Fjárhættuspilavandi – að þjást í leynum Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir skrifar 22. mars 2023 09:30 Marsmánuður er tileinkaður vitundarvakningu um fjárhættuspilavanda. Falinn vandi. Í dag er talið að um 0,3-5% einstaklinga í heiminum séu í vanda vegna fjárhættuspila. Á Norðurlöndum er vandinn talinn um 3% en aðeins einn af hverjum tíu þeirra leitar sér aðstoðar. Séu þessar tölur yfirfærðar á Ísland má telja að rúmlega 11.000 manns á Íslandi séu í vanda vegna fjárhættuspila. Af þessum 11.000 munu líklega aðeins 1.100 leita sér einhverskonar aðstoðar en 9.900 munu þjást í leynum. Leynist víða. Fyrir einhverjum kunna fjárhættuspil einungis að snúast um að spila póker eða fara í spilavíti. Þar sem Ísland hefur engin spilavíti eru ekki allir sem átta sig á hversu umfangsmikill vandinn er orðinn. Fjárhættuspil nær yfir öll þau veðmál þar sem lagt er undir eitthvað verðmæti, í óvissu en von um að vinna hærri fjárhæðir. Undir þetta fellur til dæmis bingó, lottó, spilakassar, póker, lukkubox (e. loot boxes), skafmiðar, rafmyntaviðskipti og það sem hefur verið að ryðja sér rúms síðastliðin ár; íþróttaveðmál. Íþróttaveðmál eru hverskonar veðmál þar sem sá sem leggur undir getur grætt á því að úrslit íþróttaviðburða verði á einhvern veg. Að auki eru ýmis konar minni veðmál sem hægt er að taka þátt í, til dæmis er hægt er að veðja á hvort liðið fær flestar hornspyrnur, hvaða leikmaður skorar úr vítaspyrnu o.s.frv. Þessar viðbætur auka spennu leiksins enn frekar en þess má geta að eftir því sem það er meiri hraði og spenna í veðmálum, því meiri líkur eru á því að einstaklingur verði háður þeim og þrói með sér spilavanda og jafnvel spilafíkn. Líkt og áður kom fram eru íþróttaveðmál farin að aukast og eru ungir karlmenn sérstaklega í áhættu á að þróa með sér spilavanda tengdum þeim. Veðmál í vasanum. Veðmálin fara ekki einungis fram í lokuðu umhverfi líkt og spilavítum, stærstur hluti þeirra fer fram í tölvunni eða síma einstaklingsins. Það gerir það að hætta því að spila mun erfiðara fyrir einstaklinginn, þar sem hann á ekki auðvelt með að fara úr aðstæðunum og vaninn við að spila í símanum getur fljótt orðið að vanda og jafnvel að fíkn. Hvenær er kominn vandi? Fjárhættuspilavandi getur þróast yfir í alvarlegan vanda og er þá talinn til fíknsjúkdóma og þarfnast meðferðar. Einkennin eru þá mjög svipuð og hjá þeim sem eru með áfengis- og/eða vímuefnafíkn og lýsa sér með eftirfarandi hætti 1. Þol - að þurfa að veðja oftar eða leggja hærri fjárhæðir undir til að upplifa sömu spennu.2. Fráhvarfseinkenni – eirðarleysi og pirringur þegar reynt er að draga úr spilahegðun eða hætta.3. Stjórnleysi – endurteknar, árangurslausar tilraunir til að stjórna, draga úr eða hætta spilamennsku.4. Fíkn - að vera gagntekinn af spilamennsku, hugsa endurtekið um fyrri spilahegðun eða vera upptekinn af því að skipuleggja næstu skipti sem verður spilað.5. Skaða – að hafa lagt í hættu eða misst mikilvæg sambönd, vinnu eða náms og atvinnutækifæri vegna spilamennsku.Þar að auki eru nokkur einkenni sem eiga einungis við í fjárhættuspilafíkn:6. Að spila til þess að draga úr vanlíðan (hjálparleysi, sektarkennd, kvíða, þunglyndi).7. Að reyna að bæta upp tapaða fjárhæð, að „elta tapið“.8. Að ljúga um hversu mikið er spilað eða fyrir hversu mikið.9. Að þurfa að reiða sig á aðra til þess að hjálpa sér að greiða upp skuldir. Alvarlegar afleiðingar. Einstaklingar með fjárhættuspilavanda upplifa oft mikla fordóma og skilningsleysi vegna vandans og afleiðinga hans. Eftir að spilafíknin hefur þróast úr því að vera leit að spennu og er komin í örvæntingu og vonleysi getur viðkomandi átt á hættu að einangra sig frá fjölskyldu og vinum, upplifa mikinn kvíða og þunglyndi og úrræðaleysi. Mikilvægt er að einstaklingurinn og aðrir í kringum hann átti sig á því að fjárhættuspilafíkn er sjúkdómur sem hægt er að fá hjálp við. Hægt er að fá aðstoð. Ef að þú eða einhver sem þú þekkir kannast við ofangreind einkenni eða er í vanda vegna fjárhættuspilahegðunar er hægt að hafa samband við göngudeild SÁÁ í síma 530-7600 og fá aðstoð við að taka næstu skref. Það er aldrei of seint að leita sér aðstoðar. Höfundur er sálfræðingur í fjárhættuspilateymi