Kemur til greina að lengja enn frekar fæðingarorlof Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. mars 2023 19:01 Ásmundur Einar Daðason, barnamálaráðherra, mun á vordögum ráðast í endurskoðun á leikskólalögum. Taka þurfi betur tillit til barnanna sjálfra í þeirri vinnu. Vísir/Egill Barnamálaráðherra boðar endurskoðun leikskólalaga og til greina komi að lengja fæðingarorlof. Foreldrar og börn mættu enn á ný í Ráðhús Reykjavíkur í dag til að pressa á borgarstjórn að leysa úr leikskólavandanum. Ásmundur Einar Daðason, barnamálaráðherra segist ekki hafa áhyggjur af því að sveitarfélögum takist ekki að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla - þeim muni að lokum takast það. Hann mun á vordögum hefja vinnu við endurskoðun á leikskólalögum þar sem barnið sjálft verður í forgrunni. „Þessi langi vinnudagur sem þau eiga, kannski upp undir 9 tíma vinnudagur barna sem eru 12 mánaða gömul og síðan er staðreyndin sú, sem við sjáum í rannsóknum sem hafa verið gerðar, að 60-70 prósent leikskólakennara ná ekki að mynda augnasamband við þessi börn yfir daginn.“ Ásmundur segir að taka þurfi málaflokkinn í heild til endurskoðunar sérstaklega samspil skólakerfis og vinnumarkaðarins. Hann mun kalla alla þá aðila að borðinu sem tengjast málaflokknum. „Það er ekki gert til þess að bregðast við stöðunni í einstaka sveitarfélögum heldur til þess að taka þennan málaflokk út frá þessum ólíku sjónarmiðum og reyna að ná betur utan um líf barna og þar með barnafjölskyldna á þessum fyrstu árum lífsins sem sannarlega eru mikilvægust.“ Er ein af lausnunum að lengja enn frekar fæðingarorlofið? „Já, það þarf að vera samspil þarna á milli. Við höfum verið í samtali við félagsmálaráðuneytið. Það var auðvitað lengt mikið fæðingarorlofið á síðasta kjörtímabili, það var tvöfaldað að umfangi kerfið og það þarf að halda áfram þar.“ Vill setja pressu á borgarfulltrúa Lítil börn settu svip á borgarstjórnarfund í dag þar sem leikskólamál voru til umræðu en foreldrar mættu á fundinn til að skapa pressu á að leyst verði úr leikskólavandanum. Thelma Björk Wilson er ein þeirra sem skipulagði mótmælin. „Ég vona að þau [borgarstjórn] svitni örlítið við að hér séum við að pressa svona á þau. Mér finnst ótrúlegt að aðeins minnihlutinn hefur haft samband við mig og aðra foreldra. Enginn úr meirihlutanum hefur haft samband.“ Foreldrar séu opnir fyrir flestum tillögum - málið þurfi einfaldlega að leysast. „Þetta er náttúrulega bara óviðunandi. Mér finnst bara að við höfum verið plötuð. Kjörtímabil eftir kjörtímabil er lofað öllu fögru sem er síðan bara ekkert hægt að standa við,“ segir Thelma. Framsóknarflokkurinn Alþingi Leikskólar Börn og uppeldi Fæðingarorlof Reykjavík Tengdar fréttir „Því miður er ekkert sérstaklega bjart yfir mér“ Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segist vonsvikin yfir því að staðan í leikskólamálum sé jafnslæm og raun beri vitni. Hún vill fjölga leikskólaplássum og lagði fram tillögu í borgarráði í dag um daggæslu fyrir börn starfsmanna á stærri vinnustöðum. 16. mars 2023 22:53 „Ég sé ekki fram á það verði gert neitt fyrir fólk eins og okkur“ Fjögurra manna fjölskylda neyddist til að flytja úr íbúð sinni og leigja hana út til að ná endum saman, þar sem yngsta barnið kemst ekki inn á leikskóla. Foreldrar segja nóg komið af innantómum yfirlýsingum og krefjast tafarlausra aðgerða. Mótmæli hafa verið boðuð á ný í næstu viku. 16. mars 2023 21:30 Foreldrar mótmæltu í ráðhúsinu: „Ætlum ekki að hætta fyrr en eitthvað gerist“ Foreldrar komu saman í ráðhúsi Reykjavíkur í morgun og mótmæltu þeirri stöðu sem enn á ný er komin upp í leikskólamálum. Dæmi er um að börn þurfi að bíða í á þriðja ár eftir leikskólaplássi. Borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins segir ástandið grafalvarlegt og það sé tilkomið vegna trassaskapar. 16. mars 2023 11:46 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, barnamálaráðherra segist ekki hafa áhyggjur af því að sveitarfélögum takist ekki að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla - þeim muni að lokum takast það. Hann mun á vordögum hefja vinnu við endurskoðun á leikskólalögum þar sem barnið sjálft verður í forgrunni. „Þessi langi vinnudagur sem þau eiga, kannski upp undir 9 tíma vinnudagur barna sem eru 12 mánaða gömul og síðan er staðreyndin sú, sem við sjáum í rannsóknum sem hafa verið gerðar, að 60-70 prósent leikskólakennara ná ekki að mynda augnasamband við þessi börn yfir daginn.