Vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins Hörður Þorsteinsson skrifar 23. mars 2023 09:00 Eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt var árið 2015, er að tryggja aðgengi allra jarðarbúa að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu, auk þess að stuðla að sjálfbærri nýtingu vatns. Rúmlega tveir milljarðar jarðarbúa hafa ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni og rúmlega 4 milljarðar hafa ekki aðgang að viðunandi salernis- og hreinlætisaðstöðu. Það eru því ekki allir jafnheppnir og við Íslendingar sem eigum mikið af fersku neysluvatni. Við þurfum að huga að vatnsgæðum á Íslandi, draga úr mengun, útiloka óæskilega sorplosun, auka skólphreinsun frá þéttbýli og lágmarka losun hættulegra efna út í umhverfið. Ísland er aðili að tilskipun EU um að yfirborðsvatn og grunnvatn sé í viðvarandi góðu ástandi. Öll ríki EU auk EFTA ríkjanna nota samræmda aðferðarfræði við innleiðingu vatnatilskipunarinnar. Á síðasta ári var gefin út vatnaáætlun Íslands 2022-2027 ásamt aðgerðaáætlun og vöktunaráætlun. Markmið tilskipunarinnar er að stuðla að sjálfbæri nýtingu vatns sem þýðir að við ætlum að nýta vatnsauðlindir okkar með þeim hætti að þær mæti þörfum okkar, án þess að stefna í voða möguleikum komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum. Nokkur umræða hefur verið um þá ákvörðun sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að loka umferð um Bláfjallaveg, frá Krýsuvíkurvegi (við hellinn Leiðarenda) að gatnamótum við Bláfjallaleið sem liggur frá Sandskeiði upp að skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Þessi vegkafli liggur á fjarsvæði vatnsverndarsvæðis höfuðborgarsvæðisins, en það er það svæði sem er aðalákomusvæði fyrir þá grunnvatnsstrauma sem liggja að núverandi vatnsbólum og framtíðarvatnsbólum höfuðborgarsvæðisins. Sú krafa er í samþykktunum að við hönnun og uppbyggingu nýrri og eldri vega á fjarsvæði skuli umferðaröryggi og mengunarvarnir lagðar til grundvallar og þar sem hætta er á útafakstri og á veghlutum þar sem grunnvatnsstreymi er til vatnsbóla skal tryggja fullnægjandi mótvægisaðgerðir. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa með sér samþykkt um verndarsvæði vatnsbóla innan lögsagnarumdæma allra sveitarfélaganna og eru markmið samþykktarinnar að tryggja verndun grunnvatns höfuðborgarsvæðisins, þannig að gæði neysluvatns uppfylli ávallt kröfur um gæði. Samþykktirnar taka til hvers konar athafna eða framkvæmda sem geta haft áhrif á gæði grunnvatns á vatnstökustað og skulu allar framkvæmdir hafa öryggi vatnsverndar og faglegan undirbúning að leiðarljósi. Vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins er einungis um 300 ferkílómetrar að flatarmáli, eða innan við 0,3 % af flatarmáli Íslands. Umtalsverð starfsemi er innan vatnsverndarsvæðis höfuðborgarsvæðisins og hafa verið gerðar ítarlegar skýrslur og rannsóknir á mengunarhættu á svæðinu og t.a.m. unnu Árni Hjartarson og Þórólfur H. Hafstad skýrslu um mengunarhættu vegna aukinnar umferðar sem talin er að skapist á aðkomuleiðum að skíðasvæðinu. Í skýrslunni er reynt að meta mengunaráhættu vegna vatnajarðfræðilegra aðstæðna við aðkomuleiðirnar. Mengunarhættumat var gert á vegum sem liggja að skíðasvæðinu og var veginum skipt upp í 20 vegarkafla og fékk hver vegarkafli einkunn frá 3-10, því hærri einkunn því meira