SÁÁ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Marsmánuður er tileinkaður vitundarvakningu um fjárhættuspilavanda. Falinn vandi. Í dag er talið að um 0,3-5% einstaklinga í heiminum séu í vanda vegna fjárhættuspila. Á Norðurlöndum er vandinn talinn um 3% en aðeins einn af hverjum tíu þeirra leitar sér aðstoðar. Séu þessar tölur yfirfærðar á Ísland má telja að rúmlega 11.000 manns á Íslandi séu í vanda vegna fjárhættuspila. Af þessum 11.000 munu líklega aðeins 1.100 leita sér einhverskonar aðstoðar en 9.900 munu þjást í leynum. Leynist víða. Fyrir einhverjum kunna fjárhættuspil einungis að snúast um að spila póker eða fara í spilavíti. Þar sem Ísland hefur engin spilavíti eru ekki allir sem átta sig á hversu umfangsmikill vandinn er orðinn. Fjárhættuspil nær yfir öll þau veðmál þar sem lagt er undir eitthvað verðmæti, í óvissu en von um að vinna hærri fjárhæðir. Undir þetta fellur til dæmis bingó, lottó, spilakassar, póker, lukkubox (e. loot boxes), skafmiðar, rafmyntaviðskipti og það sem hefur verið að ryðja sér rúms síðastliðin ár; íþróttaveðmál. Íþróttaveðmál eru hverskonar veðmál þar sem sá sem leggur undir getur grætt á því að úrslit íþróttaviðburða verði á einhvern veg. Að auki eru ýmis konar minni veðmál sem hægt er að taka þátt í, til dæmis er hægt er að veðja á hvort liðið fær flestar hornspyrnur, hvaða leikmaður skorar úr vítaspyrnu o.s.frv. Þessar viðbætur auka spennu leiksins enn frekar en þess má geta að eftir því sem það er meiri hraði og spenna í veðmálum, því meiri líkur eru á því að einstaklingur verði háður þeim og þrói með sér spilavanda og jafnvel spilafíkn. Líkt og áður kom fram eru íþróttaveðmál farin að aukast og eru ungir karlmenn sérstaklega í áhættu á að þróa með sér spilavanda tengdum þeim. Veðmál í vasanum. Veðmálin fara ekki einungis fram í lokuðu umhverfi líkt og spilavítum, stærstur hluti þeirra fer fram í tölvunni eða síma einstaklingsins. Það gerir það að hætta því að spila mun erfiðara fyrir einstaklinginn, þar sem hann á ekki auðvelt með að fara úr aðstæðunum og vaninn við að spila í símanum getur fljótt orðið að vanda og jafnvel að fíkn. Hvenær er kominn vandi? Fjárhættuspilavandi getur þróast yfir í alvarlegan vanda og er þá talinn til fíknsjúkdóma og þarfnast meðferðar. Einkennin eru þá mjög svipuð og hjá þeim sem eru með áfengis- og/eða vímuefnafíkn og lýsa sér með eftirfarandi hætti 1. Þol - að þurfa að veðja oftar eða leggja hærri fjárhæðir undir til að upplifa sömu spennu.2. Fráhvarfseinkenni – eirðarleysi og pirringur þegar reynt er að draga úr spilahegðun eða hætta.3. Stjórnleysi – endurteknar, árangurslausar tilraunir til að stjórna, draga úr eða hætta spilamennsku.4. Fíkn - að vera gagntekinn af spilamennsku, hugsa endurtekið um fyrri spilahegðun eða vera upptekinn af því að skipuleggja næstu skipti sem verður spilað.5. Skaða – að hafa lagt í hættu eða misst mikilvæg sambönd, vinnu eða náms og atvinnutækifæri vegna spilamennsku.Þar að auki eru nokkur einkenni sem eiga einungis við í fjárhættuspilafíkn:6. Að spila til þess að draga úr vanlíðan (hjálparleysi, sektarkennd, kvíða, þunglyndi).7. Að reyna að bæta upp tapaða fjárhæð, að „elta tapið“.8. Að ljúga um hversu mikið er spilað eða fyrir hversu mikið.9. Að þurfa að reiða sig á aðra til þess að hjálpa sér að greiða upp skuldir. Alvarlegar afleiðingar. Einstaklingar með fjárhættuspilavanda upplifa oft mikla fordóma og skilningsleysi vegna vandans og afleiðinga hans. Eftir að spilafíknin hefur þróast úr því að vera leit að spennu og er komin í örvæntingu og vonleysi getur viðkomandi átt á hættu að einangra sig frá fjölskyldu og vinum, upplifa mikinn kvíða og þunglyndi og úrræðaleysi. Mikilvægt er að einstaklingurinn og aðrir í kringum hann átti sig á því að fjárhættuspilafíkn er sjúkdómur sem hægt er að fá hjálp við. Hægt er að fá aðstoð. Ef að þú eða einhver sem þú þekkir kannast við ofangreind einkenni eða er í vanda vegna fjárhættuspilahegðunar er hægt að hafa samband við göngudeild SÁÁ í síma 530-7600 og fá aðstoð við að taka næstu skref. Það er aldrei of seint að leita sér aðstoðar. Höfundur er sálfræðingur í fjárhættuspilateymi SÁÁ
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar