Opið bréf til Heimildarinnar Frosti Logason skrifar 23. mars 2023 08:01 Í síðasta mánuði tilkynntuð þið á Heimildinni með formlegum hætti að hlaðvarpsstjórnandinn Edda Falak hefði hafið störf á ykkar miðli þar sem hún mun gegna því mikilvæga hlutverki að fjalla um margvíslegar birtingarmyndir ofbeldis og áhrif þess á þolendur og samfélagið allt. Edda vakti fyrst athygli þegar hún steig fram sem þolandi kynbundins áreitis sem hún sagðist hafa orðið fyrir þegar hún lifði og hrærðist í viðskiptalífi Kaupmannahafnar fyrir nokkrum árum. Sagðist hún hafa legið undir ámælum og niðrandi athugasemdum frá samstarfsmönnum í stórum virtum banka, vegna nærfata og bikínimynda sem hún birti á samfélagsmiðlum á sama tíma og hún miðlaði með verðbréf í bankanum. Þá sagðist hún einnig hafa upplifað sömu framkomu þegar hún vann í fjármáladeild lyfjafyrirtækisins Novo Nordisk í sama landi á svipuðum tíma. Edda segist hafa fengið skilaboð í vinnunni þess efnis að hún þyrfti að klæða sig öðruvísi ef hún ætlaði að láta taka sig alvarlega. Haft er eftir henni í viðtali á RÚV frá árinu 2021 að þarna hafði fokið í Eddu og hún mótmælt. Hún tjáði skoðanir sínar á þessu óréttlæti á Instagram og má segja að þannig hafi barátta hennar hafist. Edda sagði frá þessum hremmingum sínum í fleiri viðtölum hjá fjölmiðlum á borð við mbl.is og vísir.is. Þetta gerði hún á sama tíma og hún ásamt öðrum hratt af stað herferð undir yfirskriftinni „Ég trúi“ sem miðaði að því að fá samfélagið til að samþykkja þá hugmynd að öllum konum skyldi alltaf trúað ef þær greindu frá kynbundnu áreiti eða ofbeldi. Því hver hefði annars hag af því að ljúga um slíkt? Jarðvegurinn var þá orðinn einkar frjór fyrir hlaðvarp hennar Eigin konur, þar sem rætt var einhliða við þolendur enda búið að planta rækilega þeirri hugmynd að konur hreinlega geti ekki sagt ósatt þegar kemur að slíkum málum. Nú virðist þessi hugmynd vera komin í hnút því komið hefur í ljós að ein upphafskona „Ég trúi“ átaksins sem er Edda hefur ekki sagt satt og rétt frá varðandi starfsferil sinn í Kaupmannahöfn. Ég hef kannað það sjálfur og niðurstaðan er óyggjandi. Staðreyndin er einfaldlega sú að Edda Falak hefur aldrei starfað hjá stórum virtum banka, fjárfestingarbanka eða í fjármáladeild risa lyfjafyrirtækis. Það þýðir með öðrum orðum að hún varð aldrei fyrir því kynbundna áreiti sem hún hefur greint frá af fyrrnefndum vinnustöðum. Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir „Ég trúi-átakið“? Hverju eigum við að trúa? Þetta hljóta að vera áleitnar spurningar sem margir velta fyrir sér. Í ljósi alls þessa, er þá ekki vert að ábyrgðarmenn Heimildarinnar greini almenningi frá hver afstaða fréttamiðilsins er til þess að blaðamaður hans hefur farið á svig við sannleikann í viðtölum um eigin reynslu? Þegar þú lýgur að blaðamanni ertu að ljúga að allri þjóðinni og um leið að vega að trúverðugleika allra fjölmiðla. Það að félagi í Blaðamannafélagi Íslands geri sig sekan um slíkt eykur mjög á alvarleika slíks brots. Er það síðan trúverðugt að blaðamaður sem staðinn hefur verið að þessum ósannindum sé að fjalla um málaflokk þennan með þeim hætti sem hún gerir? Telur Heimildin það rétt að manneskja sem sagt hefur ósatt um kynbundið áreiti í öllum stærstu fjölmiðlum landsins gegni þessu hlutverki á fréttamiðli sem vill láta taka sig alvarlega? Eða teljið þið þetta jafnvel engu máli skipta? Sjálfur tel ég að lesendur ykkar og aðrir eigi rétt á svörum við þessum spurningum. Virðingarfyllst, Frosti Logason Höfundur er hlaðvarpsstjóri og félagi í Blaðamannafélagi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Fjölmiðlar Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Í síðasta mánuði tilkynntuð þið á Heimildinni með formlegum hætti að hlaðvarpsstjórnandinn Edda Falak hefði hafið störf á ykkar miðli þar sem hún mun gegna því mikilvæga hlutverki að fjalla um margvíslegar birtingarmyndir ofbeldis og áhrif þess á þolendur og samfélagið allt. Edda vakti fyrst athygli þegar hún steig fram sem þolandi kynbundins áreitis sem hún sagðist hafa orðið fyrir þegar hún lifði og hrærðist í viðskiptalífi Kaupmannahafnar fyrir nokkrum árum. Sagðist hún hafa legið undir ámælum og niðrandi athugasemdum frá samstarfsmönnum í stórum virtum banka, vegna nærfata og bikínimynda sem hún birti á samfélagsmiðlum á sama tíma og hún miðlaði með verðbréf í bankanum. Þá sagðist hún einnig hafa upplifað sömu framkomu þegar hún vann í fjármáladeild lyfjafyrirtækisins Novo Nordisk í sama landi á svipuðum tíma. Edda segist hafa fengið skilaboð í vinnunni þess efnis að hún þyrfti að klæða sig öðruvísi ef hún ætlaði að láta taka sig alvarlega. Haft er eftir henni í viðtali á RÚV frá árinu 2021 að þarna hafði fokið í Eddu og hún mótmælt. Hún tjáði skoðanir sínar á þessu óréttlæti á Instagram og má segja að þannig hafi barátta hennar hafist. Edda sagði frá þessum hremmingum sínum í fleiri viðtölum hjá fjölmiðlum á borð við mbl.is og vísir.is. Þetta gerði hún á sama tíma og hún ásamt öðrum hratt af stað herferð undir yfirskriftinni „Ég trúi“ sem miðaði að því að fá samfélagið til að samþykkja þá hugmynd að öllum konum skyldi alltaf trúað ef þær greindu frá kynbundnu áreiti eða ofbeldi. Því hver hefði annars hag af því að ljúga um slíkt? Jarðvegurinn var þá orðinn einkar frjór fyrir hlaðvarp hennar Eigin konur, þar sem rætt var einhliða við þolendur enda búið að planta rækilega þeirri hugmynd að konur hreinlega geti ekki sagt ósatt þegar kemur að slíkum málum. Nú virðist þessi hugmynd vera komin í hnút því komið hefur í ljós að ein upphafskona „Ég trúi“ átaksins sem er Edda hefur ekki sagt satt og rétt frá varðandi starfsferil sinn í Kaupmannahöfn. Ég hef kannað það sjálfur og niðurstaðan er óyggjandi. Staðreyndin er einfaldlega sú að Edda Falak hefur aldrei starfað hjá stórum virtum banka, fjárfestingarbanka eða í fjármáladeild risa lyfjafyrirtækis. Það þýðir með öðrum orðum að hún varð aldrei fyrir því kynbundna áreiti sem hún hefur greint frá af fyrrnefndum vinnustöðum. Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir „Ég trúi-átakið“? Hverju eigum við að trúa? Þetta hljóta að vera áleitnar spurningar sem margir velta fyrir sér. Í ljósi alls þessa, er þá ekki vert að ábyrgðarmenn Heimildarinnar greini almenningi frá hver afstaða fréttamiðilsins er til þess að blaðamaður hans hefur farið á svig við sannleikann í viðtölum um eigin reynslu? Þegar þú lýgur að blaðamanni ertu að ljúga að allri þjóðinni og um leið að vega að trúverðugleika allra fjölmiðla. Það að félagi í Blaðamannafélagi Íslands geri sig sekan um slíkt eykur mjög á alvarleika slíks brots. Er það síðan trúverðugt að blaðamaður sem staðinn hefur verið að þessum ósannindum sé að fjalla um málaflokk þennan með þeim hætti sem hún gerir? Telur Heimildin það rétt að manneskja sem sagt hefur ósatt um kynbundið áreiti í öllum stærstu fjölmiðlum landsins gegni þessu hlutverki á fréttamiðli sem vill láta taka sig alvarlega? Eða teljið þið þetta jafnvel engu máli skipta? Sjálfur tel ég að lesendur ykkar og aðrir eigi rétt á svörum við þessum spurningum. Virðingarfyllst, Frosti Logason Höfundur er hlaðvarpsstjóri og félagi í Blaðamannafélagi Íslands.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun