New York Knicks goðsögn látin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2023 08:45 Willis Reed fagnar hér sigri á Los Angeles Lakers sem færði New York Knicks liðinu NBA-titilinn 1970. AP Willis Reed, einn dáðasti leikmaðurinn í sögu NBA körfuboltafélagsins New York Knicks, er látinn áttræður að aldri. New York Knicks staðfesti andlát Reed í gær með yfirlýsingu þar sem einnig var farið yfir magnaðan feril hans á körfuboltavellinum. Reed spilaði tíu tímabil í NBA-deildinni frá 1964 til 1974 og spilaði bara fyrir New York Knicks. Willis Reed, who won two NBA championships during his legendary career with the Knicks, has died, according to the National Basketball Retired Players Association. He was 80.More: https://t.co/uVrFEAk1XM pic.twitter.com/LNlp7Qnbvt— ESPN (@espn) March 21, 2023 Hann komst sjö sinnum í lið ársins og var kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar á 1969-70 tímabilinu. Reed varð tvisvar sinnum meistari með New York Knicks, fyrst 1970 og svo aftur 1973. Félagið hefur ekki unnið NBA-deildina síðan. Reed er líklega frægastur fyrir það þegar koma aftur inn í leik sjö í lokaúrslitum Knicks á móti Los Angeles Lakers árið 1970. Reed hafði misst af leiknum á undan vegna meiðsla og enginn bjóst við því að hann gæti spilað oddaleikinn. Hann kveikti því í Madison Square Garden þegar hann birtist í salnum í búning og færði liðsfélögunum sínum um leið mikla trú enda þarna besti leikmaður NBA. NBA Commissioner Adam Silver issued the following statement today regarding the passing of Willis Reed: pic.twitter.com/v7os6f5v86— NBA (@NBA) March 21, 2023 Reed skoraði síðan tvær fyrstu körfur Knicks í leiknum og gerði allt vitlaust í höllinni. Reed var á öðrum fætinum og skoraði bara þessar tvær körfur. Hann var kosinn mikilvægasti leikmaður úrslitanna alveg eins og þremur árum síðar þegar New York vann aftur titilinn. Willis Reed spilaði 650 deildarleiki í NBA og var með 18,7 stig og 12,0 fráköst að meðaltali í þeim. Hann varð að leggja skóna á hilluna 32 ára gamall vegna hnémeiðsla. RIP Knicks legend Willis Reed! His 4 PTS & 3 REBS with a torn thigh muscle in GM7 of the 1970 Finals is one of the most memorable performances in sports history. pic.twitter.com/sqfxPdHyUV— Ballislife.com (@Ballislife) March 21, 2023 NBA Andlát Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Sjá meira
New York Knicks staðfesti andlát Reed í gær með yfirlýsingu þar sem einnig var farið yfir magnaðan feril hans á körfuboltavellinum. Reed spilaði tíu tímabil í NBA-deildinni frá 1964 til 1974 og spilaði bara fyrir New York Knicks. Willis Reed, who won two NBA championships during his legendary career with the Knicks, has died, according to the National Basketball Retired Players Association. He was 80.More: https://t.co/uVrFEAk1XM pic.twitter.com/LNlp7Qnbvt— ESPN (@espn) March 21, 2023 Hann komst sjö sinnum í lið ársins og var kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar á 1969-70 tímabilinu. Reed varð tvisvar sinnum meistari með New York Knicks, fyrst 1970 og svo aftur 1973. Félagið hefur ekki unnið NBA-deildina síðan. Reed er líklega frægastur fyrir það þegar koma aftur inn í leik sjö í lokaúrslitum Knicks á móti Los Angeles Lakers árið 1970. Reed hafði misst af leiknum á undan vegna meiðsla og enginn bjóst við því að hann gæti spilað oddaleikinn. Hann kveikti því í Madison Square Garden þegar hann birtist í salnum í búning og færði liðsfélögunum sínum um leið mikla trú enda þarna besti leikmaður NBA. NBA Commissioner Adam Silver issued the following statement today regarding the passing of Willis Reed: pic.twitter.com/v7os6f5v86— NBA (@NBA) March 21, 2023 Reed skoraði síðan tvær fyrstu körfur Knicks í leiknum og gerði allt vitlaust í höllinni. Reed var á öðrum fætinum og skoraði bara þessar tvær körfur. Hann var kosinn mikilvægasti leikmaður úrslitanna alveg eins og þremur árum síðar þegar New York vann aftur titilinn. Willis Reed spilaði 650 deildarleiki í NBA og var með 18,7 stig og 12,0 fráköst að meðaltali í þeim. Hann varð að leggja skóna á hilluna 32 ára gamall vegna hnémeiðsla. RIP Knicks legend Willis Reed! His 4 PTS & 3 REBS with a torn thigh muscle in GM7 of the 1970 Finals is one of the most memorable performances in sports history. pic.twitter.com/sqfxPdHyUV— Ballislife.com (@Ballislife) March 21, 2023
NBA Andlát Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Sjá meira