mengunarálag ef óhapp verður á leiðum til svæðisins. Niðurstaða þeirra er að mengunaráhætta sé lítil vestast og austast á leiðunum til Bláfjalla en áhættan fari vaxandi fyrir miðju svæðinu og nái hámarki á sveitarfélagamörkum Kópavogs og Hafnarfjarðar norðan við Kristjánsdalahorn, en sá vegarkafli er vestan við Þríhnúka um 13 km frá Krýsuvíkurvegi. Þar er jarðvegsþekja á svæðinu lítil og liggur vegurinn um ungt, lagskipt og gljúpt hraun frá nútíma og því eru brunnsvæðin í Vatnsendakrika, Mygludal og Kaldárbotnum í hættu ef það verður olíuslys á svæðinu. Í stuttu máli, er niðurstaða þeirra sú að kaflinn frá Leiðarenda að gatnamótum við Bláfjallaleið, sé sá vegarkafli sem fær hæstu einkunn frá 8-9, þ.e. áhætta á útbreiðslu mengunar, hættu á mengun í vatnsbólum og erfiðleikastig við hreinsun sé hvað mest. Þegar ákveðið var að fara í áframhaldandi uppbyggingu í Bláfjöllum var samþykkt að vinna að mótvægisaðgerðum vegna framkvæmda á svæðinu og aukinni umferð á skíðasvæðið. Í góðri samvinnu við Vegagerðina var farið í að bæta við umferðaöryggi á Bláfjallavegi og Bláfjallaleið, frá Sandskeiði upp að skíðasvæðinu, draga úr umferðarhraða og lágmarka þannig líkurnar á mengunarslysi vegna umferðar á svæðinu. Þá var ákveðið að loka þeim vegkafla sem væri hvað áhættusamastur út frá mengunarálagi og þar sem mikið grunnvatnsstreymi er í átt að Vatnsendakrika, Mygludölum og Kaldárbotnum. Á þessu svæði er einungis um 60-80 metrar niður á grunnvatnsborðið. Þetta er vegarkaflinn frá Leiðarenda að Bláfjallaleið. Nú bregður svo við að á dögunum var samþykkt samhljóða ályktun í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar að stefna að opnun Bláfjallavegar frá Krýsuvíkurvegi að Bláfjallaleið, fyrir einkabifreiðar. Í umræðum var lítið fjallað um öryggi vatnsverndar eða þá staðreynd að aðalákomusvæði fyrir vatnsbólið í Kaldárbotnum og hugsanlegt varavatnsból Hafnfirðinga í Mygludölum liggur undir vegstæði Bláfjallavegar. Ekki hefur verið unnið áhættumat fyrir þennan vegarkafla og ljóst að verulegar umbætur eru nauðsynlegar til að þær geti réttlætt þá ákvörðun að opna veginn fyrir umferð. Okkur ber skylda til að tryggja vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins og takmarka umfang umferðar um svæðið eins og mögulegt er og þá með þeim mótvægisaðgerðum sem best þekkjast á hverjum tíma. Kostnaður við mótvægisaðgerðir á Bláfjallavegi frá Leiðarenda upp að gatnamótum við Bláfjallaleið, er án efa umtalsverður einkum og sér í lagi vegna þess að vegurinn er lélegur fyrir og hefur ekki fengið það viðhald eða uppbyggingu sem krafist er á vatnsverndarsvæðum. Það mætti velta fyrir sér hvort þeim fjármunum sem færu í að tryggja mótvægisaðgerðir við opnun vegarins frá Krýsuvíkurvegi upp í Bláfjöll, væri betur varið í snjóframleiðslu og aðstöðusköpun á skíðasvæðinu í Bláfjöllum sem og að tryggja öryggismál á þeim vegarkafla sem liggur frá Sandskeiði upp í Bláfjöll? Fyrir Hafnfirðinga yrði sá aukakrókur að fara um Vesturlandsveg upp í Bláfjöll, örlítið framlag í þágu vatnsverndar og geta þeir þannig stuðlað að sjálfbærni í nýtingu vatns. Fyrir göngufólk og aðra sem vilja ganga um þetta fallega svæði, þá eru einungis um 5 km frá Leiðarenda að Grindaskörðum og gönguleiðin meðfram Lönguhlíðum alveg þess virði að lengja göngutúrinn aðeins. Höfundur er formaður framkvæmdastjórnar um vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Sjá meira
Eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt var árið 2015, er að tryggja aðgengi allra jarðarbúa að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu, auk þess að stuðla að sjálfbærri nýtingu vatns. Rúmlega tveir milljarðar jarðarbúa hafa ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni og rúmlega 4 milljarðar hafa ekki aðgang að viðunandi salernis- og hreinlætisaðstöðu. Það eru því ekki allir jafnheppnir og við Íslendingar sem eigum mikið af fersku neysluvatni. Við þurfum að huga að vatnsgæðum á Íslandi, draga úr mengun, útiloka óæskilega sorplosun, auka skólphreinsun frá þéttbýli og lágmarka losun hættulegra efna út í umhverfið. Ísland er aðili að tilskipun EU um að yfirborðsvatn og grunnvatn sé í viðvarandi góðu ástandi. Öll ríki EU auk EFTA ríkjanna nota samræmda aðferðarfræði við innleiðingu vatnatilskipunarinnar. Á síðasta ári var gefin út vatnaáætlun Íslands 2022-2027 ásamt aðgerðaáætlun og vöktunaráætlun. Markmið tilskipunarinnar er að stuðla að sjálfbæri nýtingu vatns sem þýðir að við ætlum að nýta vatnsauðlindir okkar með þeim hætti að þær mæti þörfum okkar, án þess að stefna í voða möguleikum komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum. Nokkur umræða hefur verið um þá ákvörðun sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að loka umferð um Bláfjallaveg, frá Krýsuvíkurvegi (við hellinn Leiðarenda) að gatnamótum við Bláfjallaleið sem liggur frá Sandskeiði upp að skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Þessi vegkafli liggur á fjarsvæði vatnsverndarsvæðis höfuðborgarsvæðisins, en það er það svæði sem er aðalákomusvæði fyrir þá grunnvatnsstrauma sem liggja að núverandi vatnsbólum og framtíðarvatnsbólum höfuðborgarsvæðisins. Sú krafa er í samþykktunum að við hönnun og uppbyggingu nýrri og eldri vega á fjarsvæði skuli umferðaröryggi og mengunarvarnir lagðar til grundvallar og þar sem hætta er á útafakstri og á veghlutum þar sem grunnvatnsstreymi er til vatnsbóla skal tryggja fullnægjandi mótvægisaðgerðir. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa með sér samþykkt um verndarsvæði vatnsbóla innan lögsagnarumdæma allra sveitarfélaganna og eru markmið samþykktarinnar að tryggja verndun grunnvatns höfuðborgarsvæðisins, þannig að gæði neysluvatns uppfylli ávallt kröfur um gæði. Samþykktirnar taka til hvers konar athafna eða framkvæmda sem geta haft áhrif á gæði grunnvatns á vatnstökustað og skulu allar framkvæmdir hafa öryggi vatnsverndar og faglegan undirbúning að leiðarljósi. Vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins er einungis um 300 ferkílómetrar að flatarmáli, eða innan við 0,3 % af flatarmáli Íslands. Umtalsverð starfsemi er innan vatnsverndarsvæðis höfuðborgarsvæðisins og hafa verið gerðar ítarlegar skýrslur og rannsóknir á mengunarhættu á svæðinu og t.a.m. unnu Árni Hjartarson og Þórólfur H. Hafstad skýrslu um mengunarhættu vegna aukinnar umferðar sem talin er að skapist á aðkomuleiðum að skíðasvæðinu. Í skýrslunni er reynt að meta mengunaráhættu vegna vatnajarðfræðilegra aðstæðna við aðkomuleiðirnar. Mengunarhættumat var gert á vegum sem liggja að skíðasvæðinu og var veginum skipt upp í 20 vegarkafla og fékk hver vegarkafli einkunn frá 3-10, því hærri einkunn því meira mengunarálag ef óhapp verður á leiðum til