Kerecis númer fimm í Evrópu á lista Financial Times Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. mars 2023 12:10 Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis. Kerecis Lækningavörufyrirtækið Kerecis er eitt íslenskra fyrirtækja á nýjum FT-1000 lista Financial Times yfir þau fyrirtæki í Evrópu sem vaxa hraðast. Í flokki fyrirtækja í heilbrigðis- og lífvísindum er Kerecis í fimmta sæti en situr annars í 246. sæti listans sem telur þúsund fyrirtæki Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kerecis þar sem segir að fyrirtækið sé brautryðjandi í framleiðslu á lækningavörum úr þorskroði og fitusýrum sem verja líkamsvefi og græða. Hjá Kerecis starfa tæplega 500 manns. Höfuðstöðvar félagsins eru á Ísafirði, þar sem vörur félagsins eru framleiddar, en vöruþróun fer fram í Reykjavík. Sölu- og markaðsstarf er rekið frá Washington D.C. svæðinu í Bandaríkjunum og í Sviss, Þýskalandi og Austurríki. Mikilvægasti markaður Kerecis er í Bandaríkjunum. Tækni Kerecis hefur vakið athygli á heimsvísu og félagið er í samstarfi um þróun og notkun á tækninni víða um heim, m.a. við bandarískar varnarmálastofnanir. Í Bandaríkjunum eru vörur Kerecis notaðar á mörgum stærstu sjúkrahúsum landsins. „Það eru góðar og slæmar ástæður fyrir þessari velgengni,“ segir Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis. „Starfsfólkið er framúrskarandi, vörurnar góðar, tæknin er engu lík og við störfum í afskaplega góðu umhverfi fyrir nýsköpunarfyrirtæki. Á hinn bóginn hefur þörfin fyrir lækningavörur Kerecis aukist mikið, m.a. vegna mikils vaxtar á sykursýki og öðrum sjúkdómum sem valda þrálátum sárum og aflimunum. Það er ekkert lát á þeirri þróun og viðbúið að við munum áfram þurfa að þjónusta stækkandi hóp sjúklinga.“ Þetta er í sjöunda sinn sem FT-1000 listinn er gefinn út. Við gerð listans horfir Financial Times til samanlagðs árlegs tekjuvaxtar fyrirtækja milli 2018 og 2021. Á því tímabili óx Kerecis mikið, starfsmannafjöldi rúmlega þrefaldaðist úr 59 manns í 196 og árlegur samanlagður tekjuvöxtur nam 94,6%. Heildarvöxtur á tímabilinu nam 636,5%. Heilbrigðismál Vísindi Tengdar fréttir Íslensk frumkvöðlafyrirtæki ná sínum besta árangri hingað til Á hverju ári gefur Northstack, íslenskur fjölmiðill sem fjallar um málefni sprota og tæknifyrirtækja, út skýrslu um fjárfestingar vísissjóða í íslenskum sprotafyrirtækjum. Northstack kallar nýafstaðið ár “það besta hingað til” enda var fjárfest í þrjátíu og sex sprota og vaxtarfyrirtækjum fyrir yfir 390 milljónir dala og 78% fjármagnsins kom erlendis frá. 23. febrúar 2023 12:00 „Vísindamenn læra ekkert um business“ Íslendingar voru tuttugu árum eftir á í að grípa til markvissra aðgerða til að stuðla markvisst að því að vísindamenn kæmu niðurstöðum rannsókna sinna í arðbæran eða hagnýtan farveg, að sögn Einars Mäntylä framkvæmdastjóra Auðnu tæknitorgs, sem stofnað var 2018. Vísindamenn læra að hans sögn „ekkert um business“ - því þarf að kenna hann. 5. febrúar 2023 10:06 Uppgangur og íbúðaskortur í Ísafjarðarbæ Eftir áratuga fólksfækkun er íbúum aftur farið að fjölga í Ísafjarðarbæ og nú er íbúðaskortur á svæðinu. Bæjarstjóri segir þetta nýja og spennandi stöðu. Þétta þurfi byggð og stækka eyrina í Skutulsfirði í náinni framtíð. 