Hvergi til nægileg þekking til að finna endanlega lausn á rakavandamálum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. mars 2023 06:51 Ráðherra segir vandann liggja í röngum vinnubrögðum og vanrækslu. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra telur að ekki liggi fyrir nægileg þekking hér á landi þannig að finna megi lausnir á rakavandamálum í byggingum. Þetta kemur fram í svörum ráðherra við fyrirspurn Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur um byggingarannsóknir. Þar er vísað til skýrslu sem ráðherra skilaði Alþingi í janúar síðastliðnum, þar sem segir að tjón af völdum rakaskemmda og myglusvepps í fasteignum hafi fylgt mannkyninu frá upphafi siðmenningar og að ekki hafi auðnast að vinna bug á þeirri meinsemd þrátt fyrir miklar rannsóknir og regluverk. „Þetta gildir jafnt um Ísland sem og önnur lönd því tæknilegar kröfur um loftun og rakavernd í regluverki okkar Íslendinga eru svipaðar og hjá nágrannaþjóðunum. Ljóst er að ekki er til staðar nægileg þekking, hvorki hérlendis né annars staðar, svo að finna megi endanlegar lausnir á rakavandamálum í byggingum,“ segir í svörum ráðherra. Lilja Rafney, varaþingmaður VG, spurði hvort ástæða væri til að endurskoða núgildandi byggingareglugerð í ljósi frétta af leka í nýlegum byggingum. Ráðherra segir starfshóp hafa komist að þeirri niðurstöðu að orsakir myglusvepps virtust helst liggja í röngum vinnubrögðum við hönnun og mannvirkjagerð, vanrækslu á viðhaldi og rangri notkun á húsnæði. Ekki væri þörf á umfangsmiklum lagabreytingum heldur aukinni fræðslu, leiðbeiningum, menntun fagaðila og auknum rannsóknum. „Yfirferð og endurskoðun á regluverki byggingariðnaðarins er viðvarandi og samfellt verkefni ráðuneytisins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, í samstarfi við helstu hagaðila, svo sem sveitarfélög og aðila byggingariðnaðarins, og í þeirri vinnu er stöðugt litið til ýmissa byggingargalla sem geta komið fram, svo sem lekavandamála. Í þeirri vinnu verður byggingarreglugerðin endurskoðuð.“ Ráðherra segist í svarinu telja að samræma þurfi matsviðmið og skoðunaraðferðir þegar glímt er við galla og mistök í fasteignum eða ranga hönnun þeirra. Þá sé ástæða til að yfirfara eftirlit með framlögðum verkteikningum og framfylgd þeirra og það sé best gert með því að efla rafræna stjórnsýslu í mannvirkjagerð. „Ráðherra telur að með eflingu rafrænnar stjórnsýslu þessara mála, og vistun gagna í miðlægri gátt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar verði gæðaeftirlit í byggingariðnaði eflt með sem hagstæðustum hætti og án þess að auka flækjustig slíks eftirlits.“ Húsnæðismál Mygla Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Þar er vísað til skýrslu sem ráðherra skilaði Alþingi í janúar síðastliðnum, þar sem segir að tjón af völdum rakaskemmda og myglusvepps í fasteignum hafi fylgt mannkyninu frá upphafi siðmenningar og að ekki hafi auðnast að vinna bug á þeirri meinsemd þrátt fyrir miklar rannsóknir og regluverk. „Þetta gildir jafnt um Ísland sem og önnur lönd því tæknilegar kröfur um loftun og rakavernd í regluverki okkar Íslendinga eru svipaðar og hjá nágrannaþjóðunum. Ljóst er að ekki er til staðar nægileg þekking, hvorki hérlendis né annars staðar, svo að finna megi endanlegar lausnir á rakavandamálum í byggingum,“ segir í svörum ráðherra. Lilja Rafney, varaþingmaður VG, spurði hvort ástæða væri til að endurskoða núgildandi byggingareglugerð í ljósi frétta af leka í nýlegum byggingum. Ráðherra segir starfshóp hafa komist að þeirri niðurstöðu að orsakir myglusvepps virtust helst liggja í röngum vinnubrögðum við hönnun og mannvirkjagerð, vanrækslu á viðhaldi og rangri notkun á húsnæði. Ekki væri þörf á umfangsmiklum lagabreytingum heldur aukinni fræðslu, leiðbeiningum, menntun fagaðila og auknum rannsóknum. „Yfirferð og endurskoðun á regluverki byggingariðnaðarins er viðvarandi og samfellt verkefni ráðuneytisins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, í samstarfi við helstu hagaðila, svo sem sveitarfélög og aðila byggingariðnaðarins, og í þeirri vinnu er stöðugt litið til ýmissa byggingargalla sem geta komið fram, svo sem lekavandamála. Í þeirri vinnu verður byggingarreglugerðin endurskoðuð.“ Ráðherra segist í svarinu telja að samræma þurfi matsviðmið og skoðunaraðferðir þegar glímt er við galla og mistök í fasteignum eða ranga hönnun þeirra. Þá sé ástæða til að yfirfara eftirlit með framlögðum verkteikningum og framfylgd þeirra og það sé best gert með því að efla rafræna stjórnsýslu í mannvirkjagerð. „Ráðherra telur að með eflingu rafrænnar stjórnsýslu þessara mála, og vistun gagna í miðlægri gátt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar verði gæðaeftirlit í byggingariðnaði eflt með sem hagstæðustum hætti og án þess að auka flækjustig slíks eftirlits.“
Húsnæðismál Mygla Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira