Ég hef lært að setja engar takmarkanir í verkefnunum sem maður tekur sér fyrir hendur. Vonandi getum við náð þeim titli líka,“ sagði Blær að lokum.
Powerade-bikarinn Afturelding Mosfellsbær Edduverðlaunin Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik