Landsliðið spilar í borg mengunarmeistara og alræmds fangelsis Valur Páll Eiríksson skrifar 22. mars 2023 19:30 Bilino Polje-völlurinn í Zenica sem Ísland leikur á annað kvöld. Vísir/Valur Páll Íslenska landsliðið lenti í dag í Zenica í Bosníu þar sem leikur við landslið þeirra bosnísku fer fram í annað kvöld. Borgin er þekkt fyrir margt annað en fótbolta. Zenica er fjórða stærsta borg Bosníu þar sem búa 110 þúsund manns. Fátækt er töluverð í borginni þar sem illa hefur gengið að reisa hana við eftir stríð. Um 80 prósent þeirra sem í borginni búa eru af bosnískum uppruna en þar eru um tvö þúsund Serbar og níu þúsund Króatar. Hún er þá að mestu múslimsk borg. Borgin byggir að mestu á stáliðnaði en einn stærsti stálframleiðandi heims, ArcellorMittal, heldur að stóru leyti uppi atvinnustigi í borginni. Fyrirtækið hefur sætt töluverðri gagnrýni fyrir brot á umhverfislögum en Bosnía er á meðal menguðustu ríkja heims, og Zenica er þar ofarlega á lista. Samkvæmt úttekt The Guardian frá árinu 2017 vantaði stálfyrirtækið fjölmörg starfsleyfi vegna umhverfismála og ítrekað brotið loforð um úrbætur á mengun af iðnaðinum. Zenica fangelsið sem var byggt árið 1886 er á meðal þess sem borgin er þekktust fyrir. Það er staðsett í miðri borg og er í raun eins og lítið hverfi innan borgarinnar. Það var stærsta og alræmdasta fangelsi fyrrum Júgóslavíu og stóð af sér stríðin á tíunda áratugnum. Eðli málsins samkvæmt er það stærsta fangelsi Bosníu í dag. Heimaborg Lovren og fyrrum forsætisráðherra Á meðal þeirra sem koma frá borginni eru Ahmet Hadžipašić, forsætisráðherra Bosníu frá 2003 til 2008, Króatinn Dejan Lovren, fyrrum leikmaður Liverpool, Serbinn Mladen Krstajić sem var miðvörður í landsliði Serba auk þess að leika með hjá Schalke og Werder Bremen árum saman. Ísland mun leika á Bilino Polje-leikvangnum í Zenica sem er heimavöllur Bosníu ásamt stærri velli í höfuðborginni Sarajevo. Leikvangurinn tekur tólf þúsund manns í sæti og á til að myndast afar góð stemning. „Þarna fær landsliðið mestan stuðning. Áhorfendur geta verið mjög heitir og stutt landsliðið ákaft en svo geta þeir auðveldlega snúist gegn því ef hlutirnir ganga ekki upp og spilamennskan er ekki góð. Þá getur þetta snúist upp í leiðindi,“ sagði fótboltaþjálfarinn og Bosníumaðurinn Ejub Purisevic um völlinn í Zenica í hlaðvarpinu Innkastið á Fótbolti.net. Við vonumst auðvitað til að mengunin sé orðin minni en árið 2017 og hafi sem minnst áhrif á strákana okkar er þeir mæta Bosníu klukkan 19:45 annað kvöld. Vísir verður með beina textalýsingu frá leik morgundagsins og gerir allt saman vel upp eftir leik. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
Zenica er fjórða stærsta borg Bosníu þar sem búa 110 þúsund manns. Fátækt er töluverð í borginni þar sem illa hefur gengið að reisa hana við eftir stríð. Um 80 prósent þeirra sem í borginni búa eru af bosnískum uppruna en þar eru um tvö þúsund Serbar og níu þúsund Króatar. Hún er þá að mestu múslimsk borg. Borgin byggir að mestu á stáliðnaði en einn stærsti stálframleiðandi heims, ArcellorMittal, heldur að stóru leyti uppi atvinnustigi í borginni. Fyrirtækið hefur sætt töluverðri gagnrýni fyrir brot á umhverfislögum en Bosnía er á meðal menguðustu ríkja heims, og Zenica er þar ofarlega á lista. Samkvæmt úttekt The Guardian frá árinu 2017 vantaði stálfyrirtækið fjölmörg starfsleyfi vegna umhverfismála og ítrekað brotið loforð um úrbætur á mengun af iðnaðinum. Zenica fangelsið sem var byggt árið 1886 er á meðal þess sem borgin er þekktust fyrir. Það er staðsett í miðri borg og er í raun eins og lítið hverfi innan borgarinnar. Það var stærsta og alræmdasta fangelsi fyrrum Júgóslavíu og stóð af sér stríðin á tíunda áratugnum. Eðli málsins samkvæmt er það stærsta fangelsi Bosníu í dag. Heimaborg Lovren og fyrrum forsætisráðherra Á meðal þeirra sem koma frá borginni eru Ahmet Hadžipašić, forsætisráðherra Bosníu frá 2003 til 2008, Króatinn Dejan Lovren, fyrrum leikmaður Liverpool, Serbinn Mladen Krstajić sem var miðvörður í landsliði Serba auk þess að leika með hjá Schalke og Werder Bremen árum saman. Ísland mun leika á Bilino Polje-leikvangnum í Zenica sem er heimavöllur Bosníu ásamt stærri velli í höfuðborginni Sarajevo. Leikvangurinn tekur tólf þúsund manns í sæti og á til að myndast afar góð stemning. „Þarna fær landsliðið mestan stuðning. Áhorfendur geta verið mjög heitir og stutt landsliðið ákaft en svo geta þeir auðveldlega snúist gegn því ef hlutirnir ganga ekki upp og spilamennskan er ekki góð. Þá getur þetta snúist upp í leiðindi,“ sagði fótboltaþjálfarinn og Bosníumaðurinn Ejub Purisevic um völlinn í Zenica í hlaðvarpinu Innkastið á Fótbolti.net. Við vonumst auðvitað til að mengunin sé orðin minni en árið 2017 og hafi sem minnst áhrif á strákana okkar er þeir mæta Bosníu klukkan 19:45 annað kvöld. Vísir verður með beina textalýsingu frá leik morgundagsins og gerir allt saman vel upp eftir leik.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira