Viðskipti innlent

At­vinnu­­leysi jókst um meira en helming milli mánaða

Bjarki Sigurðsson skrifar
Hlutfall atvinnulausra karla er 6,4 prósent.
Hlutfall atvinnulausra karla er 6,4 prósent. Vísir/Vilhelm

Atvinnuleysi mælist nú fimm prósent og jókst um 1,9 prósentustig milli mánaða. Atvinnulausum karlmönnum fjölgaði til muna og jókst hlutfall þeirra um 3,1 prósentustig milli mánaða. 

Þetta kemur fram í niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofu Íslands. 

Hlutfall atvinnulausra karla mældist 6,4 prósent í febrúar en í janúar mældist það 3,3 prósent og tvöfaldast því tæplega milli mánaða. 

Hlutfall atvinnulausra kvenna tók ekki jafn drastískum breytingum og jókst um einungis 0,4 prósentustig milli mánaða. Hlutfallið stendur nú í 3,3 prósentum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×