Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi. Hann segir að farið verði fram á að maðurinn verði úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna, en fyrri gæsluvarðhaldsúrskurður rennur út klukkan 16 í dag.
Maðurinn, sem er um þrítugt, hljóp af vettvangi eftir að hafa hleypt var úr byssunni, en skotið hafnaði á vegg við barinn. Hann var svo handtekinn daginn eftir.
Enginn slasaðist alvarlega en tveir gestir staðarins fengu aðhlynningu, annar með skrámu á höfði og hinn aðilinn hafði áhyggjur af heyrn sinni.
Grímur segir að rannsókn miði vel. Maðurinn hafi verið yfirheyrður nokkrum sinnum og hafi lögregla farið vel yfir þau gögn sem hafi verið söfnuð saman við rannsókn málsins.