Hálft prósent færeysku þjóðarinnar strandaglópar á Seyðisfirði Bjarki Sigurðsson skrifar 21. mars 2023 14:45 Hafnarstjórinn segir Seyðfirðinga vera afar gestrisna. Vísir/Vilhelm Um það bil þrjú hundruð Færeyingar ásamt fleiri farþegum ferjunnar Norrænu eru nú strandaglópar á Seyðisfirði vegna óveðurs á Fjarðarheiði. Ferjan siglir aftur úr höfn annað kvöld. Ferjan kom frá Færeyjum í dag með um það bil fimm hundruð farþega um borð. Þegar fréttastofa náði tali af Rúnari Gunnarssyni, hafnarverði í Seyðisfjarðarhöfn, var verið að klára að tæma skipið. Hann segir að veðrið sé ekki gott á Seyðisfirði þessa stundina en ekkert miðað við það sem er á seyði á Fjarðarheiði. Vegagerðin er nú að skoða hvort hægt sé að fara fylgdarakstur seinni partinn með plóg. „Mikið af þessum farþegum sem eru strand hjá okkur eru í svona „mini-cruise“. Farþegar sem að koma um borð hjá okkur í Danmörku eða Færeyjum og eru í svona hringferð. Þetta eru einhverjir þrjú hundruð Færeyingar og hundrað Þjóðverjar í þetta skiptið. Þeir eru með rútur með sér og yfirleitt fara þeir hring hérna, upp á Skriðuklaustur og á smá rúnt,“ segir Rúnar. Norræna siglir frá Danmörku til Færeyja og þaðan til Seyðisfjarðar.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Þrjú hundruð Færeyingar kann að hljóma ekki ýkja mikið. Íbúar landsins eru þó einungis 54 þúsund talsins samkvæmt tölum frá júnímánuði í fyrra og því eru þrjú hundruð manns 0,556 prósent af íbúum landsins. Samkvæmt tölum frá Byggðastofnun eru íbúar Seyðisfjarðar 669 talsins. Sé þrjú hundruð Færeyingum og hundrað Þjóðverjum bætt við þá tölu og þeir að gamni gerðir að íbúum bæjarins má reikna að Færeyingarnir geri 28 prósent af íbúum þar og Þjóðverjarnir níu prósent. Seyðfirðingar taka vel á móti strandaglópunum og er til að mynda verið að ryðja húsbílastæði í bænum svo eigendur húsbíla komist í rafmagn. „Seyðfirðingar eru afskaplega gestrisnir og við tökum vel á móti fólki sama hvort það kemst í burtu eða ekki. En þetta sýnir kannski þörfina á því að bora gat í gegnum fjallið. Það er það fyrst og fremst sem er okkur til trafala. Ef það væri hægt að fara hér undir fjallið væri enginn strandaglópur,“ segir Rúnar. Múlaþing Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Norræna Færeyjar Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ferjan kom frá Færeyjum í dag með um það bil fimm hundruð farþega um borð. Þegar fréttastofa náði tali af Rúnari Gunnarssyni, hafnarverði í Seyðisfjarðarhöfn, var verið að klára að tæma skipið. Hann segir að veðrið sé ekki gott á Seyðisfirði þessa stundina en ekkert miðað við það sem er á seyði á Fjarðarheiði. Vegagerðin er nú að skoða hvort hægt sé að fara fylgdarakstur seinni partinn með plóg. „Mikið af þessum farþegum sem eru strand hjá okkur eru í svona „mini-cruise“. Farþegar sem að koma um borð hjá okkur í Danmörku eða Færeyjum og eru í svona hringferð. Þetta eru einhverjir þrjú hundruð Færeyingar og hundrað Þjóðverjar í þetta skiptið. Þeir eru með rútur með sér og yfirleitt fara þeir hring hérna, upp á Skriðuklaustur og á smá rúnt,“ segir Rúnar. Norræna siglir frá Danmörku til Færeyja og þaðan til Seyðisfjarðar.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Þrjú hundruð Færeyingar kann að hljóma ekki ýkja mikið. Íbúar landsins eru þó einungis 54 þúsund talsins samkvæmt tölum frá júnímánuði í fyrra og því eru þrjú hundruð manns 0,556 prósent af íbúum landsins. Samkvæmt tölum frá Byggðastofnun eru íbúar Seyðisfjarðar 669 talsins. Sé þrjú hundruð Færeyingum og hundrað Þjóðverjum bætt við þá tölu og þeir að gamni gerðir að íbúum bæjarins má reikna að Færeyingarnir geri 28 prósent af íbúum þar og Þjóðverjarnir níu prósent. Seyðfirðingar taka vel á móti strandaglópunum og er til að mynda verið að ryðja húsbílastæði í bænum svo eigendur húsbíla komist í rafmagn. „Seyðfirðingar eru afskaplega gestrisnir og við tökum vel á móti fólki sama hvort það kemst í burtu eða ekki. En þetta sýnir kannski þörfina á því að bora gat í gegnum fjallið. Það er það fyrst og fremst sem er okkur til trafala. Ef það væri hægt að fara hér undir fjallið væri enginn strandaglópur,“ segir Rúnar.
Múlaþing Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Norræna Færeyjar Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira