Innlent

Til­kynnt um sinu­eld nærri Straums­vík

Atli Ísleifsson skrifar
Eldurinn kom upp nærri Óttarsstöðum í Straumsvík um klukkan 13 í dag.
Eldurinn kom upp nærri Óttarsstöðum í Straumsvík um klukkan 13 í dag. Vísir/Telma

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var um gróðureld nærri Óttarsstöðum í Straumsvík í Hafnarfirði um klukkan 13 í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði eru sex bílar á staðnum þar sem menn reyna að slá á eldinn.

Kjöraðstæður eru nú fyrir gróðurelda á suðvesturhorninu – mjög þurrt, kalt og gróður hefur ekki tekið við sér.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var eldurinn til hægri á myndinni kveiktur viljandi undur eftirliti slökkviliðs og er búið að slökkva þann eld. Stóri eldurinn sem slökkvilið glímir nú við er til vinstri. Vísir/Telma

Eldurinn er nærri Óttarsstöðum.Aðsend/Valur Jónatansson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×