“ Ásmundur segir að taka þurfi málaflokkinn í heild til endurskoðunar sérstaklega samspil skólakerfis og vinnumarkaðarins. Hann mun kalla alla þá aðila að borðinu sem tengjast málaflokknum. „Það er ekki gert til þess að bregðast við stöðunni í einstaka sveitarfélögum heldur til þess að taka þennan málaflokk út frá þessum ólíku sjónarmiðum og reyna að ná betur utan um líf barna og þar með barnafjölskyldna á þessum fyrstu árum lífsins sem sannarlega eru mikilvægust.“ Er ein af lausnunum að lengja enn frekar fæðingarorlofið? „Já, það þarf að vera samspil þarna á milli. Við höfum verið í samtali við félagsmálaráðuneytið. Það var auðvitað lengt mikið fæðingarorlofið á síðasta kjörtímabili, það var tvöfaldað að umfangi kerfið og það þarf að halda áfram þar.“ Vill setja pressu á borgarfulltrúa Lítil börn settu svip á borgarstjórnarfund í dag þar sem leikskólamál voru til umræðu en foreldrar mættu á fundinn til að skapa pressu á að leyst verði úr leikskólavandanum. Thelma Björk Wilson er ein þeirra sem skipulagði mótmælin. „Ég vona að þau [borgarstjórn] svitni örlítið við að hér séum við að pressa svona á þau. Mér finnst ótrúlegt að aðeins minnihlutinn hefur haft samband við mig og aðra foreldra. Enginn úr meirihlutanum hefur haft samband.“ Foreldrar séu opnir fyrir flestum tillögum - málið þurfi einfaldlega að leysast. „Þetta er náttúrulega bara óviðunandi. Mér finnst bara að við höfum verið plötuð. Kjörtímabil eftir kjörtímabil er lofað öllu fögru sem er síðan bara ekkert hægt að standa við,“ segir Thelma.
Framsóknarflokkurinn Alþingi Leikskólar Börn og uppeldi Fæðingarorlof Reykjavík Tengdar fréttir „Því miður er ekkert sérstaklega bjart yfir mér“ Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segist vonsvikin yfir því að staðan í leikskólamálum sé jafnslæm og raun beri vitni. Hún vill fjölga leikskólaplássum og lagði fram tillögu í borgarráði í dag um daggæslu fyrir börn starfsmanna á stærri vinnustöðum. 16. mars 2023 22:53 „Ég sé ekki fram á það verði gert neitt fyrir fólk eins og okkur“ Fjögurra manna fjölskylda neyddist til að flytja úr íbúð sinni og leigja hana út til að ná endum saman, þar sem yngsta barnið kemst ekki inn á leikskóla. Foreldrar segja nóg komið af innantómum yfirlýsingum og krefjast tafarlausra aðgerða. Mótmæli hafa verið boðuð á ný í næstu viku. 16. mars 2023 21:30 Foreldrar mótmæltu í ráðhúsinu: „Ætlum ekki að hætta fyrr en eitthvað gerist“ Foreldrar komu saman í ráðhúsi Reykjavíkur í morgun og mótmæltu þeirri stöðu sem enn á ný er komin upp í leikskólamálum. Dæmi er um að börn þurfi að bíða í á þriðja ár eftir leikskólaplássi. Borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins segir ástandið grafalvarlegt og það sé tilkomið vegna trassaskapar. 16. mars 2023 11:46 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Sjá meira
„Því miður er ekkert sérstaklega bjart yfir mér“ Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segist vonsvikin yfir því að staðan í leikskólamálum sé jafnslæm og raun beri vitni. Hún vill fjölga leikskólaplássum og lagði fram tillögu í borgarráði í dag um daggæslu fyrir börn starfsmanna á stærri vinnustöðum. 16. mars 2023 22:53
„Ég sé ekki fram á það verði gert neitt fyrir fólk eins og okkur“ Fjögurra manna fjölskylda neyddist til að flytja úr íbúð sinni og leigja hana út til að ná endum saman, þar sem yngsta barnið kemst ekki inn á leikskóla. Foreldrar segja nóg komið af innantómum yfirlýsingum og krefjast tafarlausra aðgerða. Mótmæli hafa verið boðuð á ný í næstu viku. 16. mars 2023 21:30
Foreldrar mótmæltu í ráðhúsinu: „Ætlum ekki að hætta fyrr en eitthvað gerist“ Foreldrar komu saman í ráðhúsi Reykjavíkur í morgun og mótmæltu þeirri stöðu sem enn á ný er komin upp í leikskólamálum. Dæmi er um að börn þurfi að bíða í á þriðja ár eftir leikskólaplássi. Borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins segir ástandið grafalvarlegt og það sé tilkomið vegna trassaskapar. 16. mars 2023 11:46
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“