10. desember 2022 19:31 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kerecis þar sem segir að fyrirtækið sé brautryðjandi í framleiðslu á lækningavörum úr þorskroði og fitusýrum sem verja líkamsvefi og græða. Hjá Kerecis starfa tæplega 500 manns. Höfuðstöðvar félagsins eru á Ísafirði, þar sem vörur félagsins eru framleiddar, en vöruþróun fer fram í Reykjavík. Sölu- og markaðsstarf er rekið frá Washington D.C. svæðinu í Bandaríkjunum og í Sviss, Þýskalandi og Austurríki. Mikilvægasti markaður Kerecis er í Bandaríkjunum. Tækni Kerecis hefur vakið athygli á heimsvísu og félagið er í samstarfi um þróun og notkun á tækninni víða um heim, m.a. við bandarískar varnarmálastofnanir. Í Bandaríkjunum eru vörur Kerecis notaðar á mörgum stærstu sjúkrahúsum landsins. „Það eru góðar og slæmar ástæður fyrir þessari velgengni,“ segir Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis. „Starfsfólkið er framúrskarandi, vörurnar góðar, tæknin er engu lík og við störfum í afskaplega góðu umhverfi fyrir nýsköpunarfyrirtæki. Á hinn bóginn hefur þörfin fyrir lækningavörur Kerecis aukist mikið, m.a. vegna mikils vaxtar á sykursýki og öðrum sjúkdómum sem valda þrálátum sárum og aflimunum. Það er ekkert lát á þeirri þróun og viðbúið að við munum áfram þurfa að þjónusta stækkandi hóp sjúklinga.“ Þetta er í sjöunda sinn sem FT-1000 listinn er gefinn út. Við gerð listans horfir Financial Times til samanlagðs árlegs tekjuvaxtar fyrirtækja milli 2018 og 2021. Á því tímabili óx Kerecis mikið, starfsmannafjöldi rúmlega þrefaldaðist úr 59 manns í 196 og árlegur samanlagður tekjuvöxtur nam 94,6%. Heildarvöxtur á tímabilinu nam 636,5%.
Heilbrigðismál Vísindi Tengdar fréttir Íslensk frumkvöðlafyrirtæki ná sínum besta árangri hingað til Á hverju ári gefur Northstack, íslenskur fjölmiðill sem fjallar um málefni sprota og tæknifyrirtækja, út skýrslu um fjárfestingar vísissjóða í íslenskum sprotafyrirtækjum. Northstack kallar nýafstaðið ár “það besta hingað til” enda var fjárfest í þrjátíu og sex sprota og vaxtarfyrirtækjum fyrir yfir 390 milljónir dala og 78% fjármagnsins kom erlendis frá. 23. febrúar 2023 12:00 „Vísindamenn læra ekkert um business“ Íslendingar voru tuttugu árum eftir á í að grípa til markvissra aðgerða til að stuðla markvisst að því að vísindamenn kæmu niðurstöðum rannsókna sinna í arðbæran eða hagnýtan farveg, að sögn Einars Mäntylä framkvæmdastjóra Auðnu tæknitorgs, sem stofnað var 2018. Vísindamenn læra að hans sögn „ekkert um business“ - því þarf að kenna hann. 5. febrúar 2023 10:06 Uppgangur og íbúðaskortur í Ísafjarðarbæ Eftir áratuga fólksfækkun er íbúum aftur farið að fjölga í Ísafjarðarbæ og nú er íbúðaskortur á svæðinu. Bæjarstjóri segir þetta nýja og spennandi stöðu. Þétta þurfi byggð og stækka eyrina í Skutulsfirði í náinni framtíð. 10. desember 2022 19:31 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Íslensk frumkvöðlafyrirtæki ná sínum besta árangri hingað til Á hverju ári gefur Northstack, íslenskur fjölmiðill sem fjallar um málefni sprota og tæknifyrirtækja, út skýrslu um fjárfestingar vísissjóða í íslenskum sprotafyrirtækjum. Northstack kallar nýafstaðið ár “það besta hingað til” enda var fjárfest í þrjátíu og sex sprota og vaxtarfyrirtækjum fyrir yfir 390 milljónir dala og 78% fjármagnsins kom erlendis frá. 23. febrúar 2023 12:00
„Vísindamenn læra ekkert um business“ Íslendingar voru tuttugu árum eftir á í að grípa til markvissra aðgerða til að stuðla markvisst að því að vísindamenn kæmu niðurstöðum rannsókna sinna í arðbæran eða hagnýtan farveg, að sögn Einars Mäntylä framkvæmdastjóra Auðnu tæknitorgs, sem stofnað var 2018. Vísindamenn læra að hans sögn „ekkert um business“ - því þarf að kenna hann. 5. febrúar 2023 10:06
Uppgangur og íbúðaskortur í Ísafjarðarbæ Eftir áratuga fólksfækkun er íbúum aftur farið að fjölga í Ísafjarðarbæ og nú er íbúðaskortur á svæðinu. Bæjarstjóri segir þetta nýja og spennandi stöðu. Þétta þurfi byggð og stækka eyrina í Skutulsfirði í náinni framtíð. 10. desember 2022 19:31