svæðisins. Niðurstaða þeirra er að mengunaráhætta sé lítil vestast og austast á leiðunum til Bláfjalla en áhættan fari vaxandi fyrir miðju svæðinu og nái hámarki á sveitarfélagamörkum Kópavogs og Hafnarfjarðar norðan við Kristjánsdalahorn, en sá vegarkafli er vestan við Þríhnúka um 13 km frá Krýsuvíkurvegi. Þar er jarðvegsþekja á svæðinu lítil og liggur vegurinn um ungt, lagskipt og gljúpt hraun frá nútíma og því eru brunnsvæðin í Vatnsendakrika, Mygludal og Kaldárbotnum í hættu ef það verður olíuslys á svæðinu. Í stuttu máli, er niðurstaða þeirra sú að kaflinn frá Leiðarenda að gatnamótum við Bláfjallaleið, sé sá vegarkafli sem fær hæstu einkunn frá 8-9, þ.e. áhætta á útbreiðslu mengunar, hættu á mengun í vatnsbólum og erfiðleikastig við hreinsun sé hvað mest. Þegar ákveðið var að fara í áframhaldandi uppbyggingu í Bláfjöllum var samþykkt að vinna að mótvægisaðgerðum vegna framkvæmda á svæðinu og aukinni umferð á skíðasvæðið. Í góðri samvinnu við Vegagerðina var farið í að bæta við umferðaöryggi á Bláfjallavegi og Bláfjallaleið, frá Sandskeiði upp að skíðasvæðinu, draga úr umferðarhraða og lágmarka þannig líkurnar á mengunarslysi vegna umferðar á svæðinu. Þá var ákveðið að loka þeim vegkafla sem væri hvað áhættusamastur út frá mengunarálagi og þar sem mikið grunnvatnsstreymi er í átt að Vatnsendakrika, Mygludölum og Kaldárbotnum. Á þessu svæði er einungis um 60-80 metrar niður á grunnvatnsborðið. Þetta er vegarkaflinn frá Leiðarenda að Bláfjallaleið. Nú bregður svo við að á dögunum var samþykkt samhljóða ályktun í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar að stefna að opnun Bláfjallavegar frá Krýsuvíkurvegi að Bláfjallaleið, fyrir einkabifreiðar. Í umræðum var lítið fjallað um öryggi vatnsverndar eða þá staðreynd að aðalákomusvæði fyrir vatnsbólið í Kaldárbotnum og hugsanlegt varavatnsból Hafnfirðinga í Mygludölum liggur undir vegstæði Bláfjallavegar. Ekki hefur verið unnið áhættumat fyrir þennan vegarkafla og ljóst að verulegar umbætur eru nauðsynlegar til að þær geti réttlætt þá ákvörðun að opna veginn fyrir umferð. Okkur ber skylda til að tryggja vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins og takmarka umfang umferðar um svæðið eins og mögulegt er og þá með þeim mótvægisaðgerðum sem best þekkjast á hverjum tíma. Kostnaður við mótvægisaðgerðir á Bláfjallavegi frá Leiðarenda upp að gatnamótum við Bláfjallaleið, er án efa umtalsverður einkum og sér í lagi vegna þess að vegurinn er lélegur fyrir og hefur ekki fengið það viðhald eða uppbyggingu sem krafist er á vatnsverndarsvæðum. Það mætti velta fyrir sér hvort þeim fjármunum sem færu í að tryggja mótvægisaðgerðir við opnun vegarins frá Krýsuvíkurvegi upp í Bláfjöll, væri betur varið í snjóframleiðslu og aðstöðusköpun á skíðasvæðinu í Bláfjöllum sem og að tryggja öryggismál á þeim vegarkafla sem liggur frá Sandskeiði upp í Bláfjöll? Fyrir Hafnfirðinga yrði sá aukakrókur að fara um Vesturlandsveg upp í Bláfjöll, örlítið framlag í þágu vatnsverndar og geta þeir þannig stuðlað að sjálfbærni í nýtingu vatns. Fyrir göngufólk og aðra sem vilja ganga um þetta fallega svæði, þá eru einungis um 5 km frá Leiðarenda að Grindaskörðum og gönguleiðin meðfram Lönguhlíðum alveg þess virði að lengja göngutúrinn aðeins. Höfundur er formaður framkvæmdastjórnar um vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun