Innlent

Þyrlan kölluð út vegna ferða­manns sem féll við Glym

Atli Ísleifsson skrifar
Glymur er einn allra hæsti foss landsins. Myndin er úr safni.
Glymur er einn allra hæsti foss landsins. Myndin er úr safni. Getty

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi eftir að tilkynning barst um að maður hafi fallið og slasast nærri fossinum Glym í Hvalfirði um klukkan 10:30 í morgun.

Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við Vísi. Hann segir að þrír björgunarsveitarmenn hafi farið með þyrlusveitinni í Hvalfjörð. Um klukkan 11:45 hafi þyrlan enn verið á staðnum.

Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að fleiri björgunarsveitarmenn hafi farið akandi upp í Hvalfjörð vegna málsins.

Ekki liggja fyrir upplýsingar um meiðsli mannsins.

Fossinn Glymur er í Botnsá og er 198 metra hár. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×