Innlögnin á að gilda í þrjá sólarhringa en hún gæti verið framlengd, samkvæmt frétt TMZ. Miðillinn hefur heimildir fyrir því að Bynes hafi ekki verið særð eða meidd og er hún sögð hafa fundist í varhugaverðum hluta miðbæjar Los Angeles.
Amanda Bynes Placed on Psychiatric Hold, Found Naked and Roaming Streets https://t.co/zIC6WgazVB
— TMZ (@TMZ) March 20, 2023
Tæpt ár er liðið frá því að dómari felldi úr gildi forræði móður Bynes yfir henni. Móðirin fékk forræðið upphaflega árið 2013 eftir að Bynes greindist með geðhvarfasýki og hafði hún einnig verið í mikilli neyslu. Bynes er 36 ára gömul en móðir hennar studdi það að forræðið yrði fellt úr gildi og sagði Bynes hafa náð miklum árangri.
Dómari sagði á sínum tíma að forræðið væri ekki lengur þarft þar sem Amanda hefði uppfyllt allar þær óskir sem dómstóllinn hafi gert til hennar.
Sjá einnig: Amanda Bynes endurheimti sjálfræðið
Bynes byrjaði ung að leika í vinsælum þáttum vestanhafs. Síðar meir lék hún í kvikmyndum eins og „What a Girl Wants“ með Colin Firth og „She‘s The Man“ með Channing Tatum.