Líklegt að Ísland endi í umspili með þessum þjóðum Sindri Sverrisson skrifar 22. mars 2023 07:35 Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson missir af leik Íslands gegn Bosníu á morgun vegna leikbanns en verður með gegn Liechtenstein á sunnudag. Getty/Robbie Jay Barratt Á morgun hefst keppnin um að komast inn á Evrópumót karla í fótbolta sem fram fer í Þýskalandi á næsta ári. Íþróttatölfræðiveitan Gracenote hefur spáð fyrir um gengi þjóðanna og telur að Ísland fari í umspilið. Ísland hefur leik gegn Bosníu ytra annað kvöld og mætir svo Liechtenstein á sunnudaginn. Í riðlinum eru einnig Portúgal, Slóvakía og Lúxemborg. Tvö efstu liðin í þessum riðli, þegar undankeppninni lýkur í nóvember, komast beint á EM. Gracenote telur að Portúgal sé líklegust allra þjóða Evrópu til að komast inn á EM og að líkurnar á því séu 96%. Sviss, Króatía og Spánn koma svo næstar með 90% líkur á að komast á mótið. Talið er hins vegar að Ísland endi í umspili en liðin sem ekki fara beint á EM komast í umspil út frá árangri sínum í Þjóðadeildinni á síðasta ári. Ísland á ekki öruggt sæti í umspilinu en eftir að hafa endað í 2. sæti í sínum riðli í B-deildinni eru líkurnar góðar á að komast í eitt af þremur fjögurra liða umspilum. Eitt umspilanna er fyrir A-deild en búast má við að langflest eða öll liðin úr A-deild komist beint á EM, og þá verður fyllt í það umspil með liðum úr B-deild eða C-deild ef þarf. Gracenote telur líklegast að þessar 20 þjóðir komist beint á EM í gegnum undankeppnina, og þurfi þar af leiðandi ekki að fara í umspil: Portúgal, Sviss, Króatía, Spánn, Belgía, Danmörk, Holland, Pólland, Serbía, Frakkland, Tékkland, Ítalía, England, Ungverjaland, Svíþjóð, Wales, Slóvenía, Noregur, Rúmenía og Bosnía. Þjóðirnar 20 sem Gracenote telur líklegast að komist beint á EM.Gracenote Þýskaland á öruggt sæti sem gestgjafi EM og þá eru því eftir þrjú laus sæti í gegnum umspil. Gracenote telur líklegast að umspilið raðist svona: A-umspil: Austurríki, Eistland og tvö af Finnlandi, Úkraínu, Íslandi og Írlandi. B-umspil: Ísrael, Skotland og tvö af Finnlandi, Úkraínu, Íslandi og Írlandi. C-umspil: Georgía, Grikkland, Tyrkland, Kasakstan. Ef þetta yrði raunin yrði dregið um það hvort að Ísland færi í A- eða B-umspilið. Eitt lið fer áfram úr hverju umspili en það verður spilað 21. og 26. mars á næsta ári. Íslenska landsliðið getur hins vegar forðað sér frá umspili með því að komast beint á EM en til þess þarf liðið á góðri byrjun að halda í leikjunum tveimur sem framundan eru. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Sjá meira
Ísland hefur leik gegn Bosníu ytra annað kvöld og mætir svo Liechtenstein á sunnudaginn. Í riðlinum eru einnig Portúgal, Slóvakía og Lúxemborg. Tvö efstu liðin í þessum riðli, þegar undankeppninni lýkur í nóvember, komast beint á EM. Gracenote telur að Portúgal sé líklegust allra þjóða Evrópu til að komast inn á EM og að líkurnar á því séu 96%. Sviss, Króatía og Spánn koma svo næstar með 90% líkur á að komast á mótið. Talið er hins vegar að Ísland endi í umspili en liðin sem ekki fara beint á EM komast í umspil út frá árangri sínum í Þjóðadeildinni á síðasta ári. Ísland á ekki öruggt sæti í umspilinu en eftir að hafa endað í 2. sæti í sínum riðli í B-deildinni eru líkurnar góðar á að komast í eitt af þremur fjögurra liða umspilum. Eitt umspilanna er fyrir A-deild en búast má við að langflest eða öll liðin úr A-deild komist beint á EM, og þá verður fyllt í það umspil með liðum úr B-deild eða C-deild ef þarf. Gracenote telur líklegast að þessar 20 þjóðir komist beint á EM í gegnum undankeppnina, og þurfi þar af leiðandi ekki að fara í umspil: Portúgal, Sviss, Króatía, Spánn, Belgía, Danmörk, Holland, Pólland, Serbía, Frakkland, Tékkland, Ítalía, England, Ungverjaland, Svíþjóð, Wales, Slóvenía, Noregur, Rúmenía og Bosnía. Þjóðirnar 20 sem Gracenote telur líklegast að komist beint á EM.Gracenote Þýskaland á öruggt sæti sem gestgjafi EM og þá eru því eftir þrjú laus sæti í gegnum umspil. Gracenote telur líklegast að umspilið raðist svona: A-umspil: Austurríki, Eistland og tvö af Finnlandi, Úkraínu, Íslandi og Írlandi. B-umspil: Ísrael, Skotland og tvö af Finnlandi, Úkraínu, Íslandi og Írlandi. C-umspil: Georgía, Grikkland, Tyrkland, Kasakstan. Ef þetta yrði raunin yrði dregið um það hvort að Ísland færi í A- eða B-umspilið. Eitt lið fer áfram úr hverju umspili en það verður spilað 21. og 26. mars á næsta ári. Íslenska landsliðið getur hins vegar forðað sér frá umspili með því að komast beint á EM en til þess þarf liðið á góðri byrjun að halda í leikjunum tveimur sem framundan eru.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Sjá meira